Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 0-0 | Breiðablik tapaði mikilvægum stigum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. ágúst 2019 20:15 Agla María reynir skot að marki Þór/KA. vísir/daníel Blikar höfðu mikla yfirburði á Kópavogsvelli í dag en fundu ekki leið fram hjá Bryndísi Láru Hrafnkelsdóttur í marki Þórs/KA sem átti stórbrotinn leik. Lokatölur 0-0 og Blikar því aðeins með eins stigs forystu á Val sem á nú leik til góða. Bryndís Lára var þó næstum búin að gefa Blikum mark eftir 30 sekúndur þegar hún missti fyrirgjöf frá hægri. Hún náði þó a stökkva á knöttinn og blaka honum af hættusvæðinu. Annars var fyrri hálfleikur frekar tíðindalítill en Blikar voru mikið mun meira með knöttinn án þess að ná að skapa sér opin marktækifæri. Þór/KA fékk einnig sitt besta færi þegar Sonný Lára Þráinsdóttir missti hornspyrnu en varnarmenn Blika hentu sér fyrir knöttinn og náðu á endanum að hreinsa. Varnarmúr Þór/KA var einkar áhugaverður í fyrri hálfleik en liðið virtist skipta á að spila 4-4-1-1 leikkerfi eða 5-3-2 eftir því hvoru megin á vellinum boltinn var. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir fékk það hlutverk að leika í stöðu vinstri vængbakvarðar eða þá vinstri vængmanns. Eins og áður sagði var staðan þó markalaus þegar Egill Arnar Sigurþórsson flautaði til loka fyrri hálfleiks. Síðari hálfleikur var í raun eins og að horfa á endursýningu af þeim fyrri. Blikar voru meira með knöttinn en tókst ekki að finna glufur á frábærri vörn gestanna. Heimastúlkur komu knettinum reyndar í netið þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en Berglind Björg Þorvaldsdóttir var þá dæmd rangstæð eftir hornspyrnu. Nær ómögulegt að sjá hvort það hafi verið rétt úr blaðamannastúkunni. Þegar 20 mínútur lifðu leiks var Agla María svo nálægt því að koma heimakonum yfir eftir góðan sprett inn í teig Þórs/KA. Knötturinn fór hins vegar í hliðarnetið þegar stúkan hélt að hann hefði farið inn. Skömmu síðar átti Bryndís Lára svo eina af, ef ekki, markvörslum sumarsins þegar hún klóraði skot Karólínar Leu úr samskeytunum fjær eftir að Karólína hafði leikið inn af vinstri vængnum og náð frábæru innanfótarskoti að marki sem stefndi rakleiðis upp í samskeytin. Fleira markvert gerðist í raun ekki í leiknum sem endaði eins og áður hefur komið fram með markalausu jafntefli. Breiðablik fer við það í toppsæti deildarinnar með 35 stig eftir 13 umferðir en Valur er stigi á eftir með leik til góða. Þór/KA er með 21 stig í 3. sæti deildarinnar. Af hverju varð jafntefli? Af því vængbrotið lið Þórs/KA lagði upp með að halda markinu hreinu og það tókst. Sóknarleikur Blika var hægur og þegar þær komu knettinm á markið þá var Bryndís ekki á þeim buxunum að hleypa knettinum í netið. Hverjir stóðu upp úr? Bryndís Lára átti frábæran leik í marki Þórs/KA og þá var allt lið gestanna frábært varnarlega séð í dag. Erfitt að nefna einhvern einn útispilara en þær börðust eins og ljón allan leikinn og uppskáru eftir því. Agla María og Karólína Lea reyndu og reyndu hjá Blikum en það kom lítið út úr því. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Blika var með hægara móti framan af leik og náu þær sjaldan að teygja almennilega á vörn gestanna. Berglind Björg var nær ósýnileg allan leikinn en hún fékk litla sem enga þjónustu. Að sama skapi var sóknarleikur Þórs/KA nánast enginn en það er kannski skiljanlegt miðað við leikmennina sem vantaði. Hvað gerist næst? Blikar taka þátt í Meistaradeild Evrópu en fyrsti leikur þar er eftir aðeins sex daga svo eflaust þurfa leikmenn að taka því rólega um Verslunarmannahelgina sjálfa. Næsti deildarleikur liðsins er svo 21. ágúst gegn KR. Gestirnir fá töluvert lengra frí en næsti leikur þeirra er þann 15. ágúst þegar Keflavík kemur í heimsókn til Akureyrar.Bryndís Lára í markinu í kvöld.vísir/daníelBryndís Lára: Ég er búin að vera hrein hörmung í allt sumar „Við erum bara hrikalega sáttar. Svolítið skrýtið að vera fagna jafntefli, það er eitthvað sem maður vill ekki gera en miðað við standið á hópnum hjá okkur og genginu undanfarið erum við hrikalega ánægðar,“ sagði markvörðurinn og fyrirliði Þór/KA Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir í leikslok. Bryndís Lára átti hreint út sagt frábæran leik í marki gestanna og sá til þess að Þór/KA landaði einu stigi á einum erfiðasta útivelli landsins. Aðspurð hvort þetta væri hennar besti leikur í sumar þá taldi Bryndís það nokkuð augljóst. „Já klárlega, ég er búin að vera hrein hörmung í allt sumar þannig það var mjög gaman að standa sig loksins vel. Ég var reyndar mjög tæp strax á fyrstu mínútu þegar ég missti boltann eftir fyrirgjöf en sem betur fer héldum við hreinu.“ Það er langt í næsta leik hjá Þór/KA og stefnir leikmannahópurinn því á að slaka vel á um Verslunarmannahelgina. „Við erum nokkrar að fara til Eyja að slaka vel á. Svo eru sumir sem fara erlendis svo það er notaleg helgi framundan,“ sagði Bryndís sátt að lokum.Það gekk ekkert hjá Breiðabliki í kvöld.vísir/Þorsteinn: Ætla ekki að vera svo óheiðarlegur að segja að það hafi ekki verið rangstaða „Vonbrigði að hafa ekki skorað þrátt fyrir mikla yfirburði í leiknum, það eru svona fyrstu vibrögðin. En fótbolti er svona, stundum skorar maður ekki þrátt fyrir að vera miklu betri aðilinn og eigi skilið að vinna heilt yfir. Fótbolti snýst um að skora mörk og við gerðum það ekki í dag og þess vegna fengum við bara eitt stig,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Blika, um sín fyrstu viðbrögð eftir markalaust jafntefli liðs síns og Þórs/KA á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar komu reyndar knettinum einu sinni í netið í síðari hálfleik þegar Berglind Björg Þorvaldsdóttir var flögguð rangstæð eftir darraðardans í vítateig Þórs/KA eftir hornspyrnu. Þorsteinn vildi lítið tjá sig um atvikið. „Ég hugsa að þú hafir séð það betur en ég þannig ég get eiginlega ekki dæmt um það. Ég er hinum megin á vellinum og ætla ekki að vera svo óheiðarlegur að segja að það hafi ekki verið rangstæða þannig að ég hef ekki hugmynd um það.“ Nú tekur við Evrópuævintýri hjá Blikum sem halda til Bosníu og taka þar þátt í Meistaradeild Evrópu. Þorsteinn telur þó ekki að leikmenn sínir hafi verið farnir að hugsa um það hér í kvöld. „Stundum er það bara þannig í fótbolta að það gengur einhvernveginn ekki upp fyrir framan markið, það er alveg sama hversu mörg góð færi þú færð eða hversu mörg mörk þú átt á markið, alveg sama hversu mikið þú sundurspilar andstæðinginn. Hlutirnir bara falla ekki fyrir þig og þá er það bara þannig.“ Að lokum var Þorsteinn spurður út í leikinn sem flest allir aðdáendur Pepsi Max deild kvenna bíða eftir en það er leikur Breiðabliks og Vals sem fer fram þann 15. september. „Við eigum eftir að spila fimm, sex, sjö leiki þangað til svo ég er ekki einu sinni farinn að spá í Vals leiknum,“ sagði Þorsteinn og hló en ef fer sem horfir er ljóst að sá leikur gæti skorið úr um hvort liðið verður Íslandsmeistari í lok sumars.Úr leiknum í kvöld.vísir/daníelHalldór Jón: Við hefðum viljað vinna „Við hefðum viljað vinna. Það var svekkjandi að við höfum ekki náð að vinna þennan leik en ég er mjög stoltur af stelpunum. Þetta var frábær frammistaða varnarlega og vinnusemin, varnarleikurinn og baráttan alveg stórkostleg – Upp á 10 eða upp á 12 eiginlega og svo Bryndís frábær í markinu,“ sagði Halldór Jón, Donni, þjálfari Þórs/KA að leik loknum í kvöld. Varðandi Verslunarhelgina þá var Donni nokkuð léttur og ljóst að leikmenn fá gott frí enda langt í næsta leik Þórs/KA. „Við eigum ekki leik fyrr en eftir tvær vikur svo bara allir í Dalinn og skemmta sér eins vel og þær geta. Ég sjálfur ætla í bústað með fjölskyldunni minni og hafa það gott.“ „Við ættum að vera komnir með leikmenn sem hafa verið að spila flesta leikina hjá okkur. Einn albesta leikmann deildarinnar og svo einn besta varnarmann deildarinnar. Við þurfum samt að sjá til hvort þær komist í byrjunarliðið þegar þar að kemur en mér finnst stelpurnar búnar að standa sig frábærlega í þeirra fjarveru,“ sagði Donni kíminn varðandi næsta leik en liðið hefur verið án lykilmanna á borð við Söndru Mayor og Bianca Sierra undanfarið. Þá var Arna Sif Ásgrímsdóttir á varamannabekk liðsins í kvöld. Pepsi Max-deild kvenna
Blikar höfðu mikla yfirburði á Kópavogsvelli í dag en fundu ekki leið fram hjá Bryndísi Láru Hrafnkelsdóttur í marki Þórs/KA sem átti stórbrotinn leik. Lokatölur 0-0 og Blikar því aðeins með eins stigs forystu á Val sem á nú leik til góða. Bryndís Lára var þó næstum búin að gefa Blikum mark eftir 30 sekúndur þegar hún missti fyrirgjöf frá hægri. Hún náði þó a stökkva á knöttinn og blaka honum af hættusvæðinu. Annars var fyrri hálfleikur frekar tíðindalítill en Blikar voru mikið mun meira með knöttinn án þess að ná að skapa sér opin marktækifæri. Þór/KA fékk einnig sitt besta færi þegar Sonný Lára Þráinsdóttir missti hornspyrnu en varnarmenn Blika hentu sér fyrir knöttinn og náðu á endanum að hreinsa. Varnarmúr Þór/KA var einkar áhugaverður í fyrri hálfleik en liðið virtist skipta á að spila 4-4-1-1 leikkerfi eða 5-3-2 eftir því hvoru megin á vellinum boltinn var. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir fékk það hlutverk að leika í stöðu vinstri vængbakvarðar eða þá vinstri vængmanns. Eins og áður sagði var staðan þó markalaus þegar Egill Arnar Sigurþórsson flautaði til loka fyrri hálfleiks. Síðari hálfleikur var í raun eins og að horfa á endursýningu af þeim fyrri. Blikar voru meira með knöttinn en tókst ekki að finna glufur á frábærri vörn gestanna. Heimastúlkur komu knettinum reyndar í netið þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en Berglind Björg Þorvaldsdóttir var þá dæmd rangstæð eftir hornspyrnu. Nær ómögulegt að sjá hvort það hafi verið rétt úr blaðamannastúkunni. Þegar 20 mínútur lifðu leiks var Agla María svo nálægt því að koma heimakonum yfir eftir góðan sprett inn í teig Þórs/KA. Knötturinn fór hins vegar í hliðarnetið þegar stúkan hélt að hann hefði farið inn. Skömmu síðar átti Bryndís Lára svo eina af, ef ekki, markvörslum sumarsins þegar hún klóraði skot Karólínar Leu úr samskeytunum fjær eftir að Karólína hafði leikið inn af vinstri vængnum og náð frábæru innanfótarskoti að marki sem stefndi rakleiðis upp í samskeytin. Fleira markvert gerðist í raun ekki í leiknum sem endaði eins og áður hefur komið fram með markalausu jafntefli. Breiðablik fer við það í toppsæti deildarinnar með 35 stig eftir 13 umferðir en Valur er stigi á eftir með leik til góða. Þór/KA er með 21 stig í 3. sæti deildarinnar. Af hverju varð jafntefli? Af því vængbrotið lið Þórs/KA lagði upp með að halda markinu hreinu og það tókst. Sóknarleikur Blika var hægur og þegar þær komu knettinm á markið þá var Bryndís ekki á þeim buxunum að hleypa knettinum í netið. Hverjir stóðu upp úr? Bryndís Lára átti frábæran leik í marki Þórs/KA og þá var allt lið gestanna frábært varnarlega séð í dag. Erfitt að nefna einhvern einn útispilara en þær börðust eins og ljón allan leikinn og uppskáru eftir því. Agla María og Karólína Lea reyndu og reyndu hjá Blikum en það kom lítið út úr því. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Blika var með hægara móti framan af leik og náu þær sjaldan að teygja almennilega á vörn gestanna. Berglind Björg var nær ósýnileg allan leikinn en hún fékk litla sem enga þjónustu. Að sama skapi var sóknarleikur Þórs/KA nánast enginn en það er kannski skiljanlegt miðað við leikmennina sem vantaði. Hvað gerist næst? Blikar taka þátt í Meistaradeild Evrópu en fyrsti leikur þar er eftir aðeins sex daga svo eflaust þurfa leikmenn að taka því rólega um Verslunarmannahelgina sjálfa. Næsti deildarleikur liðsins er svo 21. ágúst gegn KR. Gestirnir fá töluvert lengra frí en næsti leikur þeirra er þann 15. ágúst þegar Keflavík kemur í heimsókn til Akureyrar.Bryndís Lára í markinu í kvöld.vísir/daníelBryndís Lára: Ég er búin að vera hrein hörmung í allt sumar „Við erum bara hrikalega sáttar. Svolítið skrýtið að vera fagna jafntefli, það er eitthvað sem maður vill ekki gera en miðað við standið á hópnum hjá okkur og genginu undanfarið erum við hrikalega ánægðar,“ sagði markvörðurinn og fyrirliði Þór/KA Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir í leikslok. Bryndís Lára átti hreint út sagt frábæran leik í marki gestanna og sá til þess að Þór/KA landaði einu stigi á einum erfiðasta útivelli landsins. Aðspurð hvort þetta væri hennar besti leikur í sumar þá taldi Bryndís það nokkuð augljóst. „Já klárlega, ég er búin að vera hrein hörmung í allt sumar þannig það var mjög gaman að standa sig loksins vel. Ég var reyndar mjög tæp strax á fyrstu mínútu þegar ég missti boltann eftir fyrirgjöf en sem betur fer héldum við hreinu.“ Það er langt í næsta leik hjá Þór/KA og stefnir leikmannahópurinn því á að slaka vel á um Verslunarmannahelgina. „Við erum nokkrar að fara til Eyja að slaka vel á. Svo eru sumir sem fara erlendis svo það er notaleg helgi framundan,“ sagði Bryndís sátt að lokum.Það gekk ekkert hjá Breiðabliki í kvöld.vísir/Þorsteinn: Ætla ekki að vera svo óheiðarlegur að segja að það hafi ekki verið rangstaða „Vonbrigði að hafa ekki skorað þrátt fyrir mikla yfirburði í leiknum, það eru svona fyrstu vibrögðin. En fótbolti er svona, stundum skorar maður ekki þrátt fyrir að vera miklu betri aðilinn og eigi skilið að vinna heilt yfir. Fótbolti snýst um að skora mörk og við gerðum það ekki í dag og þess vegna fengum við bara eitt stig,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Blika, um sín fyrstu viðbrögð eftir markalaust jafntefli liðs síns og Þórs/KA á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar komu reyndar knettinum einu sinni í netið í síðari hálfleik þegar Berglind Björg Þorvaldsdóttir var flögguð rangstæð eftir darraðardans í vítateig Þórs/KA eftir hornspyrnu. Þorsteinn vildi lítið tjá sig um atvikið. „Ég hugsa að þú hafir séð það betur en ég þannig ég get eiginlega ekki dæmt um það. Ég er hinum megin á vellinum og ætla ekki að vera svo óheiðarlegur að segja að það hafi ekki verið rangstæða þannig að ég hef ekki hugmynd um það.“ Nú tekur við Evrópuævintýri hjá Blikum sem halda til Bosníu og taka þar þátt í Meistaradeild Evrópu. Þorsteinn telur þó ekki að leikmenn sínir hafi verið farnir að hugsa um það hér í kvöld. „Stundum er það bara þannig í fótbolta að það gengur einhvernveginn ekki upp fyrir framan markið, það er alveg sama hversu mörg góð færi þú færð eða hversu mörg mörk þú átt á markið, alveg sama hversu mikið þú sundurspilar andstæðinginn. Hlutirnir bara falla ekki fyrir þig og þá er það bara þannig.“ Að lokum var Þorsteinn spurður út í leikinn sem flest allir aðdáendur Pepsi Max deild kvenna bíða eftir en það er leikur Breiðabliks og Vals sem fer fram þann 15. september. „Við eigum eftir að spila fimm, sex, sjö leiki þangað til svo ég er ekki einu sinni farinn að spá í Vals leiknum,“ sagði Þorsteinn og hló en ef fer sem horfir er ljóst að sá leikur gæti skorið úr um hvort liðið verður Íslandsmeistari í lok sumars.Úr leiknum í kvöld.vísir/daníelHalldór Jón: Við hefðum viljað vinna „Við hefðum viljað vinna. Það var svekkjandi að við höfum ekki náð að vinna þennan leik en ég er mjög stoltur af stelpunum. Þetta var frábær frammistaða varnarlega og vinnusemin, varnarleikurinn og baráttan alveg stórkostleg – Upp á 10 eða upp á 12 eiginlega og svo Bryndís frábær í markinu,“ sagði Halldór Jón, Donni, þjálfari Þórs/KA að leik loknum í kvöld. Varðandi Verslunarhelgina þá var Donni nokkuð léttur og ljóst að leikmenn fá gott frí enda langt í næsta leik Þórs/KA. „Við eigum ekki leik fyrr en eftir tvær vikur svo bara allir í Dalinn og skemmta sér eins vel og þær geta. Ég sjálfur ætla í bústað með fjölskyldunni minni og hafa það gott.“ „Við ættum að vera komnir með leikmenn sem hafa verið að spila flesta leikina hjá okkur. Einn albesta leikmann deildarinnar og svo einn besta varnarmann deildarinnar. Við þurfum samt að sjá til hvort þær komist í byrjunarliðið þegar þar að kemur en mér finnst stelpurnar búnar að standa sig frábærlega í þeirra fjarveru,“ sagði Donni kíminn varðandi næsta leik en liðið hefur verið án lykilmanna á borð við Söndru Mayor og Bianca Sierra undanfarið. Þá var Arna Sif Ásgrímsdóttir á varamannabekk liðsins í kvöld.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti