Öngstræti 19 Eyþór Arnalds skrifar 14. ágúst 2019 11:57 Það styttist í að skólarnir fari aftur af stað. Umferðin mun þá þyngjast enn meira en nú er. Stífla til vesturs á morgnanna. Þung umferð til austurs seinnipart dags. Það er sérstakt rannsóknarefni hvernig umferðin í Reykjavík er á köflum eins og í stórborg. Hér búa aðeins 130 þúsund manns en samt tekst borgaryfirvöldum að koma upp umferðartöfum sem jafnast á við milljónaborgir. Í sumar var ég í Kaupmannahöfn, þar sem mun fleiri búa. Þar gengur umferðin vel fyrir allar tegundir fararmáta. Það mætti læra af því. Í öllum helstu borgum er ljósum stýrt með nútímatækni. Lagt er upp með að stöðva umferð ekki að óþörfu, enda enginn spenntur fyrir því að eyða óþarfa tíma í umferðarsultu eða biðröð að óþörfu. Í Reykjavík hefur götum verið lokað vegna framkvæmda árum saman. Hér má nefna Hverfisgötuna, sem enn og aftur er lokuð vegna framkvæmda borgarinnar sjálfrar. Í stað þess að samræma framkvæmdir og stytta lokunartímann verulega er lokað í áföngum. Vonarstræti og Lækjargötu hefur verið lokað að hluta til að auðvelda verktökum. Gömlu Hringbraut hefur verið alfarið lokað á alla umferð næstu árin. Þetta verklag þætti undarlegt í borgum eins og Kaupmannahöfn eða London. Af hverju eru þessi mál komin í öngstræti á tækniöld árið 2019? Getur verið að það sé viljandi gert? Getur verið að borgaryfirvöld séu að auka á vandann að ósekju með vilja?Lausnirnar liggja fyrir Umferð er ekki sér-reykvískt vandamál. En hér hefur það verið magnað upp. Ein af ástæðunum er þau skipulagsmistök sem við horfum upp á. Enn er verið að byggja upp stofnanir og höfuðstöðvar í miðborg Reykjavíkur. Slíkt eykur á skipulagshalla borgarinnar og enn fleiri þurfa að ferðast í vestur á morgnana og í austur síðdegis. Í stað þess að nýta Keldur og Keldnalandið er áfram farið í að þétta á skökkum stöðum. Í stað þess að efla austurborgina með uppbyggingu atvinnutækifæra í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi er öllu smalað á þrengsta blettinn. Snjallvæðing er talsvert vinsæl í orði en ekki er að sjá hana á borði í umferðarstýringu. Ljósastýring er kapítuli út af fyrir sig, en allir þeir sem hafa ekið Geirsgötuna finna á eigin skinni hve illa þeim málum hefur verið stýrt. Sú ákvörðun að setja hana ekki í stokk þegar á uppbyggingu stóð, eins og ákveðið hafði verið að gera, reynist dýr mistök. Er ekki kominn tími til að nútímavæða umferðina í Reykjavík og hugsa í lausnum sem virka? Sú árátta að telja okkur geta skattlagt okkur út úr umferðarvandanum er röng. Hún er einfaldlega enn ein gjaldtökuleið vinstrimanna sem hafa hækkað álögur á flesta í Reykjavík. Hækkandi gjöld og skattar hafa ýtt fyrirtækjum og heimilum út úr borginni. Hugmyndir um tvöfalda gjaldtöku á höfuðborgarsvæðið eru ekki lausn, hvað þá réttlæti. Þeir sem flytjast á Selfoss og í Reykjanesbæ og sækja vinnu eða þjónustu til Reykjavíkur auka enn á umferðarþungann. Allt ber þetta að sama meiði; aðgerðir borgarstjórnar þyngja umferð og hækka kostnað. Það er rétt að hafa þetta í huga þegar ferðast er innan borgarinnar á næstunni.Höfundur er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Pistillinn birtist fyrst í Morgunblaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Arnalds Reykjavík Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það styttist í að skólarnir fari aftur af stað. Umferðin mun þá þyngjast enn meira en nú er. Stífla til vesturs á morgnanna. Þung umferð til austurs seinnipart dags. Það er sérstakt rannsóknarefni hvernig umferðin í Reykjavík er á köflum eins og í stórborg. Hér búa aðeins 130 þúsund manns en samt tekst borgaryfirvöldum að koma upp umferðartöfum sem jafnast á við milljónaborgir. Í sumar var ég í Kaupmannahöfn, þar sem mun fleiri búa. Þar gengur umferðin vel fyrir allar tegundir fararmáta. Það mætti læra af því. Í öllum helstu borgum er ljósum stýrt með nútímatækni. Lagt er upp með að stöðva umferð ekki að óþörfu, enda enginn spenntur fyrir því að eyða óþarfa tíma í umferðarsultu eða biðröð að óþörfu. Í Reykjavík hefur götum verið lokað vegna framkvæmda árum saman. Hér má nefna Hverfisgötuna, sem enn og aftur er lokuð vegna framkvæmda borgarinnar sjálfrar. Í stað þess að samræma framkvæmdir og stytta lokunartímann verulega er lokað í áföngum. Vonarstræti og Lækjargötu hefur verið lokað að hluta til að auðvelda verktökum. Gömlu Hringbraut hefur verið alfarið lokað á alla umferð næstu árin. Þetta verklag þætti undarlegt í borgum eins og Kaupmannahöfn eða London. Af hverju eru þessi mál komin í öngstræti á tækniöld árið 2019? Getur verið að það sé viljandi gert? Getur verið að borgaryfirvöld séu að auka á vandann að ósekju með vilja?Lausnirnar liggja fyrir Umferð er ekki sér-reykvískt vandamál. En hér hefur það verið magnað upp. Ein af ástæðunum er þau skipulagsmistök sem við horfum upp á. Enn er verið að byggja upp stofnanir og höfuðstöðvar í miðborg Reykjavíkur. Slíkt eykur á skipulagshalla borgarinnar og enn fleiri þurfa að ferðast í vestur á morgnana og í austur síðdegis. Í stað þess að nýta Keldur og Keldnalandið er áfram farið í að þétta á skökkum stöðum. Í stað þess að efla austurborgina með uppbyggingu atvinnutækifæra í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi er öllu smalað á þrengsta blettinn. Snjallvæðing er talsvert vinsæl í orði en ekki er að sjá hana á borði í umferðarstýringu. Ljósastýring er kapítuli út af fyrir sig, en allir þeir sem hafa ekið Geirsgötuna finna á eigin skinni hve illa þeim málum hefur verið stýrt. Sú ákvörðun að setja hana ekki í stokk þegar á uppbyggingu stóð, eins og ákveðið hafði verið að gera, reynist dýr mistök. Er ekki kominn tími til að nútímavæða umferðina í Reykjavík og hugsa í lausnum sem virka? Sú árátta að telja okkur geta skattlagt okkur út úr umferðarvandanum er röng. Hún er einfaldlega enn ein gjaldtökuleið vinstrimanna sem hafa hækkað álögur á flesta í Reykjavík. Hækkandi gjöld og skattar hafa ýtt fyrirtækjum og heimilum út úr borginni. Hugmyndir um tvöfalda gjaldtöku á höfuðborgarsvæðið eru ekki lausn, hvað þá réttlæti. Þeir sem flytjast á Selfoss og í Reykjanesbæ og sækja vinnu eða þjónustu til Reykjavíkur auka enn á umferðarþungann. Allt ber þetta að sama meiði; aðgerðir borgarstjórnar þyngja umferð og hækka kostnað. Það er rétt að hafa þetta í huga þegar ferðast er innan borgarinnar á næstunni.Höfundur er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Pistillinn birtist fyrst í Morgunblaðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar