Arnar gegn Ágústi í Víkinni í kvöld: „Þegar þú ert kominn svona langt áttu ekki að setjast í neinar skotgrafir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 15. ágúst 2019 10:00 Víkingur og Breiðablik mætast í síðari undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla í Víkinni í kvöld en sigurvegarinn mætir FH í úrslitaleiknum um miðjan september. Þjálfarar liðanna sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í gær en það er ansi langt síðan Víkingur komst í bikarúrslitin. „Þetta verður hörkuleikur og mikil barátta. Það er mikið í húfi,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, í samtali við Guðjón Guðmundsson. Víkingur hefur ekki kominst í úrslitaleik bikarkeppninnar síðan 1971 og því er leikurinn fyrir þær sakir enn meira spennandi í kövld. „Þetta er okkar stærsti leikur í Víkinni í háa herrans tíð. Það er langt síðan að síðasti úrslitaleikur var og við erum mjög vel stemmdir.“ „Við gerum okkur grein fyrir því að Blikarnir eru á góðu róli og eru búnir að ná í fín úrslit upp á síðkastið. Við erum líka búnir að gera það og okkur hlakkar til að takast á við sterkt lið Blika.“ Víkingur vann Breiðablik í Pepsi Max-deildinni á dögunum en Arnar var hundfúll með sitt lið eftir leikinn. Hann vonast eftir betri spilamennsku í kvöld. „Blikarnir voru heilt yfir sterkari en okkur til hrós þá vorum við með einstaklingsgæði sem kláruðu þennan leik. Við sýndum karakter en við ætlum að gera betur spilalega séð á morgun.“ „Við ætlum að mæta þeim af krafti og spila á háu tempói. Þetta verður stórskemmtilegur leikur. Ég lofa því. Það verður mikið af mörkum og mikil dramatík.“ Arnar býst við miklu fjöri í Víkinni í kvöld og segist ekki ætla að spila einhvern dúndrandi varnarleik í kvöld. „Þetta verður ekta bikarleikur og ég er þeirra skoðunar að þegar þú ert kominn svona langt áttu ekkert að fara í einhverjar skotgrafir. Þú átt að gefa bara í sýna viljann í verki til þess að komast í úrslitaleikinn. Það er gríðarlega mikið í húfi fyrir klúbbinn að stíga þetta stóra skref.“ Breiðablik er sigurstranglegra liðið ef marka má stöðu liða í deildinni en Ágúst Gylfason, þjálfari Blika, segir að það verði ekkert gefið eftir í kvöld. „Ég reikna með að þetta verði hörkuleikur og við töpuðum fyrir þeim hérna um daginn í hörkuleik. Það voru fimm mörk skoruð en við ætlum okkur að fara alla leið,“ sagði Ágúst. „Við fengum smjörþef af þessu að spila úrslitaleik í fyrra en töpuðum því miður. Við töpum í vítaspyrnukeppni en við erum með blod på tanden (innsk. blm. blóð á tönnunum) og ætlum okkur að fara alla leið þetta árið.“ Innslagið má sjá hér að ofan. Mjólkurbikarinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Víkingur og Breiðablik mætast í síðari undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla í Víkinni í kvöld en sigurvegarinn mætir FH í úrslitaleiknum um miðjan september. Þjálfarar liðanna sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í gær en það er ansi langt síðan Víkingur komst í bikarúrslitin. „Þetta verður hörkuleikur og mikil barátta. Það er mikið í húfi,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, í samtali við Guðjón Guðmundsson. Víkingur hefur ekki kominst í úrslitaleik bikarkeppninnar síðan 1971 og því er leikurinn fyrir þær sakir enn meira spennandi í kövld. „Þetta er okkar stærsti leikur í Víkinni í háa herrans tíð. Það er langt síðan að síðasti úrslitaleikur var og við erum mjög vel stemmdir.“ „Við gerum okkur grein fyrir því að Blikarnir eru á góðu róli og eru búnir að ná í fín úrslit upp á síðkastið. Við erum líka búnir að gera það og okkur hlakkar til að takast á við sterkt lið Blika.“ Víkingur vann Breiðablik í Pepsi Max-deildinni á dögunum en Arnar var hundfúll með sitt lið eftir leikinn. Hann vonast eftir betri spilamennsku í kvöld. „Blikarnir voru heilt yfir sterkari en okkur til hrós þá vorum við með einstaklingsgæði sem kláruðu þennan leik. Við sýndum karakter en við ætlum að gera betur spilalega séð á morgun.“ „Við ætlum að mæta þeim af krafti og spila á háu tempói. Þetta verður stórskemmtilegur leikur. Ég lofa því. Það verður mikið af mörkum og mikil dramatík.“ Arnar býst við miklu fjöri í Víkinni í kvöld og segist ekki ætla að spila einhvern dúndrandi varnarleik í kvöld. „Þetta verður ekta bikarleikur og ég er þeirra skoðunar að þegar þú ert kominn svona langt áttu ekkert að fara í einhverjar skotgrafir. Þú átt að gefa bara í sýna viljann í verki til þess að komast í úrslitaleikinn. Það er gríðarlega mikið í húfi fyrir klúbbinn að stíga þetta stóra skref.“ Breiðablik er sigurstranglegra liðið ef marka má stöðu liða í deildinni en Ágúst Gylfason, þjálfari Blika, segir að það verði ekkert gefið eftir í kvöld. „Ég reikna með að þetta verði hörkuleikur og við töpuðum fyrir þeim hérna um daginn í hörkuleik. Það voru fimm mörk skoruð en við ætlum okkur að fara alla leið,“ sagði Ágúst. „Við fengum smjörþef af þessu að spila úrslitaleik í fyrra en töpuðum því miður. Við töpum í vítaspyrnukeppni en við erum með blod på tanden (innsk. blm. blóð á tönnunum) og ætlum okkur að fara alla leið þetta árið.“ Innslagið má sjá hér að ofan.
Mjólkurbikarinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira