Óli Stefán: Aðalmarkmiðið að tryggja okkar sess í þessari deild Einar Kárason skrifar 18. ágúst 2019 19:15 Óli Stefán Flóventsson. vísir/bára ,,Þetta er hundfúlt,” sagði Óli Stefán Flóventsson eftir jafnteflið gegn Eyjamönnum. ,,Við erum sjálfum okkur verstir. Við fáum svo flott færi og flottar stöður til að ganga frá þessum leik en á meðan þetta er í járnum getur allt gerst. Við verðum að klára okkar. Við erum klaufar í byrjun seinni hálfleiks þegar við fáum á okkur markið. Þá er fókusinn ekki rétti stilltur og okkur refsað. Þetta er fúlt en við verðum að gjöra svo vel og virða þetta stig.” ,,Það sem ég horfi fyrst og fremst í er að það eru stór batamerki í okkar leik. Við erum búnir að spila leiki þar sem við erum að spila vel og bæta okkar leik. Það er það sem við erum að fókusa á. Að frammistaðan sé góð og við séum félaginu til sóma. Því leytinu til er ég ánægður með liðið í dag en við þurfum að klára þessa stöðu sem við erum komnir í til að fá þrjú stig. Í dag gerðum við það bara ekki og því verðskulduðum við bara eitt.” ,,Þetta var sjálfsagt rétt víti,” sagði Óli um vítaspyrnudóminn. ,,Ég svo sem sá þetta ekki alveg nógu vel. Ég er fyrst og fremst bara ósáttur með okkar innkomu inn í seinni hálfleikinn. Við lögðum áherslu á að við værum tilbúnir. Við stóðum það ekki. Það vantaði fókus á okkar leik og okkur er refsað ef við erum ekki klárir.” KA menn fengu gullið tækifæri til að taka öll stigin í dag þegar þeir fengu vítaspyrnu seint í uppbótartíma síðari hálfleiks. Hallgrímur Mar Steingrímsson fór á punktinn en Halldór Páll varði spyrnu hans. ,,Þetta mun ekki hafa nein áhrif á hann. Við verðum að athuga það að Hallgrímur Mar er búinn að vera frábær í sumar og unnið fullt af punktum fyrir okkur. Við virkum bara þannig að við stöndum saman og núna er það okkar hlutverk að klappa honum á bakið og hjálpa honum áfram. Hann verður örugglega svekktur á heimleiðinni en svo er hann bara klár á næstu æfingu og tilbúinn að gera sitt.” ,,Það er mjög auðvelt að fara þá leið (að svekkja sig) en við kjósum að taka það sem við erum að gera vel og fjölga þeim köflum. Í þessum leik í dag er ekki erfitt að laga þá hluti sem fóru úrskeiðis.” Er KA ekki alltof gott lið til að fara niður? ,,Ég segi það alltaf að við erum að keppa við 11 bestu lið Íslands og við berum virðingu fyrir öllum andstæðingum sem við förum í. Ef við ætlum einhverntímann að halda það að við séum of góðir til að halda að við getum ekki verið í einhvernskonar fallbaráttu þá fyrst erum við í vandræðum. Aðalmarkmið okkar er að tryggja okkar sess í þessari deild” sagði Óli Stefán. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV 1-1 KA │Tíu leikja taphrina Eyjamanna á enda ÍBV náði í sitt fyrsta stig síðan 2.júní þegar KA kom í heimsókn á Hásteinsvöll í Pepsi-Max deild karla í dag. 18. ágúst 2019 17:45 Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
,,Þetta er hundfúlt,” sagði Óli Stefán Flóventsson eftir jafnteflið gegn Eyjamönnum. ,,Við erum sjálfum okkur verstir. Við fáum svo flott færi og flottar stöður til að ganga frá þessum leik en á meðan þetta er í járnum getur allt gerst. Við verðum að klára okkar. Við erum klaufar í byrjun seinni hálfleiks þegar við fáum á okkur markið. Þá er fókusinn ekki rétti stilltur og okkur refsað. Þetta er fúlt en við verðum að gjöra svo vel og virða þetta stig.” ,,Það sem ég horfi fyrst og fremst í er að það eru stór batamerki í okkar leik. Við erum búnir að spila leiki þar sem við erum að spila vel og bæta okkar leik. Það er það sem við erum að fókusa á. Að frammistaðan sé góð og við séum félaginu til sóma. Því leytinu til er ég ánægður með liðið í dag en við þurfum að klára þessa stöðu sem við erum komnir í til að fá þrjú stig. Í dag gerðum við það bara ekki og því verðskulduðum við bara eitt.” ,,Þetta var sjálfsagt rétt víti,” sagði Óli um vítaspyrnudóminn. ,,Ég svo sem sá þetta ekki alveg nógu vel. Ég er fyrst og fremst bara ósáttur með okkar innkomu inn í seinni hálfleikinn. Við lögðum áherslu á að við værum tilbúnir. Við stóðum það ekki. Það vantaði fókus á okkar leik og okkur er refsað ef við erum ekki klárir.” KA menn fengu gullið tækifæri til að taka öll stigin í dag þegar þeir fengu vítaspyrnu seint í uppbótartíma síðari hálfleiks. Hallgrímur Mar Steingrímsson fór á punktinn en Halldór Páll varði spyrnu hans. ,,Þetta mun ekki hafa nein áhrif á hann. Við verðum að athuga það að Hallgrímur Mar er búinn að vera frábær í sumar og unnið fullt af punktum fyrir okkur. Við virkum bara þannig að við stöndum saman og núna er það okkar hlutverk að klappa honum á bakið og hjálpa honum áfram. Hann verður örugglega svekktur á heimleiðinni en svo er hann bara klár á næstu æfingu og tilbúinn að gera sitt.” ,,Það er mjög auðvelt að fara þá leið (að svekkja sig) en við kjósum að taka það sem við erum að gera vel og fjölga þeim köflum. Í þessum leik í dag er ekki erfitt að laga þá hluti sem fóru úrskeiðis.” Er KA ekki alltof gott lið til að fara niður? ,,Ég segi það alltaf að við erum að keppa við 11 bestu lið Íslands og við berum virðingu fyrir öllum andstæðingum sem við förum í. Ef við ætlum einhverntímann að halda það að við séum of góðir til að halda að við getum ekki verið í einhvernskonar fallbaráttu þá fyrst erum við í vandræðum. Aðalmarkmið okkar er að tryggja okkar sess í þessari deild” sagði Óli Stefán.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV 1-1 KA │Tíu leikja taphrina Eyjamanna á enda ÍBV náði í sitt fyrsta stig síðan 2.júní þegar KA kom í heimsókn á Hásteinsvöll í Pepsi-Max deild karla í dag. 18. ágúst 2019 17:45 Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
Leik lokið: ÍBV 1-1 KA │Tíu leikja taphrina Eyjamanna á enda ÍBV náði í sitt fyrsta stig síðan 2.júní þegar KA kom í heimsókn á Hásteinsvöll í Pepsi-Max deild karla í dag. 18. ágúst 2019 17:45