Fresta frekari tollum á kínversk raftæki 13. ágúst 2019 16:09 Tíu prósent tollur sem Trump tilkynnti um verður ekki lagður á neytendavörur eins og snjallsíma nú um mánaðamótin eins og til stóð heldur um miðjan desember. Vísir/EPA Hvíta húsið tilkynnti í dag að tollum á innflutt raftæki og ýmsar tegundir klæðnaðar frá Kína verði frestað fram í miðjan desember. Donald Trump forseti hafði hótað því að tollarnir tækju gildi um næstu mánaðamót. Hlutabréfaverð í tæknifyrirtækjum tók kipp eftir tilkynninguna. Snjallsímar, fartölvur og leikjatölvur voru á meðal þeirra vara sem Trump ætlaði að tollleggja í viðskiptastríði sínu við kínversk stjórnvöld. Washington Post segir að Hvíta húsið hafi ekki gefið afgerandi skýringar á því hvers vegna þessar tilteknu vörur yrðu undanþegnar tollunum í bili. Tíu prósent tollur verður áfram lagður á aðrar vöru frá og með 1. september. Fjöldi fyrirtækja hafði gert athugasemdir við boðuðu tollana og vöruðu við því að kostnaðurinn við þá lenti á neytendum og ógnuðu jafnvel tilvist fyrirtækjanna sjálfra. Með frestuninni er líklegt að verð á innfluttum vörum hækki ekki í jólaversluninni í vetur.New York Times segir að Hvíta húsið hafi verið undir þrýstingi frá fyrirtækjum og neytendasamtökum. Hlutabréf í Apple voru á meðal þeirra sem tóku kipp við tíðindin um að vörur þeirra yrðu ekki tolllagðar strax. Bandaríkin Donald Trump Kína Tengdar fréttir Apple fær engar undanþágur Bandaríkin hafa átt í tollastríði við Kína að undanförnu og ýmsir nýir tollar verið kynntir til sögunnar. Apple sótti í síðustu viku um undanþágu frá þeim 25 prósenta tolli sem er á fimmtán íhluti sem nýttir eru til þess að framleiða tölvurnar. 27. júlí 2019 10:45 Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hvíta húsið tilkynnti í dag að tollum á innflutt raftæki og ýmsar tegundir klæðnaðar frá Kína verði frestað fram í miðjan desember. Donald Trump forseti hafði hótað því að tollarnir tækju gildi um næstu mánaðamót. Hlutabréfaverð í tæknifyrirtækjum tók kipp eftir tilkynninguna. Snjallsímar, fartölvur og leikjatölvur voru á meðal þeirra vara sem Trump ætlaði að tollleggja í viðskiptastríði sínu við kínversk stjórnvöld. Washington Post segir að Hvíta húsið hafi ekki gefið afgerandi skýringar á því hvers vegna þessar tilteknu vörur yrðu undanþegnar tollunum í bili. Tíu prósent tollur verður áfram lagður á aðrar vöru frá og með 1. september. Fjöldi fyrirtækja hafði gert athugasemdir við boðuðu tollana og vöruðu við því að kostnaðurinn við þá lenti á neytendum og ógnuðu jafnvel tilvist fyrirtækjanna sjálfra. Með frestuninni er líklegt að verð á innfluttum vörum hækki ekki í jólaversluninni í vetur.New York Times segir að Hvíta húsið hafi verið undir þrýstingi frá fyrirtækjum og neytendasamtökum. Hlutabréf í Apple voru á meðal þeirra sem tóku kipp við tíðindin um að vörur þeirra yrðu ekki tolllagðar strax.
Bandaríkin Donald Trump Kína Tengdar fréttir Apple fær engar undanþágur Bandaríkin hafa átt í tollastríði við Kína að undanförnu og ýmsir nýir tollar verið kynntir til sögunnar. Apple sótti í síðustu viku um undanþágu frá þeim 25 prósenta tolli sem er á fimmtán íhluti sem nýttir eru til þess að framleiða tölvurnar. 27. júlí 2019 10:45 Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Apple fær engar undanþágur Bandaríkin hafa átt í tollastríði við Kína að undanförnu og ýmsir nýir tollar verið kynntir til sögunnar. Apple sótti í síðustu viku um undanþágu frá þeim 25 prósenta tolli sem er á fimmtán íhluti sem nýttir eru til þess að framleiða tölvurnar. 27. júlí 2019 10:45
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent