Ófullnægjandi arðsemi íslensku bankanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2019 16:42 Stóru bankarnir þrír hafa 98 prósent hlutdeild hér á landi. Vísir Fjármálaeftirlitið vekur athygli á því að heildarafkoma stóru íslensku bankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans, hafi versnað undanfarin ár. Leita þurfi aftur til ársins 2011 til að finna lægri hagnaðartölur. Þetta kemur út í Fjármálum, riti Fjármálaeftirlitsins, sem gefið var út í dag. Bent er á ýmiss konar hagræðingu sem bankarnir hafi gripið til undanfarin misseri. Má þarf nefna fjárfestingu í tæknibúnaði og sjálfsafgreiðslulausnum, fækkun afgreiðslustaða og skerta þjónustu sumra þeirra sem og aðlögun í fjármagnsskipan. Þrátt fyrir þetta hafi heildarafkoma bankanna versnað. Eigin fjár bankanna var 6,1% að meðaltali árið 2018 og 6,8% á fyrsta ársfjórðungi 2019. Til samanburðar var vegið meðaltal af arðsemi rúmlega 150 evrópskra banka 7,1% árið 2018 samkvæmt gögnum frá Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni (EBA). „Til lengdar munu hluthafar íslensku bankanna að öllum líkindum ekki sætta sig við svona lága arðsemi. Tímabil jákvæðra virðisbreytinga er væntanlega á enda en slíkar breytingar hafa haft hagstæð áhrif á afkomu bankanna um árabil og beint athyglinni,“ segir í umfjöllun eftirlitsins. Eitt þeirra tækifæra sem bent er á í Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er aukið samstarf bankanna varðandi innviði og byggingu og rekstur grunnkerfa. Bent er á að meta mætti hvaða kerfislega mikilvægu innviðir gætu staðið utan samkeppnisumhverfis en samstarfi af því tagi eru settar talsverðar skorður í dag. Í desember 2017 fengu bankarnir undanþágu frá samkeppnislögum til að stofna og reka sameiginlegt seðlaver. Ávinningur þess er bæði aukið hagræði og bætt staða til að mæta öryggissjónarmiðum. Telur Fjármálaeftirlitið án vafa fleiri tækifæri af þessu tagi. Íslenskir bankar Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Fjármálaeftirlitið vekur athygli á því að heildarafkoma stóru íslensku bankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans, hafi versnað undanfarin ár. Leita þurfi aftur til ársins 2011 til að finna lægri hagnaðartölur. Þetta kemur út í Fjármálum, riti Fjármálaeftirlitsins, sem gefið var út í dag. Bent er á ýmiss konar hagræðingu sem bankarnir hafi gripið til undanfarin misseri. Má þarf nefna fjárfestingu í tæknibúnaði og sjálfsafgreiðslulausnum, fækkun afgreiðslustaða og skerta þjónustu sumra þeirra sem og aðlögun í fjármagnsskipan. Þrátt fyrir þetta hafi heildarafkoma bankanna versnað. Eigin fjár bankanna var 6,1% að meðaltali árið 2018 og 6,8% á fyrsta ársfjórðungi 2019. Til samanburðar var vegið meðaltal af arðsemi rúmlega 150 evrópskra banka 7,1% árið 2018 samkvæmt gögnum frá Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni (EBA). „Til lengdar munu hluthafar íslensku bankanna að öllum líkindum ekki sætta sig við svona lága arðsemi. Tímabil jákvæðra virðisbreytinga er væntanlega á enda en slíkar breytingar hafa haft hagstæð áhrif á afkomu bankanna um árabil og beint athyglinni,“ segir í umfjöllun eftirlitsins. Eitt þeirra tækifæra sem bent er á í Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er aukið samstarf bankanna varðandi innviði og byggingu og rekstur grunnkerfa. Bent er á að meta mætti hvaða kerfislega mikilvægu innviðir gætu staðið utan samkeppnisumhverfis en samstarfi af því tagi eru settar talsverðar skorður í dag. Í desember 2017 fengu bankarnir undanþágu frá samkeppnislögum til að stofna og reka sameiginlegt seðlaver. Ávinningur þess er bæði aukið hagræði og bætt staða til að mæta öryggissjónarmiðum. Telur Fjármálaeftirlitið án vafa fleiri tækifæri af þessu tagi.
Íslenskir bankar Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira