Lágmörkum kolefnissporin Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 12. ágúst 2019 10:00 Í sumar hef ég notið þess að hann Kristmundur garðyrkjubóndi, sem er með sína framleiðslu nánast á móti mínu húsi, setti upp verslun á sínum afurðum úti á götu. Oft á dag fyllir hann skápinn af nýtíndum jarðarberjum sem eru algjörlega himnesk á bragðið. Þetta uppátæki Kristmundar hefur gert það að verkum að ég hef innbyrt ómælt magn af jarðarberjum í sumar með sannarlega góðri samvisku. Það má með sanni segja að verslunarhættirnir verði varla umhverfisvænni en þetta. Berin góðu eru ræktuð við hin bestu skilyrði, vökvuð með hreinu íslensku vatni og gróðurhúsin hituð með sjálfbærri orku sem kraumar undir okkur öllum sem í Hveragerði búum. Og hann Mundi minn er hvorki að flækja hlutina né að vantreysta náunganum því ég set seðil í bauk eða millifæri á staðnum inn á reikning. Þetta er með öðrum orðum sjálfsafgreiðslustöð eins og hún gerist best! Eins og áður sagði neyti ég dásemdanna með góðri samvisku enda finnst mér framlag mitt með ágætum. Ég styð við íslenska framleiðslu, styð við atvinnu í mínu nærumhverfi og held kolefnissporinu í lágmarki. Það væri óskandi ef við hefðum þetta ávallt í öndvegi er við efnum til kaupa á ýmsum vörum. Fyrst og síðast eigum við að spyrja okkur að því hvort varan sé íslensk. Því við eigum að velta því fyrir okkur hvaðan vörurnar eru að koma sem við neytum og við hvaða skilyrði varan er framleidd. Því hverri einustu kaupákvörðun fylgir ábyrgð og við höfum val. Nýlega ætlaði ég að kaupa lambakótelettur úr kjötborði en hætti snarlega við er ég sá að þær voru frá Nýja-Sjálandi. Nú er þetta örugglega ágætt kjöt en það er samt eitthvað rangt við það að hér í landi sauðkindarinnar skulum við flytja með ærnum tilkostnaði lambakjöt til landsins frá einu fjarlægasta landi sem við getum fundið! Styðjum hvert við annað og stuðlum að því að blómleg atvinnustarfsemi blómstri hér á landi hvort sem það eru matvæli, húsgögn, þjónusta eða annað. Þannig höldum við kolefnissporinu í lágmarki því ég tölti þetta jafnvel bara á inniskónum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðrún Hafsteinsdóttir Neytendur Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í sumar hef ég notið þess að hann Kristmundur garðyrkjubóndi, sem er með sína framleiðslu nánast á móti mínu húsi, setti upp verslun á sínum afurðum úti á götu. Oft á dag fyllir hann skápinn af nýtíndum jarðarberjum sem eru algjörlega himnesk á bragðið. Þetta uppátæki Kristmundar hefur gert það að verkum að ég hef innbyrt ómælt magn af jarðarberjum í sumar með sannarlega góðri samvisku. Það má með sanni segja að verslunarhættirnir verði varla umhverfisvænni en þetta. Berin góðu eru ræktuð við hin bestu skilyrði, vökvuð með hreinu íslensku vatni og gróðurhúsin hituð með sjálfbærri orku sem kraumar undir okkur öllum sem í Hveragerði búum. Og hann Mundi minn er hvorki að flækja hlutina né að vantreysta náunganum því ég set seðil í bauk eða millifæri á staðnum inn á reikning. Þetta er með öðrum orðum sjálfsafgreiðslustöð eins og hún gerist best! Eins og áður sagði neyti ég dásemdanna með góðri samvisku enda finnst mér framlag mitt með ágætum. Ég styð við íslenska framleiðslu, styð við atvinnu í mínu nærumhverfi og held kolefnissporinu í lágmarki. Það væri óskandi ef við hefðum þetta ávallt í öndvegi er við efnum til kaupa á ýmsum vörum. Fyrst og síðast eigum við að spyrja okkur að því hvort varan sé íslensk. Því við eigum að velta því fyrir okkur hvaðan vörurnar eru að koma sem við neytum og við hvaða skilyrði varan er framleidd. Því hverri einustu kaupákvörðun fylgir ábyrgð og við höfum val. Nýlega ætlaði ég að kaupa lambakótelettur úr kjötborði en hætti snarlega við er ég sá að þær voru frá Nýja-Sjálandi. Nú er þetta örugglega ágætt kjöt en það er samt eitthvað rangt við það að hér í landi sauðkindarinnar skulum við flytja með ærnum tilkostnaði lambakjöt til landsins frá einu fjarlægasta landi sem við getum fundið! Styðjum hvert við annað og stuðlum að því að blómleg atvinnustarfsemi blómstri hér á landi hvort sem það eru matvæli, húsgögn, þjónusta eða annað. Þannig höldum við kolefnissporinu í lágmarki því ég tölti þetta jafnvel bara á inniskónum!
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun