Ólafur Kristjáns: Brandur loksins farinn að skjóta á markið Árni Jóhannsson skrifar 18. ágúst 2019 21:01 Ólafur Kristjánsson stöð 2 „Hann var rosalega sætur þessi“, voru fyrstu orð þjálfara FH þegar hann var spurður út í tilfinninguna eftir sigur hans manna á Fylki í kvöld. „Hann var erfiður og Fylkisliðið á hrós skilið fyrir það hvernig þeir settu upp leikinn. Það var erfitt að brjóta þá niður og Helgi og hans teymi eru búnir að vinna mjög góða vinnu. Ég get svo sannarlega skilið svekkelsið þeirra og að sama skapi fögnuðinn hjá okkur“. „Fylkir byrjaði betur en við náðum tökum á þessu í lok fyrri og því svekkjandi að fá á sig klaufamark eins og maður kallar það þegar það er skorað á okkur úr föstu leikatriði. Við áttum að gera betur við vissum að þeir væru sterkir í föstum leikatriðum en þeir skoruðu á okkur úr föstu leikatriði í fyrri leiknum. Seiglan var svo rosaleg í FH liðinu í dag og ég hafði smá áhyggjur af því að stangarskot og færi sem fóru forgörðum myndu reynast okkur dýr en það var geggjað að sjá boltann í netinu í lok leiks“. Eftir sigurinn á móti Val þá talaði Ólafur um þrautseigjuna í hans mönnum og í dag notaði hann orðið seigla. Hann var spurður að því hvort þetta væru þeir eiginleikar sem væru mikilvægastir fyrir loka átökin í deildinni. „Það er alveg klárt. Þetta er mjög lík orð en það þarf því deildin er mjög jöfn og flest liðin kunna að verjast mjög vel og við lendum oft í því á heimavelli að lið, eins og Fylkir, eru vel skipulögð og hættuleg í skyndisóknum þannig að þú mátt ekki klúðra leiknum og lenda undir þegar þú ert að sækja mikið. Svo þarftu þessa þrautseigju sem við sýndum og helvítið hann Brandur, loksins farinn að skjóta á markið“. Ólafur hélt áfram um Brand og mörkin hans: „Fyrra skotið, það var flökt á boltanum og Stefáni Loga til varnar þá er gríðarlega erfitt að eiga við svona skot. Hann smellhitti boltann eins og við höfum séð Brand gera á æfingum og í seinna markinu þá er boltinn á vondu tempói fyrir markvörðinn sem er að reyna að sjá boltann. Brandur er samt með góðan skot fót og ég vil frekar hrósa Brand í stað þess að segja að markvörðurinn hafi átt að gera betur“. Að lokum var Ólafur spurður að því hvort hann ætlaði að fylgjast með leik Breiðabliks og Vals annað kvöld og þá hugsanlega halda með Valsmönnum en Ólafur er fyrrum þjálfari Blika. Ólafur brosti út í annað þegar hann svaraði spurningunni: „Nei ég ætla ekkert endilega að halda með þeim. Ég ætla bara að horfa á leikinn og fylgjast með KR-Víking og njóta. Þetta er frábært Íslandsmót, það er mjög jafnt þó að KR-ingar séu með góða forystu. Bestu úrslitin fyrir okkur er að vinna okkar leik svo verður maður bara að sitja og fylgjast með og gangi öllum vel“. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fylkir 2-1 │Dramatík í Kaplakrika Brandur Olsen tryggði FH-ingum sigur með marki á lokamínútu leiksins. 18. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
„Hann var rosalega sætur þessi“, voru fyrstu orð þjálfara FH þegar hann var spurður út í tilfinninguna eftir sigur hans manna á Fylki í kvöld. „Hann var erfiður og Fylkisliðið á hrós skilið fyrir það hvernig þeir settu upp leikinn. Það var erfitt að brjóta þá niður og Helgi og hans teymi eru búnir að vinna mjög góða vinnu. Ég get svo sannarlega skilið svekkelsið þeirra og að sama skapi fögnuðinn hjá okkur“. „Fylkir byrjaði betur en við náðum tökum á þessu í lok fyrri og því svekkjandi að fá á sig klaufamark eins og maður kallar það þegar það er skorað á okkur úr föstu leikatriði. Við áttum að gera betur við vissum að þeir væru sterkir í föstum leikatriðum en þeir skoruðu á okkur úr föstu leikatriði í fyrri leiknum. Seiglan var svo rosaleg í FH liðinu í dag og ég hafði smá áhyggjur af því að stangarskot og færi sem fóru forgörðum myndu reynast okkur dýr en það var geggjað að sjá boltann í netinu í lok leiks“. Eftir sigurinn á móti Val þá talaði Ólafur um þrautseigjuna í hans mönnum og í dag notaði hann orðið seigla. Hann var spurður að því hvort þetta væru þeir eiginleikar sem væru mikilvægastir fyrir loka átökin í deildinni. „Það er alveg klárt. Þetta er mjög lík orð en það þarf því deildin er mjög jöfn og flest liðin kunna að verjast mjög vel og við lendum oft í því á heimavelli að lið, eins og Fylkir, eru vel skipulögð og hættuleg í skyndisóknum þannig að þú mátt ekki klúðra leiknum og lenda undir þegar þú ert að sækja mikið. Svo þarftu þessa þrautseigju sem við sýndum og helvítið hann Brandur, loksins farinn að skjóta á markið“. Ólafur hélt áfram um Brand og mörkin hans: „Fyrra skotið, það var flökt á boltanum og Stefáni Loga til varnar þá er gríðarlega erfitt að eiga við svona skot. Hann smellhitti boltann eins og við höfum séð Brand gera á æfingum og í seinna markinu þá er boltinn á vondu tempói fyrir markvörðinn sem er að reyna að sjá boltann. Brandur er samt með góðan skot fót og ég vil frekar hrósa Brand í stað þess að segja að markvörðurinn hafi átt að gera betur“. Að lokum var Ólafur spurður að því hvort hann ætlaði að fylgjast með leik Breiðabliks og Vals annað kvöld og þá hugsanlega halda með Valsmönnum en Ólafur er fyrrum þjálfari Blika. Ólafur brosti út í annað þegar hann svaraði spurningunni: „Nei ég ætla ekkert endilega að halda með þeim. Ég ætla bara að horfa á leikinn og fylgjast með KR-Víking og njóta. Þetta er frábært Íslandsmót, það er mjög jafnt þó að KR-ingar séu með góða forystu. Bestu úrslitin fyrir okkur er að vinna okkar leik svo verður maður bara að sitja og fylgjast með og gangi öllum vel“.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fylkir 2-1 │Dramatík í Kaplakrika Brandur Olsen tryggði FH-ingum sigur með marki á lokamínútu leiksins. 18. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fylkir 2-1 │Dramatík í Kaplakrika Brandur Olsen tryggði FH-ingum sigur með marki á lokamínútu leiksins. 18. ágúst 2019 20:30