Vaktaðir allan sólarhringinn Benedikt Bóas skrifar 12. ágúst 2019 11:00 Sead Kolasinac og Mesut Özil eru orðnir skotspónn gengja í Norður-London. NordicPhotos/Getty Fótbolti Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki notast við krafta Mesuts Özil og Seads Kolasinac gegn Newcastle í gær en félagarnir njóta nú verndar lögreglunnar allan sólarhringinn. Þrátt fyrir fjarveru þeirra vann Arsenal leikinn 0:1. Þeir Özil og Kolasinac urðu fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu ekki alls fyrir löngu þegar tveir menn ætluðu að ræna þá en þeim tókst að verjast þeirri árás með frækilegri framgöngu. Samkvæmt fjölmiðlum á Englandi virðist sem þeir félagar séu nú lentir í miðri orrahríð milli tveggja gengja í Norður-London. Gengisins sem ætlaði að ræna þá félaga er nú leitað bæði af lögreglu og öðru gengi sem er ósátt við það fyrra. Eiginkona Kolasinacs, Jana, er sögð hafa flogið til Þýskalands og treysti sér ekki til að vera á Englandi meðan ástandið sé við suðumark. Sagt er að gengið sem ætlaði að ræna þá félaga ætli ekki að bakka eitt né neitt, hafi hótað þeim félögum enn á ný og voru hótanirnar teknar svo alvarlega að Arsenal ákvað að skilja þá eftir í London fyrir leikinn gegn Newcastle. Í yfirlýsingu Arsenal í aðdraganda leiksins var sagt að vegna öryggisástæðna hefðu þeir verið skildir eftir. Tveir menn, Ferhat Ercan og Salaman Ekinci, birtust svo fyrir utan heimili Özils í gær og veittust að lífvörðum hans sem hringdu á lögregluna og voru mennirnir handteknir. Eru þeir ákærðir fyrir brot á svokölluðum 4a lögunum samkvæmt BBC en undir þau lög falla hótanir og annað. Þeir eiga að mæta fyrir rétt í september. Emery sagði eftir leikinn að hann vonaðist til að geta notast við þá félaga sem fyrst. „Félagið er að meta aðstæður og við vonumst til að þeir verði með okkur í næsta leik þó að ég geti ekki fullyrt það,“ sagði hann á blaðamannafundi. Fyrst var haldið að ræningjarnir hefðu aðeins viljað úrin þeirra og þetta hefði verið frekar klaufaleg árás en nú er að koma í ljós að ástandið er grafalvarlegt og síðustu fréttir af þessu máli hafa enn ekki verið sagðar. Birtist í Fréttablaðinu England Enski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Fótbolti Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki notast við krafta Mesuts Özil og Seads Kolasinac gegn Newcastle í gær en félagarnir njóta nú verndar lögreglunnar allan sólarhringinn. Þrátt fyrir fjarveru þeirra vann Arsenal leikinn 0:1. Þeir Özil og Kolasinac urðu fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu ekki alls fyrir löngu þegar tveir menn ætluðu að ræna þá en þeim tókst að verjast þeirri árás með frækilegri framgöngu. Samkvæmt fjölmiðlum á Englandi virðist sem þeir félagar séu nú lentir í miðri orrahríð milli tveggja gengja í Norður-London. Gengisins sem ætlaði að ræna þá félaga er nú leitað bæði af lögreglu og öðru gengi sem er ósátt við það fyrra. Eiginkona Kolasinacs, Jana, er sögð hafa flogið til Þýskalands og treysti sér ekki til að vera á Englandi meðan ástandið sé við suðumark. Sagt er að gengið sem ætlaði að ræna þá félaga ætli ekki að bakka eitt né neitt, hafi hótað þeim félögum enn á ný og voru hótanirnar teknar svo alvarlega að Arsenal ákvað að skilja þá eftir í London fyrir leikinn gegn Newcastle. Í yfirlýsingu Arsenal í aðdraganda leiksins var sagt að vegna öryggisástæðna hefðu þeir verið skildir eftir. Tveir menn, Ferhat Ercan og Salaman Ekinci, birtust svo fyrir utan heimili Özils í gær og veittust að lífvörðum hans sem hringdu á lögregluna og voru mennirnir handteknir. Eru þeir ákærðir fyrir brot á svokölluðum 4a lögunum samkvæmt BBC en undir þau lög falla hótanir og annað. Þeir eiga að mæta fyrir rétt í september. Emery sagði eftir leikinn að hann vonaðist til að geta notast við þá félaga sem fyrst. „Félagið er að meta aðstæður og við vonumst til að þeir verði með okkur í næsta leik þó að ég geti ekki fullyrt það,“ sagði hann á blaðamannafundi. Fyrst var haldið að ræningjarnir hefðu aðeins viljað úrin þeirra og þetta hefði verið frekar klaufaleg árás en nú er að koma í ljós að ástandið er grafalvarlegt og síðustu fréttir af þessu máli hafa enn ekki verið sagðar.
Birtist í Fréttablaðinu England Enski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira