Hin hliðin á Orkupakka 3 Benedikt Lafleur skrifar 28. ágúst 2019 12:31 Á meðan æsingarmenn með og á móti Orkupakka 3 keppast við að koma sjónarmiðum sínum að, oft í einhliða umræðum, fá hógværar en rökfastar hugmyndir ekki alltaf að láta ljós sitt skína. Umræðurnar harðna um Orkupakka 3 og fræðimenn um sæstreng froðufella á opinberum vettvangi. Enginn andmælir, engin gagnrýni heyrist þó að Orkupakkamálið snúist í raun ekki um það hvort megi leggja sæstreng frá landgrunni Íslands eða ekki. Almennt er fólk lítið inn í rafmagnsfræðum og hefur ekki sett sig inn í faglegar og stærðfræðilegar staðreyndir málsins. Samt eru það þær sem sýna okkur svart á hvítu hvaða ákvarðanir við, eða forystumenn þjóðarinnar, eigum að taka fyrir Íslands hönd.Sérstaða raforkunnar Raforka er að því leyti sérstök að ekki er hægt að geyma hana, heldur verður að framleiða hana jafnharðan og hún er notuð. Raforkunotkun er aftur á móti mjög breytileg, bæði yfir daginn og milli árstíða. Almennt er notkunin miklu meiri á daginn en á nóttunni. Langbesta leiðin til að geyma orku sem á að nota sem raforku, er í uppistöðulónum.Það koma alltaf fréttir um að vindorka sé bæði mikil og ódýr, en vandinn er að veðurguðirnir fara eftir eigin duttlungum. En eftirspurnin er mjög harður húsbóndi, því raforka er hornsteinn alls samfélagins, án hennar stöðvast samfélagið algjörlega, engin ljós, engar tölvur, netsamskipti og engar lækningar. Þess vegna verður að framleiða rafmagn þegar þess er þörf, óháð lundarfari veðurguðanna. Rafmagn lýtur auk þess ekki almennum markaðslögmálum, þar sem mjög erfitt er að stjórna venjulegri þörf og algjörlega ómögulegt að neyta sér um hana eins og með flestar aðrar vörur. Því er það mjög umhugsunarvert að einkavæða stóran hluta orkuveranna.Veðurrafmagn Undanfarið hafa fjölmiðlar slegið upp fyrirsögnum um að vindmyllur geti framleitt allt það rafmagn sem fólk þarf. Vandinn er að ekkert samband er á milli eftirspurnar og framleiðslu veðurguðanna. Því þarf að halda gömlu orkuverunum, þótt mikið verði byggt af vindmyllum. Auk þess hefur verið stefna Evrópusambandsins að loka umhverfisverstu orkuverunum (kol), en þau eru yfirleitt þau ódýrustu. Þetta veldur því að meðalverð raforku hækkar, þótt vindmyllur verði ódýrar og geti framleitt næga orku, og eru Danir núna með eitt hæsta raforkuverð Evrópu. Raforka sem er framleidd, þarf einnig að losna við. Vistvænt rafmagn (veður raforka) nýtur forgangs inn á dreifikerfið, því þurfa aðrir að greiða með rafmagninu þegar mikið umframframboð er af því, því oft er ekki hægt að keyra orkuverin hratt niður. Ef ekki er hægt að losna við orkuna sem rafmagn þá þarf að hleypa henni út í umhverfið sem varmi sem er bagalegt í hitabylgjum með tilheyrandi verðsveiflum á rafmagni.Sérstaða Íslands Ísland er í þeirri sérstöðu að hafa þrjú stór uppistöðulón (Þórislón, Hálslón og Blöndulón) sem hafa margra mánaða miðlun. Þetta veldur því að Landsvirkjun getur bæði selt rafmagn á daginn og keypt það á nóttunni og nýtt sér verðsveiflur þegar þær eru hvað mestar með lækkun raforkuverðs án þess að byggja nokkra virkjun þó reyndar gæti þurft að stækka virkjanir til að ná aukaálagi úr þeim þegar verið er að selja rafmagn úr landi. Þótt sett verði í lög að ekki verði lagður sæstrengur nema með samþykkt Alþingis, þá eru svo sterk rök fyrir því að leggja sæstreng að það er fyrirsjáanlegt að hann verður samþykktur einhvern tímann í framtíðinni. Spurningin verður, hver verður þá staða Íslands án eða með innleiðingu orkupakkans.Sæstrengur án orkupakkans.Það er skilyrði í Evrópu að það verði settur upp raforkumarkaður í löndunum. Ef sæstrengur verður lagður án orkupakkanna þá er Landsvirkjun í sjálfsvald sett hvenær og hverjum það selur rafmagn. Þar sem raforkumarkaðurinn er mjög kröfuharður um afhendingu, þá verður Landsvirkjun að miða sínar áætlanir við þurr vatnsár. Yfirleitt fyllast uppistöðulón síðla sumars eða á haustin. Með sæstreng getur Landsvirkjun selt þetta rafmagn á daginn þegar verðið er hæst. Hér er um hreinar viðbótartekjur að ræða sem Landsvirkjun fengi. Með Landsvirkjun í þjóðareigu væri hægt að lækka rafmagnsverð til íslenskra neytenda og stórauka arðgreiðslur til ríkisins.Sæstrengur með orkupakkanum.Einn af meginhornsteinum Evrópusambandsins er sameiginlegur markaður og að ekki megi mismuna kaupendum eða seljendum. Þetta þýðir að orkufyrirtækin á íslandi getur ekki gert upp á milli kaupanda á Íslandi og í Evrópu. Þannig gæti sjúkrahús í Danmörku sem núna greiðir 43 kr/kwst, á meðan Landspítalinn greiðir 20kr/kwst, boðið orkufyrirtækinu 32 kr/kwst með 10 kr/kwst flutningskostnaði og fengið það á 42 krónur. Íslendingar yrðu þá að keppa við dönsk fyrirtæki og kaupa rafmagnið á 32 kr. í stað 20 kr. Ávinningurinn rynni þá í vasa eigenda orkufyrirtækjanna sem í mörgum tilfellum eru einkaaðilar. Það er viðbúið að þeir myndu ekki gæta langtímahagsmuna íslensku þjóðarinnar, frekar skammtíma hagnaðar sem stjórnast m.a. af því hvernig haga þarf efnahagsreikningi fyrir næsta aðalfund, jafnvel sölu fyrirtækisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þriðji orkupakkinn Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á meðan æsingarmenn með og á móti Orkupakka 3 keppast við að koma sjónarmiðum sínum að, oft í einhliða umræðum, fá hógværar en rökfastar hugmyndir ekki alltaf að láta ljós sitt skína. Umræðurnar harðna um Orkupakka 3 og fræðimenn um sæstreng froðufella á opinberum vettvangi. Enginn andmælir, engin gagnrýni heyrist þó að Orkupakkamálið snúist í raun ekki um það hvort megi leggja sæstreng frá landgrunni Íslands eða ekki. Almennt er fólk lítið inn í rafmagnsfræðum og hefur ekki sett sig inn í faglegar og stærðfræðilegar staðreyndir málsins. Samt eru það þær sem sýna okkur svart á hvítu hvaða ákvarðanir við, eða forystumenn þjóðarinnar, eigum að taka fyrir Íslands hönd.Sérstaða raforkunnar Raforka er að því leyti sérstök að ekki er hægt að geyma hana, heldur verður að framleiða hana jafnharðan og hún er notuð. Raforkunotkun er aftur á móti mjög breytileg, bæði yfir daginn og milli árstíða. Almennt er notkunin miklu meiri á daginn en á nóttunni. Langbesta leiðin til að geyma orku sem á að nota sem raforku, er í uppistöðulónum.Það koma alltaf fréttir um að vindorka sé bæði mikil og ódýr, en vandinn er að veðurguðirnir fara eftir eigin duttlungum. En eftirspurnin er mjög harður húsbóndi, því raforka er hornsteinn alls samfélagins, án hennar stöðvast samfélagið algjörlega, engin ljós, engar tölvur, netsamskipti og engar lækningar. Þess vegna verður að framleiða rafmagn þegar þess er þörf, óháð lundarfari veðurguðanna. Rafmagn lýtur auk þess ekki almennum markaðslögmálum, þar sem mjög erfitt er að stjórna venjulegri þörf og algjörlega ómögulegt að neyta sér um hana eins og með flestar aðrar vörur. Því er það mjög umhugsunarvert að einkavæða stóran hluta orkuveranna.Veðurrafmagn Undanfarið hafa fjölmiðlar slegið upp fyrirsögnum um að vindmyllur geti framleitt allt það rafmagn sem fólk þarf. Vandinn er að ekkert samband er á milli eftirspurnar og framleiðslu veðurguðanna. Því þarf að halda gömlu orkuverunum, þótt mikið verði byggt af vindmyllum. Auk þess hefur verið stefna Evrópusambandsins að loka umhverfisverstu orkuverunum (kol), en þau eru yfirleitt þau ódýrustu. Þetta veldur því að meðalverð raforku hækkar, þótt vindmyllur verði ódýrar og geti framleitt næga orku, og eru Danir núna með eitt hæsta raforkuverð Evrópu. Raforka sem er framleidd, þarf einnig að losna við. Vistvænt rafmagn (veður raforka) nýtur forgangs inn á dreifikerfið, því þurfa aðrir að greiða með rafmagninu þegar mikið umframframboð er af því, því oft er ekki hægt að keyra orkuverin hratt niður. Ef ekki er hægt að losna við orkuna sem rafmagn þá þarf að hleypa henni út í umhverfið sem varmi sem er bagalegt í hitabylgjum með tilheyrandi verðsveiflum á rafmagni.Sérstaða Íslands Ísland er í þeirri sérstöðu að hafa þrjú stór uppistöðulón (Þórislón, Hálslón og Blöndulón) sem hafa margra mánaða miðlun. Þetta veldur því að Landsvirkjun getur bæði selt rafmagn á daginn og keypt það á nóttunni og nýtt sér verðsveiflur þegar þær eru hvað mestar með lækkun raforkuverðs án þess að byggja nokkra virkjun þó reyndar gæti þurft að stækka virkjanir til að ná aukaálagi úr þeim þegar verið er að selja rafmagn úr landi. Þótt sett verði í lög að ekki verði lagður sæstrengur nema með samþykkt Alþingis, þá eru svo sterk rök fyrir því að leggja sæstreng að það er fyrirsjáanlegt að hann verður samþykktur einhvern tímann í framtíðinni. Spurningin verður, hver verður þá staða Íslands án eða með innleiðingu orkupakkans.Sæstrengur án orkupakkans.Það er skilyrði í Evrópu að það verði settur upp raforkumarkaður í löndunum. Ef sæstrengur verður lagður án orkupakkanna þá er Landsvirkjun í sjálfsvald sett hvenær og hverjum það selur rafmagn. Þar sem raforkumarkaðurinn er mjög kröfuharður um afhendingu, þá verður Landsvirkjun að miða sínar áætlanir við þurr vatnsár. Yfirleitt fyllast uppistöðulón síðla sumars eða á haustin. Með sæstreng getur Landsvirkjun selt þetta rafmagn á daginn þegar verðið er hæst. Hér er um hreinar viðbótartekjur að ræða sem Landsvirkjun fengi. Með Landsvirkjun í þjóðareigu væri hægt að lækka rafmagnsverð til íslenskra neytenda og stórauka arðgreiðslur til ríkisins.Sæstrengur með orkupakkanum.Einn af meginhornsteinum Evrópusambandsins er sameiginlegur markaður og að ekki megi mismuna kaupendum eða seljendum. Þetta þýðir að orkufyrirtækin á íslandi getur ekki gert upp á milli kaupanda á Íslandi og í Evrópu. Þannig gæti sjúkrahús í Danmörku sem núna greiðir 43 kr/kwst, á meðan Landspítalinn greiðir 20kr/kwst, boðið orkufyrirtækinu 32 kr/kwst með 10 kr/kwst flutningskostnaði og fengið það á 42 krónur. Íslendingar yrðu þá að keppa við dönsk fyrirtæki og kaupa rafmagnið á 32 kr. í stað 20 kr. Ávinningurinn rynni þá í vasa eigenda orkufyrirtækjanna sem í mörgum tilfellum eru einkaaðilar. Það er viðbúið að þeir myndu ekki gæta langtímahagsmuna íslensku þjóðarinnar, frekar skammtíma hagnaðar sem stjórnast m.a. af því hvernig haga þarf efnahagsreikningi fyrir næsta aðalfund, jafnvel sölu fyrirtækisins.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun