Leikurinn var liður í forkeppni fyrir EM 2021 en Ísland hafði tapað fyrsta leiknum gegn Portúgal fyrr í vikunni. Því var mikilvægt að ná sigri í dag.
KR-ingurinn gerði tvær risa körfur undir lok leiksins en Twitter-síða FIBA vakti athygli á ísköldum Martin eins og má sjá hér að neðan.
It doesn't get more clutch than 's @hermannsson15.
What a way to win it for @kkikarfa in the #EuroBasket Pre-Qualifiers! pic.twitter.com/JNzQYjK9fD
— FIBA EuroBasket (@EuroBasket) August 10, 2019
Sigurinn var eins og áður segir mikilvægur fyrir íslenska liðið en Martin skoraði tvær síðustu körfurnar. Hann endaði með 16 stig og þau fjögur síðustu voru rosalega mikilvæg.
Næsti leikur íslenska liðsins er um næstu helgi er liðið spilar við Portúgal á heimavelli.