Fresta frekari tollum á kínversk raftæki 13. ágúst 2019 16:09 Tíu prósent tollur sem Trump tilkynnti um verður ekki lagður á neytendavörur eins og snjallsíma nú um mánaðamótin eins og til stóð heldur um miðjan desember. Vísir/EPA Hvíta húsið tilkynnti í dag að tollum á innflutt raftæki og ýmsar tegundir klæðnaðar frá Kína verði frestað fram í miðjan desember. Donald Trump forseti hafði hótað því að tollarnir tækju gildi um næstu mánaðamót. Hlutabréfaverð í tæknifyrirtækjum tók kipp eftir tilkynninguna. Snjallsímar, fartölvur og leikjatölvur voru á meðal þeirra vara sem Trump ætlaði að tollleggja í viðskiptastríði sínu við kínversk stjórnvöld. Washington Post segir að Hvíta húsið hafi ekki gefið afgerandi skýringar á því hvers vegna þessar tilteknu vörur yrðu undanþegnar tollunum í bili. Tíu prósent tollur verður áfram lagður á aðrar vöru frá og með 1. september. Fjöldi fyrirtækja hafði gert athugasemdir við boðuðu tollana og vöruðu við því að kostnaðurinn við þá lenti á neytendum og ógnuðu jafnvel tilvist fyrirtækjanna sjálfra. Með frestuninni er líklegt að verð á innfluttum vörum hækki ekki í jólaversluninni í vetur.New York Times segir að Hvíta húsið hafi verið undir þrýstingi frá fyrirtækjum og neytendasamtökum. Hlutabréf í Apple voru á meðal þeirra sem tóku kipp við tíðindin um að vörur þeirra yrðu ekki tolllagðar strax. Bandaríkin Donald Trump Kína Tengdar fréttir Apple fær engar undanþágur Bandaríkin hafa átt í tollastríði við Kína að undanförnu og ýmsir nýir tollar verið kynntir til sögunnar. Apple sótti í síðustu viku um undanþágu frá þeim 25 prósenta tolli sem er á fimmtán íhluti sem nýttir eru til þess að framleiða tölvurnar. 27. júlí 2019 10:45 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hvíta húsið tilkynnti í dag að tollum á innflutt raftæki og ýmsar tegundir klæðnaðar frá Kína verði frestað fram í miðjan desember. Donald Trump forseti hafði hótað því að tollarnir tækju gildi um næstu mánaðamót. Hlutabréfaverð í tæknifyrirtækjum tók kipp eftir tilkynninguna. Snjallsímar, fartölvur og leikjatölvur voru á meðal þeirra vara sem Trump ætlaði að tollleggja í viðskiptastríði sínu við kínversk stjórnvöld. Washington Post segir að Hvíta húsið hafi ekki gefið afgerandi skýringar á því hvers vegna þessar tilteknu vörur yrðu undanþegnar tollunum í bili. Tíu prósent tollur verður áfram lagður á aðrar vöru frá og með 1. september. Fjöldi fyrirtækja hafði gert athugasemdir við boðuðu tollana og vöruðu við því að kostnaðurinn við þá lenti á neytendum og ógnuðu jafnvel tilvist fyrirtækjanna sjálfra. Með frestuninni er líklegt að verð á innfluttum vörum hækki ekki í jólaversluninni í vetur.New York Times segir að Hvíta húsið hafi verið undir þrýstingi frá fyrirtækjum og neytendasamtökum. Hlutabréf í Apple voru á meðal þeirra sem tóku kipp við tíðindin um að vörur þeirra yrðu ekki tolllagðar strax.
Bandaríkin Donald Trump Kína Tengdar fréttir Apple fær engar undanþágur Bandaríkin hafa átt í tollastríði við Kína að undanförnu og ýmsir nýir tollar verið kynntir til sögunnar. Apple sótti í síðustu viku um undanþágu frá þeim 25 prósenta tolli sem er á fimmtán íhluti sem nýttir eru til þess að framleiða tölvurnar. 27. júlí 2019 10:45 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Apple fær engar undanþágur Bandaríkin hafa átt í tollastríði við Kína að undanförnu og ýmsir nýir tollar verið kynntir til sögunnar. Apple sótti í síðustu viku um undanþágu frá þeim 25 prósenta tolli sem er á fimmtán íhluti sem nýttir eru til þess að framleiða tölvurnar. 27. júlí 2019 10:45