Pólitísk dauðafæri Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 14. ágúst 2019 07:00 Þegar Davíð Oddsson tók út innistæðu sem hann átti á bók í Kaupþingi árið 2003 vann hann pólitískan sigur. Almenningi blöskraði kaupréttarsamningar Kaupþings Búnaðarbanka við æðstu stjórnendur og Davíð sagðist ekki geta hugsað sér að vera með fé í banka sem „gæfi landsmönnum langt nef með þessum hætti“. Eftirminnilegur gjörningur sem aflaði honum vinsælda frekar en hitt. Eftirmenn Davíðs hafa ekki komið auga á þessi pólitísku dauðafæri. Besta dæmið um það var þegar kjararáð ákvað að hækka laun ríkisforstjóra með slíkum hætti að landsmönnum blöskraði, hvort sem þeir voru til vinstri eða hægri. Þetta var kjörið tækifæri fyrir Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, til að berja hnefanum í borðið, segja „hingað og ekki lengra“ og ógilda ákvarðanir kjararáðs. Pólitíska áhættan var engin en ávinningurinn gríðarlegur. Svo varð ekki. Launahækkanir ríkisforstjóra kyntu undir ólgu á vinnumarkaðinum og verkalýðshreyfingin fékk vopn í hendurnar fyrir kjaraviðræðurnar sem fram undan voru. Dauðafærið varð að sjálfsmarki. Fjölmiðlar fjalla reglulega um mál þar sem forstjórar ríkisstofnana hegða sér eins og þeir beri enga virðingu fyrir skattfénu sem þær hafa til ráðstöfunar. Nýjasta málið eru rausnarlegir námsstyrkir Seðlabanka Íslands. Fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins fékk átján milljónir í námsstyrk, laun og endurgreiddan kostnað frá bankanum meðan hún var í námsleyfi og sótti MPA-nám í Bandaríkjunum. Framkvæmdastjórinn sneri hins vegar ekki aftur til starfa hjá bankanum að námi loknu. Eftirmálarnir verða líklega engir og því þarf Seðlabankinn einungis að bíða af sér fjölmiðlastorminn. Sama gilti um veglegar jólagjafir ÁTVR til starfsmanna, leigubílagreiðslur vegna framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, sem hafði ekki komið því í verk að taka bílpróf, og kreditkortanotkun yfirstjórnar Landspítalans á veitingastöðum. Embættismenn fara í tilgangslausar ráðstefnuferðir á kostnað skattgreiðenda og fyrrverandi ráðherrar fá milljónagreiðslur fyrir skýrsluskrif sem enginn les. Svona heldur þetta áfram ef enginn er tekinn á teppið. Með því að bregðast hart og opinberlega við tilfellum af þessu tagi sýna ráðherrar að þeim sé ekki sama um fjársóun ríkisstofnana. En það gerist allt of sjaldan. Stjórnmálaflokkurinn sem talar fyrir öflugu atvinnulífi hefur staðið vaktina á meðan laun hjá hinu opinbera rjúka upp úr öllu valdi, ríkisútgjöld vaxa á hverju ári og ríkisstarfsmönnum fjölgar í takt. Það er varla til of mikils mælst að ráðherrar flokksins taki litlu slagina ef þeir hafa nú þegar gefist upp í stóru baráttunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Davíð Oddsson tók út innistæðu sem hann átti á bók í Kaupþingi árið 2003 vann hann pólitískan sigur. Almenningi blöskraði kaupréttarsamningar Kaupþings Búnaðarbanka við æðstu stjórnendur og Davíð sagðist ekki geta hugsað sér að vera með fé í banka sem „gæfi landsmönnum langt nef með þessum hætti“. Eftirminnilegur gjörningur sem aflaði honum vinsælda frekar en hitt. Eftirmenn Davíðs hafa ekki komið auga á þessi pólitísku dauðafæri. Besta dæmið um það var þegar kjararáð ákvað að hækka laun ríkisforstjóra með slíkum hætti að landsmönnum blöskraði, hvort sem þeir voru til vinstri eða hægri. Þetta var kjörið tækifæri fyrir Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, til að berja hnefanum í borðið, segja „hingað og ekki lengra“ og ógilda ákvarðanir kjararáðs. Pólitíska áhættan var engin en ávinningurinn gríðarlegur. Svo varð ekki. Launahækkanir ríkisforstjóra kyntu undir ólgu á vinnumarkaðinum og verkalýðshreyfingin fékk vopn í hendurnar fyrir kjaraviðræðurnar sem fram undan voru. Dauðafærið varð að sjálfsmarki. Fjölmiðlar fjalla reglulega um mál þar sem forstjórar ríkisstofnana hegða sér eins og þeir beri enga virðingu fyrir skattfénu sem þær hafa til ráðstöfunar. Nýjasta málið eru rausnarlegir námsstyrkir Seðlabanka Íslands. Fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins fékk átján milljónir í námsstyrk, laun og endurgreiddan kostnað frá bankanum meðan hún var í námsleyfi og sótti MPA-nám í Bandaríkjunum. Framkvæmdastjórinn sneri hins vegar ekki aftur til starfa hjá bankanum að námi loknu. Eftirmálarnir verða líklega engir og því þarf Seðlabankinn einungis að bíða af sér fjölmiðlastorminn. Sama gilti um veglegar jólagjafir ÁTVR til starfsmanna, leigubílagreiðslur vegna framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, sem hafði ekki komið því í verk að taka bílpróf, og kreditkortanotkun yfirstjórnar Landspítalans á veitingastöðum. Embættismenn fara í tilgangslausar ráðstefnuferðir á kostnað skattgreiðenda og fyrrverandi ráðherrar fá milljónagreiðslur fyrir skýrsluskrif sem enginn les. Svona heldur þetta áfram ef enginn er tekinn á teppið. Með því að bregðast hart og opinberlega við tilfellum af þessu tagi sýna ráðherrar að þeim sé ekki sama um fjársóun ríkisstofnana. En það gerist allt of sjaldan. Stjórnmálaflokkurinn sem talar fyrir öflugu atvinnulífi hefur staðið vaktina á meðan laun hjá hinu opinbera rjúka upp úr öllu valdi, ríkisútgjöld vaxa á hverju ári og ríkisstarfsmönnum fjölgar í takt. Það er varla til of mikils mælst að ráðherrar flokksins taki litlu slagina ef þeir hafa nú þegar gefist upp í stóru baráttunni.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar