Umfjöllun og viðtöl: HK/Víkingur - Fylkir 0-2 │Fimmti sigur Fylkiskvenna í röð | Sjáðu mörkin Gabríel Sighvatsson skrifar 16. ágúst 2019 21:45 Úr fyrri leik liðanna. vísir/bára HK/Víkingur tók á móti Fylki í 14. umferð Pepsí Max deild kvenna á sólríku kvöldi í Víkinni. Það voru frábærar aðstæður fyrir góðan leik en leikurinn stóð ekki undir væntingum. Lítið var um fín drætti í leiknum og færin létu á sér standa. HK/Víkingur fékk besta færi fyrri hálfleiks þegar Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir setti boltann í stöngina. Marija Radojicic kom Fylki yfir í leiknum eins og hún hefur svo oft gert áður eftir frábæra sendingu frá Margréti Björg Ástvaldsdóttur. Margrét Björg var síðan aftur á ferðinni með annarri stoðsendingu en þá skoraði Bryndís Arna Nielsdóttir annað mark Fylkis. Fleiri mörk voru ekki skoruð en HK/Víkingur átti eftir að eiga annað skot í tréverkið. Á öðrum degi hefðu þessi færi dugað fyrir tveimur mörkum og jafnvel stigum.Af hverju vann Fylkir?Fylkiskonur nýttu færin sem þær fengu mjög vel. HK/Víkings vörnin var hátt uppi á vellinum og í bæði skiptin sem Fylkir skoraði var það þegar leikmaður komst inn fyrir vörnina. Heimakonur sýndu mikla baráttu og voru yfir í henni og hefðu kannski átt meira skilið úr leiknum en raunin varð.Hvað gekk illa?Það var eins og HK/Víkingur væri ekki alltaf að sækja á fullum krafti en þær voru á tíðum mjög fámennar frammi og eins og einum leikmanni væri ætlað að framkalla einhverja töfra. Þeir voru óheppnar í sínum færum því ólíkt Fylki sem skoraði úr sínum færum þá hitti HK/Víkingur stöng og slá í sínu tilfelli.Hverjar stóðu upp úr?Eftir svona tíðindalítinn leik er erfitt að finna einhverja leikmenn sem áttu góðan dag. Margrét Björg Ástvaldsdóttir var eflaust best, hún átti tvær mjög góðar stoðsendingar og skila góðri vinnu í vörninni líka. Aðrir leikmenn gerðu bara það sem þurfti, t.d. Marija kláraði færið sem hún fékk og Cecelía varði það sem hún þurfti að verja.Hvað gerist næst?Fylkir á næst erfiðan leik gegn Breiðablik og gæti sigurgangan tekið enda þá. HK/Víkingur þarf að kyngja enn einu tapinu en eiga dauðafæri á að ná í 3 stig í næsta leik gegn ÍBV sem er ekki að standast væntingar. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.Kjartan: Fannst við betri aðilinn„Ég er virkilega sáttur og ánægður með spilamennskuna og kraftinn í stelpunum.“ var það fyrsta sem Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, hafði að segja eftir 2-0 sigur á HK/Víkingi í dag. „Þetta var erfiður leikur og ég vissi það alveg. Þó þær séu neðstar þá er þetta þannig lið að þær geta unnið flest lið. Við bjuggumst við þeim svona og vorum búnar að leggja leikinn upp, það var í raun ekkert nýtt í honum. Þær stóðu sig vel og eiginlega hálf óskiljanlegt að þær séu bara með 7 stig.“ „Við vorum búnar að ætla að spila svona leik og vera svolítið tilbaka og leyfa þeim að vera með boltann. Við reyndum að halda boltanum þegar við vorum með hann og það gekk vel, við færðum hann ágætlega.“ Kjartani fannst lið hans verðskulda sigurinn en stelpurnar hans nýttu færin vel á meðan HK/Víkingur átti tvö skot í tréverkið. „Mér fannst við betri aðilinn en þær voru líka mjög beittar. Þær sóttu kannski á svolítið fáum leikmönnum þær hefðu getað náð einhverju meira út úr leiknum. Við vorum líka smá klaufar og hleyptum þeim inn í uppspilinu okkar. Við viljum getað spilað út frá marki og þurfum að gjöra svo vel og gera það. Við vorum heppnar að fá ekki á okkur mark í fyrri hálfleik.“ Þetta er 5. sigur Fylkis í röð og þær hafa flogið upp töfluna síðustu vikur, eru núna upp við Selfoss í 4. sæti með 22 stig. Er stefnan sett á að ná í topp 4 eða 3? „Við verðum að horfa fram á veginn, við erum búin að seta okkur markmið og það er þar einhvers staðar þarna, 3. eða 4. sæti það er ekki spurning.“Rakel: Fannst við betra liðiðRakel Logadóttir, þjálfari HK/Víkings, var ósammála Kjartani um hvort liðið hafi verið betra í dag. „Þetta var mjög mikið svekkelsi. Mér fannst við vera betra fótboltaliðið á vellinum þó að við höfum ekki unnið. Í mörkum talið, þá fannst mér við vera að gera góða hluti. Við ætluðum okkur 3 stig í dag þannig að ég er mjög svekkt.“ Það vantaði aðeins upp á færanýtinguna hjá liðinu í dag. Á öðrum degi hefðu skotin kannski farið inn og svo náði Fylkir að opna vörnina í mörkum sínum. „Við hefðum kannski getað nýtt sum færi betur, tvö stangarskot. Við vorum klaufar inni í teig og náum ekki skoti á markið. Við hefðum bara getað nýtt þetta betur.“ „Varnir missa leikmenn aftur fyrir sig, það er bara þannig. Mér fannst aftasta línan betri hjá okkur í dag, ég gerði smá breytingar og þær skiluðu sér. Það var meiri hraði á miðjunni sem var fínt og ég var sátt við þær.“ Heimakonur sýndu frábæra baráttu og Rakel var ótrúlega ánægð með það. „Ég var mest sátt við baráttuna og hjartað sem var í liðinu. Þær lögðu allt í þetta og ég er mjög stolt af þeim.“ Liði á 4 leika eftir og þarf stig úr flestum þeirra til að halda sér uppi. Það er algjör úrslitaleikur á Hásteinsvelli framundan þar sem ÍBV bíður en Eyjakonur eru einnig að berjast við falldrauginn. „Þetta var gríðarlega mikilvægur leikur en það eru 4 leikir eftir. Við erum ekkert hættar, við höldum bara alltaf áfram og það er alltaf markmiðið að vinna.“ „Það verður hörkuleikur í Eyjum, ég elska að fara til Eyja.“ Pepsi Max-deild kvenna
HK/Víkingur tók á móti Fylki í 14. umferð Pepsí Max deild kvenna á sólríku kvöldi í Víkinni. Það voru frábærar aðstæður fyrir góðan leik en leikurinn stóð ekki undir væntingum. Lítið var um fín drætti í leiknum og færin létu á sér standa. HK/Víkingur fékk besta færi fyrri hálfleiks þegar Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir setti boltann í stöngina. Marija Radojicic kom Fylki yfir í leiknum eins og hún hefur svo oft gert áður eftir frábæra sendingu frá Margréti Björg Ástvaldsdóttur. Margrét Björg var síðan aftur á ferðinni með annarri stoðsendingu en þá skoraði Bryndís Arna Nielsdóttir annað mark Fylkis. Fleiri mörk voru ekki skoruð en HK/Víkingur átti eftir að eiga annað skot í tréverkið. Á öðrum degi hefðu þessi færi dugað fyrir tveimur mörkum og jafnvel stigum.Af hverju vann Fylkir?Fylkiskonur nýttu færin sem þær fengu mjög vel. HK/Víkings vörnin var hátt uppi á vellinum og í bæði skiptin sem Fylkir skoraði var það þegar leikmaður komst inn fyrir vörnina. Heimakonur sýndu mikla baráttu og voru yfir í henni og hefðu kannski átt meira skilið úr leiknum en raunin varð.Hvað gekk illa?Það var eins og HK/Víkingur væri ekki alltaf að sækja á fullum krafti en þær voru á tíðum mjög fámennar frammi og eins og einum leikmanni væri ætlað að framkalla einhverja töfra. Þeir voru óheppnar í sínum færum því ólíkt Fylki sem skoraði úr sínum færum þá hitti HK/Víkingur stöng og slá í sínu tilfelli.Hverjar stóðu upp úr?Eftir svona tíðindalítinn leik er erfitt að finna einhverja leikmenn sem áttu góðan dag. Margrét Björg Ástvaldsdóttir var eflaust best, hún átti tvær mjög góðar stoðsendingar og skila góðri vinnu í vörninni líka. Aðrir leikmenn gerðu bara það sem þurfti, t.d. Marija kláraði færið sem hún fékk og Cecelía varði það sem hún þurfti að verja.Hvað gerist næst?Fylkir á næst erfiðan leik gegn Breiðablik og gæti sigurgangan tekið enda þá. HK/Víkingur þarf að kyngja enn einu tapinu en eiga dauðafæri á að ná í 3 stig í næsta leik gegn ÍBV sem er ekki að standast væntingar. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.Kjartan: Fannst við betri aðilinn„Ég er virkilega sáttur og ánægður með spilamennskuna og kraftinn í stelpunum.“ var það fyrsta sem Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, hafði að segja eftir 2-0 sigur á HK/Víkingi í dag. „Þetta var erfiður leikur og ég vissi það alveg. Þó þær séu neðstar þá er þetta þannig lið að þær geta unnið flest lið. Við bjuggumst við þeim svona og vorum búnar að leggja leikinn upp, það var í raun ekkert nýtt í honum. Þær stóðu sig vel og eiginlega hálf óskiljanlegt að þær séu bara með 7 stig.“ „Við vorum búnar að ætla að spila svona leik og vera svolítið tilbaka og leyfa þeim að vera með boltann. Við reyndum að halda boltanum þegar við vorum með hann og það gekk vel, við færðum hann ágætlega.“ Kjartani fannst lið hans verðskulda sigurinn en stelpurnar hans nýttu færin vel á meðan HK/Víkingur átti tvö skot í tréverkið. „Mér fannst við betri aðilinn en þær voru líka mjög beittar. Þær sóttu kannski á svolítið fáum leikmönnum þær hefðu getað náð einhverju meira út úr leiknum. Við vorum líka smá klaufar og hleyptum þeim inn í uppspilinu okkar. Við viljum getað spilað út frá marki og þurfum að gjöra svo vel og gera það. Við vorum heppnar að fá ekki á okkur mark í fyrri hálfleik.“ Þetta er 5. sigur Fylkis í röð og þær hafa flogið upp töfluna síðustu vikur, eru núna upp við Selfoss í 4. sæti með 22 stig. Er stefnan sett á að ná í topp 4 eða 3? „Við verðum að horfa fram á veginn, við erum búin að seta okkur markmið og það er þar einhvers staðar þarna, 3. eða 4. sæti það er ekki spurning.“Rakel: Fannst við betra liðiðRakel Logadóttir, þjálfari HK/Víkings, var ósammála Kjartani um hvort liðið hafi verið betra í dag. „Þetta var mjög mikið svekkelsi. Mér fannst við vera betra fótboltaliðið á vellinum þó að við höfum ekki unnið. Í mörkum talið, þá fannst mér við vera að gera góða hluti. Við ætluðum okkur 3 stig í dag þannig að ég er mjög svekkt.“ Það vantaði aðeins upp á færanýtinguna hjá liðinu í dag. Á öðrum degi hefðu skotin kannski farið inn og svo náði Fylkir að opna vörnina í mörkum sínum. „Við hefðum kannski getað nýtt sum færi betur, tvö stangarskot. Við vorum klaufar inni í teig og náum ekki skoti á markið. Við hefðum bara getað nýtt þetta betur.“ „Varnir missa leikmenn aftur fyrir sig, það er bara þannig. Mér fannst aftasta línan betri hjá okkur í dag, ég gerði smá breytingar og þær skiluðu sér. Það var meiri hraði á miðjunni sem var fínt og ég var sátt við þær.“ Heimakonur sýndu frábæra baráttu og Rakel var ótrúlega ánægð með það. „Ég var mest sátt við baráttuna og hjartað sem var í liðinu. Þær lögðu allt í þetta og ég er mjög stolt af þeim.“ Liði á 4 leika eftir og þarf stig úr flestum þeirra til að halda sér uppi. Það er algjör úrslitaleikur á Hásteinsvelli framundan þar sem ÍBV bíður en Eyjakonur eru einnig að berjast við falldrauginn. „Þetta var gríðarlega mikilvægur leikur en það eru 4 leikir eftir. Við erum ekkert hættar, við höldum bara alltaf áfram og það er alltaf markmiðið að vinna.“ „Það verður hörkuleikur í Eyjum, ég elska að fara til Eyja.“
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti