Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. ágúst 2019 11:03 Hér má sjá flugleið vélarinnar í morgun. FLIGHTRADAR24.COM Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. Það sé upplifun lögreglunnar að mál mannsins hafi ekki verið alvarlegt, hann hafi vissulega reynt að komast inn í flugstjórnarklefann en var stöðvaður án nokkurra vandkvæða. Haft var eftir talsmanni lögreglunnar á flugvellinum í Stafangri á vef TV2 að borist hafi tilkynning um tilraun til flugráns í vél Wizz Air, sem var á leið frá Búdapest í Ungverjalandi til Keflavíkur. Því var ákveðið að nauðlenda vélinni í Noregi þar sem lögreglumenn gengu um borð og handtóku meintan flugræningja, sem sagður er vera Íslendingur á sjötugsaldri. Maðurinn ber við minnisleysi, segist hafa verið að neyta lyfseðilsskyldra lyfja. Hann veitti enga mótspyrnu. Talskona lögreglunnar í Suðvestur-Noregi segir hins vegar að tilvikið sé ekki flokkað sem flugrán. Tilkynnt hafi verið um drukkinn mann sem lét ófriðlega um borð í vélinni - en um leið tekið fram að maðurinn hefði verið snögglega yfirbugaður og færður til sætis síns.Sjá einnig: Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Maðurinn var handtekinn sem fyrr segir og bíður nú ákæru. Í frétt á vef Stavanger Aftenblad segir að framganga hans hafi líklega verið brotleg við 14-11 gr. þarlendra loftferðalaga. Maðurinn gæti því átt yfir höfði sér 6 mánaða fangelsi og sektargreiðslu. Maðurinn er ekki talinn hafa stefnt farþegum eða áhöfn vélarinnar í hættu með hegðun sinni. Töluverður viðbúnaður var þó á Sola-vellinum þar sem vélin lenti og voru lögreglu- og slökkviliðsmenn kallaðir til. Framkvæmdastjóri flugvallarins segir að ákveðið hafi verið að hefja rýmingu vallarins eftir að tilkynningin barst. Fljótlega hafi þó komið í ljós að málið væri minniháttar og því ekki talin þörf á að rýma flugstöðvarbygginguna. Nauðlending vélar Wizz Air hafi að sama skapi ekki haft nein teljandi áhrif á aðrar flugferðir um völlinn. Farþegum var gert að yfirgefa vélina á meðan lögreglan athafnaði sig en fengu fljótt að stíga um borð aftur. Vélin flug svo frá Sola skömmu fyrir klukkan 11 að staðartíma og er væntanleg til Íslands í hádeginu. Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. Það sé upplifun lögreglunnar að mál mannsins hafi ekki verið alvarlegt, hann hafi vissulega reynt að komast inn í flugstjórnarklefann en var stöðvaður án nokkurra vandkvæða. Haft var eftir talsmanni lögreglunnar á flugvellinum í Stafangri á vef TV2 að borist hafi tilkynning um tilraun til flugráns í vél Wizz Air, sem var á leið frá Búdapest í Ungverjalandi til Keflavíkur. Því var ákveðið að nauðlenda vélinni í Noregi þar sem lögreglumenn gengu um borð og handtóku meintan flugræningja, sem sagður er vera Íslendingur á sjötugsaldri. Maðurinn ber við minnisleysi, segist hafa verið að neyta lyfseðilsskyldra lyfja. Hann veitti enga mótspyrnu. Talskona lögreglunnar í Suðvestur-Noregi segir hins vegar að tilvikið sé ekki flokkað sem flugrán. Tilkynnt hafi verið um drukkinn mann sem lét ófriðlega um borð í vélinni - en um leið tekið fram að maðurinn hefði verið snögglega yfirbugaður og færður til sætis síns.Sjá einnig: Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Maðurinn var handtekinn sem fyrr segir og bíður nú ákæru. Í frétt á vef Stavanger Aftenblad segir að framganga hans hafi líklega verið brotleg við 14-11 gr. þarlendra loftferðalaga. Maðurinn gæti því átt yfir höfði sér 6 mánaða fangelsi og sektargreiðslu. Maðurinn er ekki talinn hafa stefnt farþegum eða áhöfn vélarinnar í hættu með hegðun sinni. Töluverður viðbúnaður var þó á Sola-vellinum þar sem vélin lenti og voru lögreglu- og slökkviliðsmenn kallaðir til. Framkvæmdastjóri flugvallarins segir að ákveðið hafi verið að hefja rýmingu vallarins eftir að tilkynningin barst. Fljótlega hafi þó komið í ljós að málið væri minniháttar og því ekki talin þörf á að rýma flugstöðvarbygginguna. Nauðlending vélar Wizz Air hafi að sama skapi ekki haft nein teljandi áhrif á aðrar flugferðir um völlinn. Farþegum var gert að yfirgefa vélina á meðan lögreglan athafnaði sig en fengu fljótt að stíga um borð aftur. Vélin flug svo frá Sola skömmu fyrir klukkan 11 að staðartíma og er væntanleg til Íslands í hádeginu.
Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49