KR mætir Selfossi í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli og getur þá lyft bikarnum í fyrsta skipti í ellefu ár. Í tilefni þess ákváðu KR-ingar að gefa út lag í samstarfi við Steinunni Jónsdóttur og Röggu Hólm úr Reykjavíkurdætrum.
„Frá því að íslenska landsliðið í handbolta söng Við gerum okkar besta þá hefur ekkert íslenskt félagslið stigið jafn afgerandi inn í upptökustudíó og núna,“ segir í tilkynningu frá KR-ingum.
„Lagið er baráttulag og þótt það fjalli um KR þá er einnig hægt að sjá víðari merkingu í því fyrir kvennaboltann almennt hér á landi. Þetta er því liður að auka þá athygli sem íslenski kvennaboltinn er að fá á Íslandi og beina kastljósinu að þeim miklu gæðum sem eru þar til staðar.“
Úrslitaleikurinn er á morgun, laugardag, á Laugardalsvelli. Hefst leikurinn klukkan 17:00 og er hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.