Telur ekki ólöglegt að reykja kannabis í sínum húsum Jakob Bjarnar skrifar 26. ágúst 2019 14:41 Gísli telur dóminn stangast á við stjórnarskrá. Maðurinn var ekki að vinna neinum öðrum skaða með því að reykja kannabis á sínu heimili. Getty/rez-art/Fbl/Anton Brink „Þessu verður væntanlega áfrýjað,“ segir Gísli Tryggvason lögmaður. En, nýverið féll dómur í héraði yfir skjólstæðingi hans í máli sem má heita athyglisvert. Maður nokkur búsettur í Hafnarfirði var dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot, að hafa 31. maí 2017, haft í vörslu sinni samtals 19,19 g af maríhúana, 69,56 g af kannabislaufum og 0,72 g af amfetamíni sem lögregla fann við leit í íbúð ákærða. Hann var dæmdur til að greiða 272.000 króna sekt í ríkissjóð en tuttugu daga fangelsi komi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna.Telur dóminn stangast á við stjórnarskrá Samkvæmt gögnum málsins bárust lögreglu upplýsingar um fíkniefnanotkun á heimili ákærða. Lögregla fór á vettvang og þar var ákærði handtekinn. Ákærði neitaði lögreglu um heimild til leitar í íbúðinni og var hún í framhaldi af því innsigluð og læst. Lögregla mun svo hafa fengið dómsúrskurð með heimild til leitar í íbúðinni og leitað þar í framhaldi af því. Gísli telur að vísa hefði átt málinu frá eða sýkna að teknu tilliti til stjórnarskrár. „Sakfelling er byggð á huglægri stjórnarskrárskýringu, það er hvað meinti stjórnarskrárgjafinn, sem ég tel ekki standast kenningar í stjórnlagafræði og fjölmörg fordæmi Hæstaréttar á sviði stjórnskipunarréttar um að stjórnarskrána eigi að skýra hlutlægri textaskýringu,“ segir Gísli: Hvað felst almennt í orðum ákvæðisins.Úr stjórarskrá.Gísli er að tala um 71. grein stjórnarskrárinnar þar sem talað er um friðhelgi einkalífs og heimilis. Og aldrei hafi annað verið inni í myndinni en að um væri að ræða vörsluskammta sem maðurinn ætlaði til eigin neyslu. Gísli segir að stjórnarskráin tryggi mönnum rétt til að gera hvað sem er í heimahúsum svo fremi sem það skerðir ekki réttindi annarra.Maðurinn ekki að valda neinum öðrum skaða „Dómarinn segir réttilega að menn hafi ekki meint þetta með stjórnarskrárbreytingunni 1995 en eiga menn að túlka stjórnarskrána eftir því hvað þeir sem hana skrifuðu meintu eða hvað stendur í henni?“ spyr Gísli sem telur sjálfsagt að bera þetta undir Landsrétt og fá úr því skorið; hvort túlka eigi stjórnarskrána samkvæmt orðanna hljóðan, huglægt eða hlutlægt.En, gæti þessi nálgun ekki hreinlega orðið til að binda hendur lögreglu, að henni sé gert ókleyft að sinna sínum störfum?„Í þessu máli var aldrei grunur um sölu heldur bara neyslu og vörslu. Þess þá heldur ætti ekki að vera hægt að framkvæma húsleit og halda manninum yfir nótt þegar niðurstaðan er svo þessi að hann fær smá sekt fyrir að hafa reykt kannabis í skjóli síns heimilis,“ segir Gísli sem vill meina að ótvírætt sé að maðurinn hafi aldrei ætlað, né var það til umræðu, að hann væri að selja, eða dreifa eða valda öðrum skaða með athæfi sínu. Dómsmál Hafnarfjörður Kannabis Lögreglumál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Þessu verður væntanlega áfrýjað,“ segir Gísli Tryggvason lögmaður. En, nýverið féll dómur í héraði yfir skjólstæðingi hans í máli sem má heita athyglisvert. Maður nokkur búsettur í Hafnarfirði var dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot, að hafa 31. maí 2017, haft í vörslu sinni samtals 19,19 g af maríhúana, 69,56 g af kannabislaufum og 0,72 g af amfetamíni sem lögregla fann við leit í íbúð ákærða. Hann var dæmdur til að greiða 272.000 króna sekt í ríkissjóð en tuttugu daga fangelsi komi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna.Telur dóminn stangast á við stjórnarskrá Samkvæmt gögnum málsins bárust lögreglu upplýsingar um fíkniefnanotkun á heimili ákærða. Lögregla fór á vettvang og þar var ákærði handtekinn. Ákærði neitaði lögreglu um heimild til leitar í íbúðinni og var hún í framhaldi af því innsigluð og læst. Lögregla mun svo hafa fengið dómsúrskurð með heimild til leitar í íbúðinni og leitað þar í framhaldi af því. Gísli telur að vísa hefði átt málinu frá eða sýkna að teknu tilliti til stjórnarskrár. „Sakfelling er byggð á huglægri stjórnarskrárskýringu, það er hvað meinti stjórnarskrárgjafinn, sem ég tel ekki standast kenningar í stjórnlagafræði og fjölmörg fordæmi Hæstaréttar á sviði stjórnskipunarréttar um að stjórnarskrána eigi að skýra hlutlægri textaskýringu,“ segir Gísli: Hvað felst almennt í orðum ákvæðisins.Úr stjórarskrá.Gísli er að tala um 71. grein stjórnarskrárinnar þar sem talað er um friðhelgi einkalífs og heimilis. Og aldrei hafi annað verið inni í myndinni en að um væri að ræða vörsluskammta sem maðurinn ætlaði til eigin neyslu. Gísli segir að stjórnarskráin tryggi mönnum rétt til að gera hvað sem er í heimahúsum svo fremi sem það skerðir ekki réttindi annarra.Maðurinn ekki að valda neinum öðrum skaða „Dómarinn segir réttilega að menn hafi ekki meint þetta með stjórnarskrárbreytingunni 1995 en eiga menn að túlka stjórnarskrána eftir því hvað þeir sem hana skrifuðu meintu eða hvað stendur í henni?“ spyr Gísli sem telur sjálfsagt að bera þetta undir Landsrétt og fá úr því skorið; hvort túlka eigi stjórnarskrána samkvæmt orðanna hljóðan, huglægt eða hlutlægt.En, gæti þessi nálgun ekki hreinlega orðið til að binda hendur lögreglu, að henni sé gert ókleyft að sinna sínum störfum?„Í þessu máli var aldrei grunur um sölu heldur bara neyslu og vörslu. Þess þá heldur ætti ekki að vera hægt að framkvæma húsleit og halda manninum yfir nótt þegar niðurstaðan er svo þessi að hann fær smá sekt fyrir að hafa reykt kannabis í skjóli síns heimilis,“ segir Gísli sem vill meina að ótvírætt sé að maðurinn hafi aldrei ætlað, né var það til umræðu, að hann væri að selja, eða dreifa eða valda öðrum skaða með athæfi sínu.
Dómsmál Hafnarfjörður Kannabis Lögreglumál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira