Sumar hinna leiðinlegu greina Davíð Þorláksson skrifar 14. ágúst 2019 07:00 Það var ekki skynsamlegt að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans. Einkum vegna þess að þá þurfið þið að lesa fleiri greinar eftir mig og aðra um þetta drepleiðinlega mál. Ég get ekki stillt mig um að svara tvennu sem ég hef séð haldið fram af andstæðingum pakkans: Að stuðningsmenn pakkans tali ekki af einlægni fyrir honum og við ættum að reyna að taka orkumál úr EES. Þótt málið snúist aðallega um að uppfylla skyldur okkar gagnvart EES og standa vörð um samning sem hefur bætt lífsgæði allra landsmanna þá kemur meira til. Það felast miklir og óvefengjanlegir hagsmunir í því fyrir Íslendinga að vera áfram hluti af orkusamstarfi við ESB jafnvel þótt við ákveðum að tengjast ESB ekki með sæstreng. Orkupakkarnir hafa tryggt okkur eðlilegan og heilbrigðan markað með rafmagn, þar sem samkeppni ríkir í framleiðslu og sölu og strangar reglur gilda um þá einokun sem er óhjákvæmilega í flutningi og dreifingu, neytendum til hagsbóta. Einnig skiptir miklu máli fyrir stór íslensk fyrirtæki að tæki sem þau framleiða og ganga fyrir rafmagni teljist uppfylla EES-kröfur um orkunýtingu og tæknilega staðla. Það skiptir t.d. íslensk fyrirtæki máli sem framleiða tæki fyrir matvælaiðnað, og eru í fremstu röð í heiminum og skapa fjölda starfa hérlendis. Að lokum má nefna að hin hliðin á orkumálunum er loftslagsmálin. Það verður að skoða málin í samhengi. Og þar stöndum við frammi fyrir áskorunum sem við leysum ekki ein og er langbest fyrir okkur að vinna á vettvangi EES. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Það var ekki skynsamlegt að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans. Einkum vegna þess að þá þurfið þið að lesa fleiri greinar eftir mig og aðra um þetta drepleiðinlega mál. Ég get ekki stillt mig um að svara tvennu sem ég hef séð haldið fram af andstæðingum pakkans: Að stuðningsmenn pakkans tali ekki af einlægni fyrir honum og við ættum að reyna að taka orkumál úr EES. Þótt málið snúist aðallega um að uppfylla skyldur okkar gagnvart EES og standa vörð um samning sem hefur bætt lífsgæði allra landsmanna þá kemur meira til. Það felast miklir og óvefengjanlegir hagsmunir í því fyrir Íslendinga að vera áfram hluti af orkusamstarfi við ESB jafnvel þótt við ákveðum að tengjast ESB ekki með sæstreng. Orkupakkarnir hafa tryggt okkur eðlilegan og heilbrigðan markað með rafmagn, þar sem samkeppni ríkir í framleiðslu og sölu og strangar reglur gilda um þá einokun sem er óhjákvæmilega í flutningi og dreifingu, neytendum til hagsbóta. Einnig skiptir miklu máli fyrir stór íslensk fyrirtæki að tæki sem þau framleiða og ganga fyrir rafmagni teljist uppfylla EES-kröfur um orkunýtingu og tæknilega staðla. Það skiptir t.d. íslensk fyrirtæki máli sem framleiða tæki fyrir matvælaiðnað, og eru í fremstu röð í heiminum og skapa fjölda starfa hérlendis. Að lokum má nefna að hin hliðin á orkumálunum er loftslagsmálin. Það verður að skoða málin í samhengi. Og þar stöndum við frammi fyrir áskorunum sem við leysum ekki ein og er langbest fyrir okkur að vinna á vettvangi EES.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar