Upplifunin óhugnanleg en flugþjónarnir sýndu mikla fagmennsku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2019 13:45 Maðurinn færður inn í lögreglubíl í Stavangri í morgun. Vísir Júlíana Kristín Jóhannsdóttir telur að flestir farþegarnir hafi verið sofandi í flugi Wizz Air frá Búdapest til Íslands í morgun þegar íslenskur karlmaður á sjötugsaldri gerði til raun til að komast inn í flugstjórnarklefann. Maðurinn ber við minnisleysi en hann hafi verið undir áhrifum lyfseðilsskylda lyfja. Hann hafi enga mótspyrnu veitt þegar hann var stöðvaður. „Við vissum voðalega lítið hvað væri að gerast fyrr en við fréttum að vélin væri að fara að lenda í Stavangri,“ segir Júlíana Kristín. Lagt var af stað frá Búdapest klukkan sjö í morgun en ákveðið að millilenda í Noregi vegna uppákomunnar. „Þá vissum við ekkert hvað var í gangi. Þá taka bara lögregla og slökkvilið á móti okkur. Þetta var óhugnanlegt,“ segir Júlíana Kristín.Flugstöðin í Stavangri í Noregi.WikiCommonsFljótlega hafi kvisast út að þetta væri vegna hegðunar Íslendingsins sem mun vera á sjötugsaldri. „Starfsfólkið tæklaði þetta vel. Það voru allir mjög rólegir,“ segir Júlíana Kristín. Júlíana, sem er pönkbassaleikari í hljómsveitinni Dauðyflunum, var komin til landsins þegar blaðamaður náði af henni tali. Biðin í Stavangri hefði líklegast verið um fjörutíu mínútur. „Það þurfti að leita að tösku mannsins í farþegaríminu. Allir þurftu að taka sinn handfarangur út til að bera kennsl á tösku mannsins. Hún fannst.“ Maðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsisdóm. Hann verður yfirheyrður í dag en óvíst er hvenær honum verður sleppt úr varðhaldi. Fréttir af flugi Noregur Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Júlíana Kristín Jóhannsdóttir telur að flestir farþegarnir hafi verið sofandi í flugi Wizz Air frá Búdapest til Íslands í morgun þegar íslenskur karlmaður á sjötugsaldri gerði til raun til að komast inn í flugstjórnarklefann. Maðurinn ber við minnisleysi en hann hafi verið undir áhrifum lyfseðilsskylda lyfja. Hann hafi enga mótspyrnu veitt þegar hann var stöðvaður. „Við vissum voðalega lítið hvað væri að gerast fyrr en við fréttum að vélin væri að fara að lenda í Stavangri,“ segir Júlíana Kristín. Lagt var af stað frá Búdapest klukkan sjö í morgun en ákveðið að millilenda í Noregi vegna uppákomunnar. „Þá vissum við ekkert hvað var í gangi. Þá taka bara lögregla og slökkvilið á móti okkur. Þetta var óhugnanlegt,“ segir Júlíana Kristín.Flugstöðin í Stavangri í Noregi.WikiCommonsFljótlega hafi kvisast út að þetta væri vegna hegðunar Íslendingsins sem mun vera á sjötugsaldri. „Starfsfólkið tæklaði þetta vel. Það voru allir mjög rólegir,“ segir Júlíana Kristín. Júlíana, sem er pönkbassaleikari í hljómsveitinni Dauðyflunum, var komin til landsins þegar blaðamaður náði af henni tali. Biðin í Stavangri hefði líklegast verið um fjörutíu mínútur. „Það þurfti að leita að tösku mannsins í farþegaríminu. Allir þurftu að taka sinn handfarangur út til að bera kennsl á tösku mannsins. Hún fannst.“ Maðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsisdóm. Hann verður yfirheyrður í dag en óvíst er hvenær honum verður sleppt úr varðhaldi.
Fréttir af flugi Noregur Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira