ESB Guðmundur Brynjólfsson skrifar 19. ágúst 2019 07:30 Hefur þú, lesandi góður, farið í sólarlandaferð? Inni í hótelgarðinum mega þeir vera sem hafa keypt aðgang að sérréttindunum. Þar þjóna til borðs og laugar nútímaþrælar auðvaldsins, illa launað verkafólk sem gjarna fer á „ferðamannavertíð“. Þar eru brotin á því öll fínu réttindin sem Evrópusambandið „fann upp“ um lögboðinn hvíldartíma hins vinnandi manns. Það segist, þetta fólk – og maður horfir upp á það – stendur 14 til 15 tíma vaktir vikum saman. Fyrir utan veggi hótelsins dvelja fyrir náð og miskunn svartar konur og bjóðast til þess að flétta stúlkubörn þeirra sem búa innan hótelveggja. Þessar konur mega auðvitað ekki koma innfyrir, inn í hótelgarðinn, þær eru sterkur vitnisburður um „frelsið“ sem þrífst á jaðrinum. Svo eru það þeir sem mega ekki einu sinni vera á jaðrinum, líka svartir. Þeir eru ólöglegir á mörkunum, óvelkomnir á mærunum. Þeir taka saman í flýti hafurtask sitt og flýja út í myrkrið þegar landamæravarsla ESB, lögreglan á strandgötunni, gengur kvöldgönguna. Og hvað eru þeir að selja þessir drengir sem eru ólöglegir á jaðrinum? Jú, þeir eru að selja fótboltatreyjur merktar piltum sem bera framandi nöfn: Aubameyang, Mané, Umtiti og Toko Ekambi. Þessir fótboltasnillingar eru það síðasta sem nýlenduvaldið kramdi út úr Afríku; í löglegu mansali alþjóðafótboltans. Fluttir inn, og höndlað með þá af þeim sem áður nauðguðu, drápu eða seldu formæður þeirra. Strandhótelið og umhverfi þess er ekki annað en smækkuð mynd Evrópusambandsins. Allt í lagi í sjálfu sér, en gangverk þess er rangt. Jaðarsetningin er forkastanleg, hliðvarslan svakaleg, verslunarfrelsið skerðingin ein. Sumir mega, aðrir ekki. Ósýnilegir stjórnendur ákveða hver á að vera hvar, og hver má vera hvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hefur þú, lesandi góður, farið í sólarlandaferð? Inni í hótelgarðinum mega þeir vera sem hafa keypt aðgang að sérréttindunum. Þar þjóna til borðs og laugar nútímaþrælar auðvaldsins, illa launað verkafólk sem gjarna fer á „ferðamannavertíð“. Þar eru brotin á því öll fínu réttindin sem Evrópusambandið „fann upp“ um lögboðinn hvíldartíma hins vinnandi manns. Það segist, þetta fólk – og maður horfir upp á það – stendur 14 til 15 tíma vaktir vikum saman. Fyrir utan veggi hótelsins dvelja fyrir náð og miskunn svartar konur og bjóðast til þess að flétta stúlkubörn þeirra sem búa innan hótelveggja. Þessar konur mega auðvitað ekki koma innfyrir, inn í hótelgarðinn, þær eru sterkur vitnisburður um „frelsið“ sem þrífst á jaðrinum. Svo eru það þeir sem mega ekki einu sinni vera á jaðrinum, líka svartir. Þeir eru ólöglegir á mörkunum, óvelkomnir á mærunum. Þeir taka saman í flýti hafurtask sitt og flýja út í myrkrið þegar landamæravarsla ESB, lögreglan á strandgötunni, gengur kvöldgönguna. Og hvað eru þeir að selja þessir drengir sem eru ólöglegir á jaðrinum? Jú, þeir eru að selja fótboltatreyjur merktar piltum sem bera framandi nöfn: Aubameyang, Mané, Umtiti og Toko Ekambi. Þessir fótboltasnillingar eru það síðasta sem nýlenduvaldið kramdi út úr Afríku; í löglegu mansali alþjóðafótboltans. Fluttir inn, og höndlað með þá af þeim sem áður nauðguðu, drápu eða seldu formæður þeirra. Strandhótelið og umhverfi þess er ekki annað en smækkuð mynd Evrópusambandsins. Allt í lagi í sjálfu sér, en gangverk þess er rangt. Jaðarsetningin er forkastanleg, hliðvarslan svakaleg, verslunarfrelsið skerðingin ein. Sumir mega, aðrir ekki. Ósýnilegir stjórnendur ákveða hver á að vera hvar, og hver má vera hvar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun