Forsætisráðherra Dana segir Grænland vera Grænlendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 19. ágúst 2019 20:32 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í Nuuk á Grænlandi í gær. Mynd/TV 2, Danmörku. Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir umræðuna vera fáránlega enda sé Grænland ekki danskt heldur tilheyri Grænlendingum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Trump staðfesti í gær frétt Wall Street Journal í síðustu viku um að hann hefði rætt þann möguleika við ráðgjafa sína að kaupa Grænland. „Hugmyndinni var varpað fram og ég sagði að hún væri áhugaverð hernaðarlega. Við sögðumst hafa áhuga og ræddum þetta lítillega. Málið er ekki ofarlega á forgangslistanum,“ sagði Trump.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svarar fréttamönnum um áhuga sinn á að kaupa Grænland.Mynd/AP.Hann taldi raunar að það þyrfti ekki að vera flókið mál að kaupa Grænland af Dönum þegar fréttamenn spurðu hvort hann hygðist láta eitthvað annað landssvæði í skiptum fyrir Grænland eða hvernig hann hygðist standa að kaupunum. „Raunar er þetta risastór fasteignasamningur. Margt er hægt að gera. Danir skaðast mikið. Þeir tapa næstum því 700 milljónum dala árlega. Þeir tapa því miklu fé á þessu. Kaupin myndu styrkja Bandaríkin vel hernaðarlega,“ sagði forsetinn. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, lýsti hugmyndinni sem fáránlegri í viðtali við danska fjölmiðla í gær en hún er nú stödd á Grænlandi í boði Kims Kielsen, forsætisráðherra Grænlands. „Ég er alveg sammála Kim Kielsen. Auðvitað er Grænland ekki til sölu,“ sagði Mette Frederiksen í Nuuk í gærkvöldi. „Annars tilheyrir Grænland ekki Danmörku. Grænland er Grænlendinga,“ bætti hún við og sagði að sá tími væri liðinn að lönd og þjóðir væru seld.Frá Grænlandi. Íbúar þessa næsta nágrannalands Íslands eru um 57 þúsund talsins.Mynd/AP.Fyrirhugað er að Mette Frederiksen, ásamt Kim Kielsen, fundi með Trump í Kaupmannahöfn í byrjun september. Hún segir Dani gjarnan vilja nánara samstarf við Bandaríkin. „Við lítum á Bandaríkin sem mikilvægasta bandalagsríki okkar. Ég hlakka til heimsóknar forsetans og tel hana mikilvæga fyrir tengsl Danmerkur og Bandaríkjanna. Norðurheimskautssvæðið og þar með Grænland verður sífellt mikilvægara, einnig hernaðarlega, svo við viljum jafnvel eiga nánara samstarf við Bandaríkin á Norðurheimskautssvæðinu,“ sagði forsætisráðherra Danmerkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland NATO Norðurslóðir Tengdar fréttir Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19 Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir umræðuna vera fáránlega enda sé Grænland ekki danskt heldur tilheyri Grænlendingum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Trump staðfesti í gær frétt Wall Street Journal í síðustu viku um að hann hefði rætt þann möguleika við ráðgjafa sína að kaupa Grænland. „Hugmyndinni var varpað fram og ég sagði að hún væri áhugaverð hernaðarlega. Við sögðumst hafa áhuga og ræddum þetta lítillega. Málið er ekki ofarlega á forgangslistanum,“ sagði Trump.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svarar fréttamönnum um áhuga sinn á að kaupa Grænland.Mynd/AP.Hann taldi raunar að það þyrfti ekki að vera flókið mál að kaupa Grænland af Dönum þegar fréttamenn spurðu hvort hann hygðist láta eitthvað annað landssvæði í skiptum fyrir Grænland eða hvernig hann hygðist standa að kaupunum. „Raunar er þetta risastór fasteignasamningur. Margt er hægt að gera. Danir skaðast mikið. Þeir tapa næstum því 700 milljónum dala árlega. Þeir tapa því miklu fé á þessu. Kaupin myndu styrkja Bandaríkin vel hernaðarlega,“ sagði forsetinn. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, lýsti hugmyndinni sem fáránlegri í viðtali við danska fjölmiðla í gær en hún er nú stödd á Grænlandi í boði Kims Kielsen, forsætisráðherra Grænlands. „Ég er alveg sammála Kim Kielsen. Auðvitað er Grænland ekki til sölu,“ sagði Mette Frederiksen í Nuuk í gærkvöldi. „Annars tilheyrir Grænland ekki Danmörku. Grænland er Grænlendinga,“ bætti hún við og sagði að sá tími væri liðinn að lönd og þjóðir væru seld.Frá Grænlandi. Íbúar þessa næsta nágrannalands Íslands eru um 57 þúsund talsins.Mynd/AP.Fyrirhugað er að Mette Frederiksen, ásamt Kim Kielsen, fundi með Trump í Kaupmannahöfn í byrjun september. Hún segir Dani gjarnan vilja nánara samstarf við Bandaríkin. „Við lítum á Bandaríkin sem mikilvægasta bandalagsríki okkar. Ég hlakka til heimsóknar forsetans og tel hana mikilvæga fyrir tengsl Danmerkur og Bandaríkjanna. Norðurheimskautssvæðið og þar með Grænland verður sífellt mikilvægara, einnig hernaðarlega, svo við viljum jafnvel eiga nánara samstarf við Bandaríkin á Norðurheimskautssvæðinu,“ sagði forsætisráðherra Danmerkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland NATO Norðurslóðir Tengdar fréttir Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19 Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19
Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31
Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38
Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30
Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42
Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42