Óbreytt agúrka Sif Sigmarsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 08:00 Gúrkutíð. Hugtakið er notað um tímann þegar lítið er í fréttum, einkum yfir sumarmánuðina þegar allir eru í fríi, þing liggur í dvala og viðskiptalífið er lífvana. Orðið fengum við Íslendingar að láni úr dönsku en í Danmörku er talað um „agurketid“. Danir stálu hugtakinu úr þýsku en Þjóðverjar kalla þennan viðburðalitla tíma „Sauregurkenzeit“ eða tíma sýrðra gúrkna. Talið er að upphaf orðsins megi rekja til kaupmanna sem stunduðu viðskipti í Berlín á 18. öld. Síðsumars, þegar gúrkur voru lagðar í súr, stóðu frí sem hæst og ládeyða ríkti í viðskiptum. Í tilefni þess að gúrkutíð stendur nú sem hæst fylgja hér tíu áhugaverðar staðreyndir um agúrkur:Agúrka er gjarnan felld undir hugtakið grænmeti þótt hún sé ávöxtur klifurplöntu af graskersætt. Orðið agúrka er komið úr grísku en þar er orðið angourion haft um vatnsmelónur. Agúrkan er einmitt náskyld melónu.Agúrkur hafa verið ræktaðar í þrjúþúsund ár. Gúrkan á upphaf sitt í Indlandi. Talið er að agúrkan hafi breiðst um Evrópu með útþenslu Grikklands og Rómaveldis.Gúrkur voru hafðar í hávegum í Rómaveldi. Þær voru ekki aðeins álitnar herramannsmatur heldur voru þær einnig taldar bæta sjón, lækna sporðdrekabit og fæla burt mýs. Konur báru gúrkur um mittið í von um að auka líkur á að verða barnshafandi. Rómarkeisarinn Tíberíus var sjúkur í gúrkur og krafðist þess að þær væru á borðum á hverjum einasta degi, allt árið um kring. Þar sem gúrkur voru aðeins fáanlegar á sumrin brugðu garðyrkjumenn Tíberíusar á það ráð að rækta gúrkur í kössum á hjólum sem þeir keyrðu um í leit að sólarbletti.Árið 1883 var Daninn Hans J. G. Schierbeck settur landlæknir á Íslandi. Hann var ástríðufullur garðyrkjumaður og kom sér upp fjölskrúðugum matjurtagarði við hús sitt í Reykjavík. Árið 1890 lýsti hann í grein tilraunum sínum til gúrkuræktar. „Jeg fjekk 5 smáar salat-agúrkur í glugga einum. Ef jeg hefði haft ráð og rúm til að rækta þær í 5 eða 6 heitum samanhangandi gluggum, hefði jeg vafalaust komizt lengra áleiðis með ræktun þeirra.“ Voru þessar fimm til sex smáu salat-agúrkur líklega ein fyrsta tilraun til gúrkuræktar á Íslandi.Árið 1896 byggði kaupmaður á Sauðárkróki fyrsta gróðurhúsið sem reist var á Íslandi. Húsið var hitað með hrossataði. Voru ræktuð í því skrautblóm og matjurtir. Árið 1925 reis gróðurhús á Reykjum í Mosfellssveit þar sem stunduð var tómatarækt. Ræktun á gúrkum hófst um svipað leyti og eru þær nú ræktaðar hér á landi árið um kring.Agúrkan er fjórða mest ræktaða grænmeti í heiminum í dag. Kína er stærsti agúrkuframleiðandi heims en þar eru þrír fjórðu hlutar allra agúrkna ræktaðir, eða 55 milljón tonn á ári.Gúrka er 96% vatn.Hún er þó langt frá því að vera næringarsnauð. Agúrkur innihalda A-, B- og C-vítamín, kalk og járn. Gúrkur innihalda lítið af hitaeiningum, aðeins 12 hitaeiningar í 100 grömmum (til samanburðar má geta þess að í 100 grömmum af SS vínarpylsum eru 229 hitaeiningar).Gúrkur hafa verið ræktaðar úti í geimnum í Alþjóðlegu geimstöðinni.Gúrkutíð kallast á ensku „silly season“ eða árstíð kjánaskapar. Engilsaxar eiga þó sitt eigið orðasamband um agúrkur. „Cool as a cucumber“, eða svalur eins og gúrka, er notað yfir þá sem hafa stáltaugar. Orðasambandið er ekki úr lausu lofti gripið. Gúrkur geta verið allt að tíu til tuttugu gráðum kaldari að innan en að utan. Ástæðan er hátt vatnshlutfall gúrkunnar en vatn hitnar hægar en loft. Við fyrstu sýn kann óbreytt agúrkan að virðast jafnóáhugaverð og dauft bragðið af henni gefur til kynna. En því fer fjarri. Áhugaverðar staðreyndir um gúrkur eru óteljandi. Framhald í næstu gúrkutíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Sjá meira
Gúrkutíð. Hugtakið er notað um tímann þegar lítið er í fréttum, einkum yfir sumarmánuðina þegar allir eru í fríi, þing liggur í dvala og viðskiptalífið er lífvana. Orðið fengum við Íslendingar að láni úr dönsku en í Danmörku er talað um „agurketid“. Danir stálu hugtakinu úr þýsku en Þjóðverjar kalla þennan viðburðalitla tíma „Sauregurkenzeit“ eða tíma sýrðra gúrkna. Talið er að upphaf orðsins megi rekja til kaupmanna sem stunduðu viðskipti í Berlín á 18. öld. Síðsumars, þegar gúrkur voru lagðar í súr, stóðu frí sem hæst og ládeyða ríkti í viðskiptum. Í tilefni þess að gúrkutíð stendur nú sem hæst fylgja hér tíu áhugaverðar staðreyndir um agúrkur:Agúrka er gjarnan felld undir hugtakið grænmeti þótt hún sé ávöxtur klifurplöntu af graskersætt. Orðið agúrka er komið úr grísku en þar er orðið angourion haft um vatnsmelónur. Agúrkan er einmitt náskyld melónu.Agúrkur hafa verið ræktaðar í þrjúþúsund ár. Gúrkan á upphaf sitt í Indlandi. Talið er að agúrkan hafi breiðst um Evrópu með útþenslu Grikklands og Rómaveldis.Gúrkur voru hafðar í hávegum í Rómaveldi. Þær voru ekki aðeins álitnar herramannsmatur heldur voru þær einnig taldar bæta sjón, lækna sporðdrekabit og fæla burt mýs. Konur báru gúrkur um mittið í von um að auka líkur á að verða barnshafandi. Rómarkeisarinn Tíberíus var sjúkur í gúrkur og krafðist þess að þær væru á borðum á hverjum einasta degi, allt árið um kring. Þar sem gúrkur voru aðeins fáanlegar á sumrin brugðu garðyrkjumenn Tíberíusar á það ráð að rækta gúrkur í kössum á hjólum sem þeir keyrðu um í leit að sólarbletti.Árið 1883 var Daninn Hans J. G. Schierbeck settur landlæknir á Íslandi. Hann var ástríðufullur garðyrkjumaður og kom sér upp fjölskrúðugum matjurtagarði við hús sitt í Reykjavík. Árið 1890 lýsti hann í grein tilraunum sínum til gúrkuræktar. „Jeg fjekk 5 smáar salat-agúrkur í glugga einum. Ef jeg hefði haft ráð og rúm til að rækta þær í 5 eða 6 heitum samanhangandi gluggum, hefði jeg vafalaust komizt lengra áleiðis með ræktun þeirra.“ Voru þessar fimm til sex smáu salat-agúrkur líklega ein fyrsta tilraun til gúrkuræktar á Íslandi.Árið 1896 byggði kaupmaður á Sauðárkróki fyrsta gróðurhúsið sem reist var á Íslandi. Húsið var hitað með hrossataði. Voru ræktuð í því skrautblóm og matjurtir. Árið 1925 reis gróðurhús á Reykjum í Mosfellssveit þar sem stunduð var tómatarækt. Ræktun á gúrkum hófst um svipað leyti og eru þær nú ræktaðar hér á landi árið um kring.Agúrkan er fjórða mest ræktaða grænmeti í heiminum í dag. Kína er stærsti agúrkuframleiðandi heims en þar eru þrír fjórðu hlutar allra agúrkna ræktaðir, eða 55 milljón tonn á ári.Gúrka er 96% vatn.Hún er þó langt frá því að vera næringarsnauð. Agúrkur innihalda A-, B- og C-vítamín, kalk og járn. Gúrkur innihalda lítið af hitaeiningum, aðeins 12 hitaeiningar í 100 grömmum (til samanburðar má geta þess að í 100 grömmum af SS vínarpylsum eru 229 hitaeiningar).Gúrkur hafa verið ræktaðar úti í geimnum í Alþjóðlegu geimstöðinni.Gúrkutíð kallast á ensku „silly season“ eða árstíð kjánaskapar. Engilsaxar eiga þó sitt eigið orðasamband um agúrkur. „Cool as a cucumber“, eða svalur eins og gúrka, er notað yfir þá sem hafa stáltaugar. Orðasambandið er ekki úr lausu lofti gripið. Gúrkur geta verið allt að tíu til tuttugu gráðum kaldari að innan en að utan. Ástæðan er hátt vatnshlutfall gúrkunnar en vatn hitnar hægar en loft. Við fyrstu sýn kann óbreytt agúrkan að virðast jafnóáhugaverð og dauft bragðið af henni gefur til kynna. En því fer fjarri. Áhugaverðar staðreyndir um gúrkur eru óteljandi. Framhald í næstu gúrkutíð.
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar