Þjóðleikhúsráð afgreiðir þjóðleikhússtjóraumsóknirnar frá sér í næsta mánuði Jakob Bjarnar skrifar 16. ágúst 2019 12:53 Magnús Geir, Kristín og Ari eru meðal þeirra sem kljást um stöðu þjóðleikhússtjóra en ekkert þeirra siglir lygnan sjó. „Þjóðleikhúsráð hyggst vanda til umsóknar sinnar einsog kostur er og jafnframt fá sérfræðinga í lið með sér. Það er búið að fara yfir hinar skriflegu umsóknir og næst liggur fyrir að eiga viðtöl við umsækjendur. Við stefnum að því að ljúka okkar umsögn í september,“ segir Halldór Guðmundsson formaður ráðsins. Eins og Vísir greindi frá fyrr í sumar vilja sjö verða þjóðleikhússtjórar. Sérfræðingarnir sem Halldór vísar til eru ráðningarfyrirtækið Capacent og mun það aðstoða við upphaf ferils en þjóðleikhúsráð mun þá ljúka vinnunni sjálft. Þegar álit ráðsins liggur fyrir mun Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra taka afstöðu til málsins og skipa þjóðleikhússtjóra í kjölfar þess, hvort sem það verður sitjandi stjóri eða einhver annar.Halldór Guðmundsson er formaður þjóðleikhúsráðs sem hefur leita fulltingis Capacent við afgreiðslu umsókna um starf þjóðleikhússtjóra.Fbl/Anton BrinkStarfið var auglýst laust til umsóknar 10. maí síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út í upphafi þessa mánaðar. Sjö umsóknir bárust, fjórar konur og þrír karlar: Ari Matthíasson, þjóðleikhússtjóri Brynhildur Guðjónsdóttir, leikari og leikstjóri Guðbjörg Gústafsdóttir Kolbrún K. Halldórsdóttir, leikstjóri Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri Stefán Sturla Sigurjónsson, verkefnastjóri, leikari og rithöfundur.Spenna um ráðninguna Skipað verður í embætti þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020. Vísir hefur fjallað nokkuð um vendingar í leikhúsinu og baráttu þar bak við tjöldin en veruleg spenna ríkir um þessa stöðuveitingu sem kann hugsanlega að hafa einhverjar hrókeringar í för með sér sem ýmsir eru áhugasamir um. Til að mynda kann að fara svo að starf útvarpsstjóra losni nú eða starf leikhússtjóra Borgarleikhússins. Hvorugt þeirra Magnúsar Geirs né Kristínar, sem bæði hljóta að teljast sterkir umsækjendur, sigla lygnan sjó en væntanleg er niðurstaða stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu og í næsta mánuði mun Einar Þór Sverrisson lögmaður flytja mál leikarans Atla Rafns Sigurðssonar á hendur Kristínu Eysteinsdóttur og Borgarleikhúsinu vegna uppsagnar sem vakti mikla athygli á sínum tíma og tengist MeToo-byltingunni. Þá hefur Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri staðið í ströngu í málum sem tengjast deilum hans og Birnu Hafstein, formanns Félags íslenskra leikara. Þjóðleikhúsráðið sem nú situr er nýtt og var skipað eftir að hið eldra sagði allt af sér vegna deilna innan leiklistargeirans. Leikhús Stjórnsýsla Tengdar fréttir Atli Rafn krefst 13 milljóna frá Borgarleikhúsinu Atli Rafn stefnir Kristínu Eysteinsdóttur og LR vegna uppsagnar í desember í fyrra. 14. janúar 2019 11:45 Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Ríkisendurskoðandi ákveður að gera stjórnsýsluúttekt á RÚV Úttekt mun taka til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs Ríkisútvarpsins. Úttektin er að frumkvæði Ríkisendurskoðunar og sú fyrsta sem gerð er á RÚV í 24 ár. 15. janúar 2019 08:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
„Þjóðleikhúsráð hyggst vanda til umsóknar sinnar einsog kostur er og jafnframt fá sérfræðinga í lið með sér. Það er búið að fara yfir hinar skriflegu umsóknir og næst liggur fyrir að eiga viðtöl við umsækjendur. Við stefnum að því að ljúka okkar umsögn í september,“ segir Halldór Guðmundsson formaður ráðsins. Eins og Vísir greindi frá fyrr í sumar vilja sjö verða þjóðleikhússtjórar. Sérfræðingarnir sem Halldór vísar til eru ráðningarfyrirtækið Capacent og mun það aðstoða við upphaf ferils en þjóðleikhúsráð mun þá ljúka vinnunni sjálft. Þegar álit ráðsins liggur fyrir mun Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra taka afstöðu til málsins og skipa þjóðleikhússtjóra í kjölfar þess, hvort sem það verður sitjandi stjóri eða einhver annar.Halldór Guðmundsson er formaður þjóðleikhúsráðs sem hefur leita fulltingis Capacent við afgreiðslu umsókna um starf þjóðleikhússtjóra.Fbl/Anton BrinkStarfið var auglýst laust til umsóknar 10. maí síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út í upphafi þessa mánaðar. Sjö umsóknir bárust, fjórar konur og þrír karlar: Ari Matthíasson, þjóðleikhússtjóri Brynhildur Guðjónsdóttir, leikari og leikstjóri Guðbjörg Gústafsdóttir Kolbrún K. Halldórsdóttir, leikstjóri Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri Stefán Sturla Sigurjónsson, verkefnastjóri, leikari og rithöfundur.Spenna um ráðninguna Skipað verður í embætti þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020. Vísir hefur fjallað nokkuð um vendingar í leikhúsinu og baráttu þar bak við tjöldin en veruleg spenna ríkir um þessa stöðuveitingu sem kann hugsanlega að hafa einhverjar hrókeringar í för með sér sem ýmsir eru áhugasamir um. Til að mynda kann að fara svo að starf útvarpsstjóra losni nú eða starf leikhússtjóra Borgarleikhússins. Hvorugt þeirra Magnúsar Geirs né Kristínar, sem bæði hljóta að teljast sterkir umsækjendur, sigla lygnan sjó en væntanleg er niðurstaða stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu og í næsta mánuði mun Einar Þór Sverrisson lögmaður flytja mál leikarans Atla Rafns Sigurðssonar á hendur Kristínu Eysteinsdóttur og Borgarleikhúsinu vegna uppsagnar sem vakti mikla athygli á sínum tíma og tengist MeToo-byltingunni. Þá hefur Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri staðið í ströngu í málum sem tengjast deilum hans og Birnu Hafstein, formanns Félags íslenskra leikara. Þjóðleikhúsráðið sem nú situr er nýtt og var skipað eftir að hið eldra sagði allt af sér vegna deilna innan leiklistargeirans.
Leikhús Stjórnsýsla Tengdar fréttir Atli Rafn krefst 13 milljóna frá Borgarleikhúsinu Atli Rafn stefnir Kristínu Eysteinsdóttur og LR vegna uppsagnar í desember í fyrra. 14. janúar 2019 11:45 Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Ríkisendurskoðandi ákveður að gera stjórnsýsluúttekt á RÚV Úttekt mun taka til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs Ríkisútvarpsins. Úttektin er að frumkvæði Ríkisendurskoðunar og sú fyrsta sem gerð er á RÚV í 24 ár. 15. janúar 2019 08:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Atli Rafn krefst 13 milljóna frá Borgarleikhúsinu Atli Rafn stefnir Kristínu Eysteinsdóttur og LR vegna uppsagnar í desember í fyrra. 14. janúar 2019 11:45
Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00
Ríkisendurskoðandi ákveður að gera stjórnsýsluúttekt á RÚV Úttekt mun taka til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs Ríkisútvarpsins. Úttektin er að frumkvæði Ríkisendurskoðunar og sú fyrsta sem gerð er á RÚV í 24 ár. 15. janúar 2019 08:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent