Tímapantanir í skimun vegna krabbameins margfaldast Sighvatur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 12:00 Deildarstjóri hjá Krabbameinsfélaginu segir að aukin notkun samfélagsmiðla við markaðsstarf hafi þau áhrif að fleiri konur en áður óska eftir skoðun. Getty/Dan Kitwood Tímapantanir í skimun vegna krabbameins hafa margfaldast hjá Krabbameinsfélaginu. Deildarstjóri leitarstöðvar félagsins segir að tilraunaverkefni sé að skila árangri, þar sem konum sem koma í fyrsta sinn er boðin gjaldfrjáls skoðun. Krabbameinsfélag Íslands boðar konur á aldrinum 23-65 ára í leghálsskimun á þriggja ára fresti. 40-69 ára konur eru boðaðar í brjóstamyndatöku á tveggja ára fresti. Halldóra Hálfdánardóttir, deildarstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, segir að 800 tölvupóstar hafi beðið starfsmanna eftir fjögurra vikna sumarfrí, stærstur hluti þeirra hafi verið vegna tímapantana. Vanalega hafi póstar vegna tímapantana verið á bilinu 2-300 eftir sumarfrí starfsmanna. Halldóra segir þetta vera í takti við að þátttaka í skimun hafi verið betri síðustu mánuði en áður.Konur eru greinilega að taka við sér og átta sig á því hvað það er mikilvægt að mæta í skimun. „Það hefur verið heilmikil umfjöllun í fjölmiðlum um starfið hér og annað slíkt. Við höfum líka verið að auglýsa grimmt. Það virðist vera að skila sér. Hann hefur margfaldast fjöldinn þar sem konur eru að óska eftir tímum í skimun hjá okkur.“Boð um gjaldfrjálsa skoðun skilar árangri Tilraunaverkefni var sett á laggirnar fyrr á árinu til að bregðast við því að yngri konur mættu síður í skoðun en þær eldri. Fyrstu árgöngum er boðið upp á gjaldfrjálsa skoðun. Annars vegar er konum sem verða 23 ára á árinu boðið í sína fyrstu leghálsskimun og hins vegar er konum sem verða fertugar á árinu boðið í fyrstu brjóstamyndatökuna. „Við sjáum það strax, án þess að geta tekið það algjörlega út, en svo sannarlega hefur fjöldi skoðana kvenna í þessum árgöngum aukist mikið frá því sem hefur verið,“ segir Halldóra.Eruð þið farin að nálgast fólk með öðrum hætti en með gömlu góðu bréfunum? „Já, boðsbréfin eru ennþá send út í bréfpósti. Hins vegar erum við farin að nota samfélagsmiðla miklu meira en verið hefur áður til þess að auglýsa okkur. Konur sem eru á þessum ákveðna aldri fá skilaboð inn á samfélagsmiðlana sína.“ Um þriggja vikna bið er eftir leghálsskimun. Lengri bið er yfirleitt eftir brjóstamyndatöku. Halldóra Hálfdánardóttir, deildarstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, segir að reynt verði að bæta við tímum eftir þörfum. Hún bendir konum á að hafa samband til að kanna hvort tímar losni fyrr. Heilbrigðismál Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Tímapantanir í skimun vegna krabbameins hafa margfaldast hjá Krabbameinsfélaginu. Deildarstjóri leitarstöðvar félagsins segir að tilraunaverkefni sé að skila árangri, þar sem konum sem koma í fyrsta sinn er boðin gjaldfrjáls skoðun. Krabbameinsfélag Íslands boðar konur á aldrinum 23-65 ára í leghálsskimun á þriggja ára fresti. 40-69 ára konur eru boðaðar í brjóstamyndatöku á tveggja ára fresti. Halldóra Hálfdánardóttir, deildarstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, segir að 800 tölvupóstar hafi beðið starfsmanna eftir fjögurra vikna sumarfrí, stærstur hluti þeirra hafi verið vegna tímapantana. Vanalega hafi póstar vegna tímapantana verið á bilinu 2-300 eftir sumarfrí starfsmanna. Halldóra segir þetta vera í takti við að þátttaka í skimun hafi verið betri síðustu mánuði en áður.Konur eru greinilega að taka við sér og átta sig á því hvað það er mikilvægt að mæta í skimun. „Það hefur verið heilmikil umfjöllun í fjölmiðlum um starfið hér og annað slíkt. Við höfum líka verið að auglýsa grimmt. Það virðist vera að skila sér. Hann hefur margfaldast fjöldinn þar sem konur eru að óska eftir tímum í skimun hjá okkur.“Boð um gjaldfrjálsa skoðun skilar árangri Tilraunaverkefni var sett á laggirnar fyrr á árinu til að bregðast við því að yngri konur mættu síður í skoðun en þær eldri. Fyrstu árgöngum er boðið upp á gjaldfrjálsa skoðun. Annars vegar er konum sem verða 23 ára á árinu boðið í sína fyrstu leghálsskimun og hins vegar er konum sem verða fertugar á árinu boðið í fyrstu brjóstamyndatökuna. „Við sjáum það strax, án þess að geta tekið það algjörlega út, en svo sannarlega hefur fjöldi skoðana kvenna í þessum árgöngum aukist mikið frá því sem hefur verið,“ segir Halldóra.Eruð þið farin að nálgast fólk með öðrum hætti en með gömlu góðu bréfunum? „Já, boðsbréfin eru ennþá send út í bréfpósti. Hins vegar erum við farin að nota samfélagsmiðla miklu meira en verið hefur áður til þess að auglýsa okkur. Konur sem eru á þessum ákveðna aldri fá skilaboð inn á samfélagsmiðlana sína.“ Um þriggja vikna bið er eftir leghálsskimun. Lengri bið er yfirleitt eftir brjóstamyndatöku. Halldóra Hálfdánardóttir, deildarstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, segir að reynt verði að bæta við tímum eftir þörfum. Hún bendir konum á að hafa samband til að kanna hvort tímar losni fyrr.
Heilbrigðismál Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira