Fótsporin okkar Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Fótsporið okkar er heitt umræðuefni, sem sýnir okkur að tungumálið dansar í takt við viðhorfin. Flestir skilja að fótsporið er mikilvægt. Og allir vilja kolefnisjafna. Við vitum að við eigum að minnka kjötneyslu og matarsóun, hjóla frekar en að keyra allra okkar ferða, fljúga minna og viljum síður að helgarsteikin ferðist yfir hálfan hnöttinn til að geta lent á matarborðinu okkar. Við viljum boðlegar aðstæður dýra í matvælaiðnaði og borgum gjarnan meira fyrir egg ef hænan var hamingjusöm og fyrir lífrænt ræktað grænmeti. Við viljum meðvitaða matseld og berum matvörur heim í öðru en plastpoka. Blessunarlega erum við meðvituð um mikilvægið. Niðurstöður ASÍ um brot á vinnumarkaði segja líka sögu af fótspori. Það er ekki bara íslenskur veruleiki. Við vitum að grunsamlega ódýr fatnaður er að minnsta kosti líklegur til að vera framleiddur af fólki sem ekki alltaf nýtur réttinda og boðlegra kjara. Og viljum við ekki að lífræni bananinn sé ræktaður af fólki sem fékk greidd sanngjörn laun? Eða að helgin á hótelinu sé ekki niðurgreidd af fólkinu sem þrífur herbergin? Nokkrar opinberar stofnanir og fyrirtæki kolefnisjafna núna starfsemi sína og geta líka sem stórkaupendur vöru og þjónustu haft mikil áhrif með því að gera kröfur. Norsk heilbrigðisyfirvöld hafa til dæmis farið í aðgerðir, meðvituð um sitt fótspor, og hafa sem kaupendur vöru haft áhrif á aðbúnað launafólks erlendis. Við hin getum svo kannski reynt að skoða fleiri þætti í okkar daglega lífi og bætt fótsporum á listann. Við liggjum réttilega andvaka yfir plastinu sem ógnar tilveru okkar en ættum líka að vilja kaupa bómullarpoka sem er framleiddur af fólki sem fékk greidd full laun fyrir vinnu sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Vinnumarkaður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Fótsporið okkar er heitt umræðuefni, sem sýnir okkur að tungumálið dansar í takt við viðhorfin. Flestir skilja að fótsporið er mikilvægt. Og allir vilja kolefnisjafna. Við vitum að við eigum að minnka kjötneyslu og matarsóun, hjóla frekar en að keyra allra okkar ferða, fljúga minna og viljum síður að helgarsteikin ferðist yfir hálfan hnöttinn til að geta lent á matarborðinu okkar. Við viljum boðlegar aðstæður dýra í matvælaiðnaði og borgum gjarnan meira fyrir egg ef hænan var hamingjusöm og fyrir lífrænt ræktað grænmeti. Við viljum meðvitaða matseld og berum matvörur heim í öðru en plastpoka. Blessunarlega erum við meðvituð um mikilvægið. Niðurstöður ASÍ um brot á vinnumarkaði segja líka sögu af fótspori. Það er ekki bara íslenskur veruleiki. Við vitum að grunsamlega ódýr fatnaður er að minnsta kosti líklegur til að vera framleiddur af fólki sem ekki alltaf nýtur réttinda og boðlegra kjara. Og viljum við ekki að lífræni bananinn sé ræktaður af fólki sem fékk greidd sanngjörn laun? Eða að helgin á hótelinu sé ekki niðurgreidd af fólkinu sem þrífur herbergin? Nokkrar opinberar stofnanir og fyrirtæki kolefnisjafna núna starfsemi sína og geta líka sem stórkaupendur vöru og þjónustu haft mikil áhrif með því að gera kröfur. Norsk heilbrigðisyfirvöld hafa til dæmis farið í aðgerðir, meðvituð um sitt fótspor, og hafa sem kaupendur vöru haft áhrif á aðbúnað launafólks erlendis. Við hin getum svo kannski reynt að skoða fleiri þætti í okkar daglega lífi og bætt fótsporum á listann. Við liggjum réttilega andvaka yfir plastinu sem ógnar tilveru okkar en ættum líka að vilja kaupa bómullarpoka sem er framleiddur af fólki sem fékk greidd full laun fyrir vinnu sína.
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar