1 + 1 = 3 Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 1. ágúst 2019 08:00 Áhrifamaður í skipulagi höfuðborgarsvæðisins á síðustu áratugum skrifaði grein í Kjarnann á dögunum þar sem hann lýsti efasemdum um áhrif fyrirhugaðrar Borgarlínu á umferðarmál í Reykjavík. Í niðurlagi greinarinnar leggur höfundur til að betra sé að halda áfram á sömu braut í umferðarmálum og áður og byggja upp þjóðvegi í borginni „samhliða hæfilegum endurbótum á almenningssamgöngum“. Degi áður birtist á forsíðu Morgunblaðsins gagnrýni á gatnamót í miðborg Reykjavíkur þar sem þeim er lýst sem mistökum vegna þess hve illa þau anna bílaumferð. Í umræðu um skipulagsmál snúast rökræður oft um samanburð á ólíkum borgum og kostnað við mismunandi skipulagsáætlanir. Vandinn við þessa umræðu er að hlutaðeigandi nálgast hana gjarnan á gjörólíkum forsendum. Það er ljóst að hluta borgarbúa finnst eftirsóknarvert búa í umhverfi sem er skipulagt út frá einkabílnum og nálgast því umræðu um skipulagsmál út frá þeirri afstöðu. Svo eru það hinir sem sjá borgina í öðru samhengi og líta á gatnakerfið sem einn þátt í flóknu samspili margra þátta borgarumhverfisins sem hefur afgerandi áhrif á líf og heilsu meirihluta landsmanna. Fyrir þeim eru miðborgargatnamót sem voru hönnuð með forgang gangandi vegfarenda í huga ekki mistök heldur jákvætt púsl í stærri jöfnu. Hið sama gildir um Borgarlínuna og væntan kostnað við hana. Fyrir þessu fólki snúast samgöngur um miklu meira en gatnakerfið og mismunandi ferðamáta. Allt er þetta afstætt en það er óþarfi að leita lengra en á Siglufjörð til að finna dæmi um hvernig margir ólíkir en samstilltir þættir geta gerbreytt samfélögum. Eflaust hafa margir hrist hausinn þegar einn athafnamaður fjárfesti milljarða í uppbyggingu á gisti-, veitinga- og afþreyingaraðstöðu samhliða fjárfestingu í líftæknifyrirtæki í rétt rúmlega þúsund manna bæ. Í gegnum 68 herbergja hótel, kaffihús, skíðasvæði og golfvöll á landsbyggðinni er erfitt að ná til baka milljarða fjárfestingum en það var ekki það sem vakti fyrir fjárfestinum. Sýn hans var mun stærri. Að skapa samkeppnishæft umhverfi í gegnum mörg ólík verkefni var markmiðið og árangurinn er einstakur. Nú örfáum árum síðar berast fréttir af hámenntuðu og reynslumiklu fólki sem flyst til Siglufjarðar til að starfa við hátæknistörf í umhverfi sem býður upp á mikil lífsgæði og fjölbreytt tækifæri. Í kjölfarið sækir líftæknifyrirtækið nú fram á alþjóðlegum mörkuðum af miklum krafti með tilheyrandi verðmætaaukningu fyrir þjóðarbúið. Líkt og Siglufjörður er orðinn samkeppnishæft samfélag við Reykjavík getur höfuðborgarsvæðið orðið samkeppnishæft á alþjóðavísu ef við lítum á fjárfestingar í þágu lýðheilsu og loftslagsmála sem hluta af stærra samhengi í stað þess að horfa á borgarsamfélagið í gegnum rörsýn gatnakerfisins.Höfundur er skipulagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Sjá meira
Áhrifamaður í skipulagi höfuðborgarsvæðisins á síðustu áratugum skrifaði grein í Kjarnann á dögunum þar sem hann lýsti efasemdum um áhrif fyrirhugaðrar Borgarlínu á umferðarmál í Reykjavík. Í niðurlagi greinarinnar leggur höfundur til að betra sé að halda áfram á sömu braut í umferðarmálum og áður og byggja upp þjóðvegi í borginni „samhliða hæfilegum endurbótum á almenningssamgöngum“. Degi áður birtist á forsíðu Morgunblaðsins gagnrýni á gatnamót í miðborg Reykjavíkur þar sem þeim er lýst sem mistökum vegna þess hve illa þau anna bílaumferð. Í umræðu um skipulagsmál snúast rökræður oft um samanburð á ólíkum borgum og kostnað við mismunandi skipulagsáætlanir. Vandinn við þessa umræðu er að hlutaðeigandi nálgast hana gjarnan á gjörólíkum forsendum. Það er ljóst að hluta borgarbúa finnst eftirsóknarvert búa í umhverfi sem er skipulagt út frá einkabílnum og nálgast því umræðu um skipulagsmál út frá þeirri afstöðu. Svo eru það hinir sem sjá borgina í öðru samhengi og líta á gatnakerfið sem einn þátt í flóknu samspili margra þátta borgarumhverfisins sem hefur afgerandi áhrif á líf og heilsu meirihluta landsmanna. Fyrir þeim eru miðborgargatnamót sem voru hönnuð með forgang gangandi vegfarenda í huga ekki mistök heldur jákvætt púsl í stærri jöfnu. Hið sama gildir um Borgarlínuna og væntan kostnað við hana. Fyrir þessu fólki snúast samgöngur um miklu meira en gatnakerfið og mismunandi ferðamáta. Allt er þetta afstætt en það er óþarfi að leita lengra en á Siglufjörð til að finna dæmi um hvernig margir ólíkir en samstilltir þættir geta gerbreytt samfélögum. Eflaust hafa margir hrist hausinn þegar einn athafnamaður fjárfesti milljarða í uppbyggingu á gisti-, veitinga- og afþreyingaraðstöðu samhliða fjárfestingu í líftæknifyrirtæki í rétt rúmlega þúsund manna bæ. Í gegnum 68 herbergja hótel, kaffihús, skíðasvæði og golfvöll á landsbyggðinni er erfitt að ná til baka milljarða fjárfestingum en það var ekki það sem vakti fyrir fjárfestinum. Sýn hans var mun stærri. Að skapa samkeppnishæft umhverfi í gegnum mörg ólík verkefni var markmiðið og árangurinn er einstakur. Nú örfáum árum síðar berast fréttir af hámenntuðu og reynslumiklu fólki sem flyst til Siglufjarðar til að starfa við hátæknistörf í umhverfi sem býður upp á mikil lífsgæði og fjölbreytt tækifæri. Í kjölfarið sækir líftæknifyrirtækið nú fram á alþjóðlegum mörkuðum af miklum krafti með tilheyrandi verðmætaaukningu fyrir þjóðarbúið. Líkt og Siglufjörður er orðinn samkeppnishæft samfélag við Reykjavík getur höfuðborgarsvæðið orðið samkeppnishæft á alþjóðavísu ef við lítum á fjárfestingar í þágu lýðheilsu og loftslagsmála sem hluta af stærra samhengi í stað þess að horfa á borgarsamfélagið í gegnum rörsýn gatnakerfisins.Höfundur er skipulagsfræðingur.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar