Tekjulágir innflytjendur ólíklegri til að fá landvistarleyfi vegna nýrra laga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2019 20:42 Ken Cuccinelli, yfirmaður innflytjenda- og ríkisborgarastofnunar Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu á mánudag. ap/evan vucci Ríkisstjórn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hyggst gera löglegum innflytjendum það erfiðara fyrir að framlengja landvistarleyfi sitt eða að fá græna kortið (varanlegt landvistarleyfi). Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Reglan mun koma sér verst fyrir innflytjendur sem þurfa á einhvers konar stuðningi að halda, til dæmis matargjöfum og félagsíbúðum, í meira en eitt ár. Telji ríkið að innflytjendurnir séu líklegir til að þurfa að þiggja slíkar gjafir í framtíðinni getur það hafnað umsókn þeirra. Talsmenn yfirvalda segja regluna framfylgja „hugsjónum um sjálfbærni“ einstaklinga. Breytingartillagan var birt í samráðsgátt stjórnvalda vestanhafs (e. Federal Register) á mánudag og á hún að taka gildi 15. október. Ekki er talin hætta á að innflytjendur sem þegar hafa varanlegt landvistarleyfi í Bandaríkjunum verði fyrir áhrifum breytinganna. Þá mun reglubreytingin ekki hafa áhrif á flóttafólk og hælisleitendur. Breytingin mun gilda fyrir þá sem sækjast eftir lengra landvistarleyfi, græna kortinu eða ríkisborgararétti. Þeir einstaklingar sem ekki hafa nægilega háar tekjur, eru taldir líklegir til að þurfa að þiggja þjónustu líkt og sjúkraþjónustu frá ríkinu (e. Medicaid) eða búa í félagsíbúðum í framtíðinni gæti verið synjað um inngöngu í landið. Reglan mun gilda yfir þá sem þegar eru í Bandaríkjunum en sækjast eftir þessum breytingum. Talið er að löglegir innflytjendur í Bandaríkjunum sem ekki eru orðnir ríkisborgarar séu í kring um 22 milljónir. Breytingartillagan hefur verið harðlega gagnrýnd af hópum sem berjast fyrir borgararéttindum þar sem breytingarnar koma sérstaklega niðri á innflytjendum sem eru tekjulitlir. Þá hefur The National Immigration Law Center (NILC) sagst ætla að kæra Trump stjórnina til að koma í veg fyrir að lögin taki gildi. Bandaríkin Flóttamenn Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Fleiri fréttir Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hyggst gera löglegum innflytjendum það erfiðara fyrir að framlengja landvistarleyfi sitt eða að fá græna kortið (varanlegt landvistarleyfi). Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Reglan mun koma sér verst fyrir innflytjendur sem þurfa á einhvers konar stuðningi að halda, til dæmis matargjöfum og félagsíbúðum, í meira en eitt ár. Telji ríkið að innflytjendurnir séu líklegir til að þurfa að þiggja slíkar gjafir í framtíðinni getur það hafnað umsókn þeirra. Talsmenn yfirvalda segja regluna framfylgja „hugsjónum um sjálfbærni“ einstaklinga. Breytingartillagan var birt í samráðsgátt stjórnvalda vestanhafs (e. Federal Register) á mánudag og á hún að taka gildi 15. október. Ekki er talin hætta á að innflytjendur sem þegar hafa varanlegt landvistarleyfi í Bandaríkjunum verði fyrir áhrifum breytinganna. Þá mun reglubreytingin ekki hafa áhrif á flóttafólk og hælisleitendur. Breytingin mun gilda fyrir þá sem sækjast eftir lengra landvistarleyfi, græna kortinu eða ríkisborgararétti. Þeir einstaklingar sem ekki hafa nægilega háar tekjur, eru taldir líklegir til að þurfa að þiggja þjónustu líkt og sjúkraþjónustu frá ríkinu (e. Medicaid) eða búa í félagsíbúðum í framtíðinni gæti verið synjað um inngöngu í landið. Reglan mun gilda yfir þá sem þegar eru í Bandaríkjunum en sækjast eftir þessum breytingum. Talið er að löglegir innflytjendur í Bandaríkjunum sem ekki eru orðnir ríkisborgarar séu í kring um 22 milljónir. Breytingartillagan hefur verið harðlega gagnrýnd af hópum sem berjast fyrir borgararéttindum þar sem breytingarnar koma sérstaklega niðri á innflytjendum sem eru tekjulitlir. Þá hefur The National Immigration Law Center (NILC) sagst ætla að kæra Trump stjórnina til að koma í veg fyrir að lögin taki gildi.
Bandaríkin Flóttamenn Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Fleiri fréttir Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Sjá meira