Hópur hinna svokölluðu G7-ríkjanna, sem áður hét G8 ríkin, ráku Rússland á dyr, þegar Pútín og forseti héraðsþingsins á Krímskaga undirrituðu samkomulag um að héraðið myndi ganga í rússneska ríkjasambandið sem vakti mikla reiði í Úkraínu og á Vesturlöndum.
Um helgina í Frakklandi fara fram fundir G7-ríkjanna þar sem helstu málefni heimsbyggðarinnar eru rædd. Tusk var spurður á blaðamannafundi út í áhuga Trumps að bjóða Rússum aðild að félagsskapnum á ný.

Fyrr í vikunni höfnuðu þjóðarleiðtogar Þýskalands, Frakklands og Bretlands, hugmyndinni um að bjóða Rússum aftur í hópinn.
Tusk sagðist jafnvel hafa tvíeflst í afstöðu sinni gegn aðild Rússa þegar þeir hertóku úkraínsk skip og sjóliða á Kerch-sundi á milli Svartahafs og Azov flóans í nóvember árið 2018. Sjóliðarnir eru enn í haldi.
„Í öðru lagi; þegar Rússum var boðin aðild í hóp G7-ríkjanna var það gert á þeim forsendum að Rússar myndu fylgja halda í heiðri frjálslyndu lýðræði, lögum og reglum og mannréttindum. Er einhver hér, á meðal vor, sem getur sagt það með góðri samvisku – ekki út frá viðskiptahagsmunum - að Rússar séu að feta þá slóð?“ spurði Tusk.
Hann sagði að miklu betri rök væru fyrir því að bjóða Úkraínu í hópinn en Rússlandi.
G7-ríkin eru Bandaríkin, Japan, Þýskaland, Bretland, Frakkland, Ítalía og Kanada en Donald Tusk sækir fundina fyrir hönd 28 aðildaríkja Evrópusambandsins.