Bæjarfulltrúi minnihlutans telur óeðlilega staðið að afgreiðslu nýs leikskóla Elín Margrét Böðvarsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 18. ágúst 2019 22:05 Oddviti minnihlutans í Árborg segir að ekki hafi verið farið að leikreglum þegar eiginmaður bæjarfulltrúa var ráðinn til að hanna lóð undir nýjan leikskóla á Selfossi. Forseti bæjarstjórnar vísar ásökunum um spillingu á bug. Í Dísarstaðarlandi á Selfossi stendur til að reisa nýjan sex deilda leikskóla. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sem er í minnihluta, gerir þó athugasemdir við hvernig staðið hefur verið að málinu við afgreiðslu þess innan sveitarfélagsins. „Formaður nefndarinnar, eða sú sem stýrir þessum hóp. Maðurinn hennar er hönnuðurinn að lóðinni. Ég hef ekkert út á hann að setja, um hans vinnubrögð. Aftur á móti finnst mér þetta mjög óeðlilegt og það er það sem menn hafa verið að tala um við mig. Að þeim finnist óeðlilegt að það hafi ekki verið boðið út eða hún hreinlega vikið frá þessari nefnd,“ segir Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi D-lista í Árborg. Ákveðið var að byggja leikskóla sambærilegan þeim þegar hefur verið byggður í Hveragerði og reynst vel. Samband var því haft við arkitekta og framkvæmdaaðila sem komu að því verkefni. Í samtali við fréttastofu segist bæjarfulltrúinn hafa stigið úr nefndinni um leið og gagnrýni kom fram. Hún telji ekkert athugavert við framkvæmdina. Forseti bæjarstjórnar tekur í sama streng. „Við sjáum svo sem ekkert athugavert við það og fólk verður að geta stundað sína vinnu. Þetta er ekki bein ráðning sveitarfélagsins, þannig að það er ekkert hægt að tala um það að þarna sé einhver klíka í gangi. En í ljósi þessarar umræðu, þegar hún kom upp, þá taldi viðkomandi bæjarfulltrúi að það væri óþarfi að sitja í byggingarnefnd áfram og láta það líta eitthvað illa út. Þannig að hún vék þá úr nefndinni til að taka af allan vafa um að hún væri ekki þar innanborð að hylla einhverjum ákveðnum,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar.Fór þessi framkvæmd þá ekki í eðlilegt útboðsferli?„Jú, það var í raun og veru bara kannað með nokkrum aðilum og skoðað hvað væri í boði og gerður verðsamanburður og þetta var niðurstaðan,“ segir Helgi. Árborg Skóla - og menntamál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Oddviti minnihlutans í Árborg segir að ekki hafi verið farið að leikreglum þegar eiginmaður bæjarfulltrúa var ráðinn til að hanna lóð undir nýjan leikskóla á Selfossi. Forseti bæjarstjórnar vísar ásökunum um spillingu á bug. Í Dísarstaðarlandi á Selfossi stendur til að reisa nýjan sex deilda leikskóla. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sem er í minnihluta, gerir þó athugasemdir við hvernig staðið hefur verið að málinu við afgreiðslu þess innan sveitarfélagsins. „Formaður nefndarinnar, eða sú sem stýrir þessum hóp. Maðurinn hennar er hönnuðurinn að lóðinni. Ég hef ekkert út á hann að setja, um hans vinnubrögð. Aftur á móti finnst mér þetta mjög óeðlilegt og það er það sem menn hafa verið að tala um við mig. Að þeim finnist óeðlilegt að það hafi ekki verið boðið út eða hún hreinlega vikið frá þessari nefnd,“ segir Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi D-lista í Árborg. Ákveðið var að byggja leikskóla sambærilegan þeim þegar hefur verið byggður í Hveragerði og reynst vel. Samband var því haft við arkitekta og framkvæmdaaðila sem komu að því verkefni. Í samtali við fréttastofu segist bæjarfulltrúinn hafa stigið úr nefndinni um leið og gagnrýni kom fram. Hún telji ekkert athugavert við framkvæmdina. Forseti bæjarstjórnar tekur í sama streng. „Við sjáum svo sem ekkert athugavert við það og fólk verður að geta stundað sína vinnu. Þetta er ekki bein ráðning sveitarfélagsins, þannig að það er ekkert hægt að tala um það að þarna sé einhver klíka í gangi. En í ljósi þessarar umræðu, þegar hún kom upp, þá taldi viðkomandi bæjarfulltrúi að það væri óþarfi að sitja í byggingarnefnd áfram og láta það líta eitthvað illa út. Þannig að hún vék þá úr nefndinni til að taka af allan vafa um að hún væri ekki þar innanborð að hylla einhverjum ákveðnum,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar.Fór þessi framkvæmd þá ekki í eðlilegt útboðsferli?„Jú, það var í raun og veru bara kannað með nokkrum aðilum og skoðað hvað væri í boði og gerður verðsamanburður og þetta var niðurstaðan,“ segir Helgi.
Árborg Skóla - og menntamál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira