Að duga eða drepast í Laugardalnum Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. ágúst 2019 11:30 Hörður Axel og Ragnar ræða málin á æfingu í gær. Fréttablaðið/Ernir Íslenska karlalandsliðið mætir Sviss í öðrum leik Íslands í undankeppni EuroBasket 2021 í Laugardalshöll í dag. Eftir naumt tap Íslands fyrir Portúgal í vikunni er landsliðið komið í þá stöðu að það má varla við því að tapa öðrum leik í riðlakeppninni ef Strákarnir okkar ætla sér áfram á næsta stig undankeppninnar. Efsta lið riðilsins fær þátttökurétt í umspilinu fyrir EuroBasket 2021 og er Ísland að reyna að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð en með ósigri í dag eru örlögin ekki lengur í höndum íslenska liðsins. Þetta er í níunda skipti sem Ísland mætir Sviss og hefur Ísland til þessa unnið tvisvar, síðast í undankeppni EuroBasket 2017 á heimavelli þar sem liðið lék á als oddi. Íslenska liðið fékk ekki langan tíma til endurhæfingar eftir grátlegt tap fyrir Portúgal í vikunni á meðan Sviss hefur fengið heila viku til að undirbúa þennan leik. „Undirbúningurinn hefur gengið ágætlega, við vorum búnir að undirbúa gögn um svissneska liðið og höfum verið að fara yfir það þó að auðvitað væri maður til í meiri tíma,“ segir Craig Pedersen, þjálfari landsliðsins, hreinskilinn spurður út í undirbúningstímann á milli leikja. „Við þurftum að hætta undir eins að hugsa um þennan tapleik í Portúgal. Við eigum möguleika á því að vinna hérna heima og þá er allt jafnt í riðlinum. Auðvitað voru menn vonsviknir eftir leikinn í Portúgal þar sem hlutirnir duttu ekki með okkur í lokasókninni, þetta er annað árið í röð sem við töpum með minnsta mun úti í Portúgal en spilamennskan var góð. Það komu mistök en heilt yfir léku menn vel og við fengum gott framlag frá mörgum leikmönnum og við gerðum allt sem við ætluðum okkur þótt það hafi ekki dugað til.“ Stærsta verkefni Íslands er að stöðva Clint Capela, miðherja Sviss sem leikur með Houston Rockets og var með 16,6 stig og 12,7 fráköst að meðaltali í NBA-deildinni síðasta vetur en Craig minnti á Sviss væri einnig með öflugar skyttur. „Clint er frábær í því sem hann gerir auk þess sem það eru öflugir leikmenn á vængjunum, góðar skyttur sem við þurfum að hafa góðar gætur á,“ segir Craig. Það er því ærið hlutverk sem bíður miðherja íslenska liðsins að stöðva Capela í teig íslenska liðsins. „Hann er frábær í vaggi og veltu (e. pick and roll) og frábær í kringum körfuna en hann vill helst vera sem næst körfunni. Hann er ólíkur mörgum af evrópsku miðherjunum sem vilja jafnvel draga sig út fyrir þriggja stiga línuna,“ segir Hlynur Bæringsson sem er orðinn vanur því að mæta leikmönnum á þessu getustigi eftir að hafa farið tvívegis í lokakeppni EuroBasket. „Maður er aðeins búinn að venjast þessu þótt það sé spennandi að takast á við leikmann sem er að spila með einu af bestu liðum NBA-deildarinnar. Hún dofnar kannski aðeins með árunum, spennan við að takast á við þessar stjörnur,“ segir Hlynur glottandi. Körfubolti Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið mætir Sviss í öðrum leik Íslands í undankeppni EuroBasket 2021 í Laugardalshöll í dag. Eftir naumt tap Íslands fyrir Portúgal í vikunni er landsliðið komið í þá stöðu að það má varla við því að tapa öðrum leik í riðlakeppninni ef Strákarnir okkar ætla sér áfram á næsta stig undankeppninnar. Efsta lið riðilsins fær þátttökurétt í umspilinu fyrir EuroBasket 2021 og er Ísland að reyna að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð en með ósigri í dag eru örlögin ekki lengur í höndum íslenska liðsins. Þetta er í níunda skipti sem Ísland mætir Sviss og hefur Ísland til þessa unnið tvisvar, síðast í undankeppni EuroBasket 2017 á heimavelli þar sem liðið lék á als oddi. Íslenska liðið fékk ekki langan tíma til endurhæfingar eftir grátlegt tap fyrir Portúgal í vikunni á meðan Sviss hefur fengið heila viku til að undirbúa þennan leik. „Undirbúningurinn hefur gengið ágætlega, við vorum búnir að undirbúa gögn um svissneska liðið og höfum verið að fara yfir það þó að auðvitað væri maður til í meiri tíma,“ segir Craig Pedersen, þjálfari landsliðsins, hreinskilinn spurður út í undirbúningstímann á milli leikja. „Við þurftum að hætta undir eins að hugsa um þennan tapleik í Portúgal. Við eigum möguleika á því að vinna hérna heima og þá er allt jafnt í riðlinum. Auðvitað voru menn vonsviknir eftir leikinn í Portúgal þar sem hlutirnir duttu ekki með okkur í lokasókninni, þetta er annað árið í röð sem við töpum með minnsta mun úti í Portúgal en spilamennskan var góð. Það komu mistök en heilt yfir léku menn vel og við fengum gott framlag frá mörgum leikmönnum og við gerðum allt sem við ætluðum okkur þótt það hafi ekki dugað til.“ Stærsta verkefni Íslands er að stöðva Clint Capela, miðherja Sviss sem leikur með Houston Rockets og var með 16,6 stig og 12,7 fráköst að meðaltali í NBA-deildinni síðasta vetur en Craig minnti á Sviss væri einnig með öflugar skyttur. „Clint er frábær í því sem hann gerir auk þess sem það eru öflugir leikmenn á vængjunum, góðar skyttur sem við þurfum að hafa góðar gætur á,“ segir Craig. Það er því ærið hlutverk sem bíður miðherja íslenska liðsins að stöðva Capela í teig íslenska liðsins. „Hann er frábær í vaggi og veltu (e. pick and roll) og frábær í kringum körfuna en hann vill helst vera sem næst körfunni. Hann er ólíkur mörgum af evrópsku miðherjunum sem vilja jafnvel draga sig út fyrir þriggja stiga línuna,“ segir Hlynur Bæringsson sem er orðinn vanur því að mæta leikmönnum á þessu getustigi eftir að hafa farið tvívegis í lokakeppni EuroBasket. „Maður er aðeins búinn að venjast þessu þótt það sé spennandi að takast á við leikmann sem er að spila með einu af bestu liðum NBA-deildarinnar. Hún dofnar kannski aðeins með árunum, spennan við að takast á við þessar stjörnur,“ segir Hlynur glottandi.
Körfubolti Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti