Aukning á kynferðisbrotum á Suðurnesjum: Hugsanlegt að fólk treysti sér í auknum mæli til að kæra Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. ágúst 2019 13:44 Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir Fjörutíu og tvö kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum á síðasta ári, þar af átta nauðganir. Þetta eru næstum helmingi fleiri kynferðisbrot en árið á undan. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur að það sé aukning í brotaflokknum. Þá kunni að vera að fólk treysti sér frekar til að kæra. Árið 2017 voru 25 kynferðisbrotamál rannsökuð hjá lögreglunnu á Suðurnesjum. Í nýbirtri árskýrslu embættissins fyrir árið 2018 kemur fram að 42 kynferðisbrotamál hafi verið tilkynnt á árinu og eru það næstum helmingi fleiri brot en árið 2017. „Skýringin kann hugsanlega að liggja í því að það sé aukning í brotaflokknum. Og hugsanlega að fólk treysti sér frekar að kæra. Ég geri ráð fyrir því að fyrri skýringin sé því miður líklegri,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum.Í ársskýrslunni segir að rafræn gagnavarsla nýtist vel við að upplýsa kynferðisbrotamál. „Við höfum auðvitað betri aðgang að tæknilegri upplýsigum heldur en var á árum áður. Bæði upplýsingar sem hægt er er að nálgast úr símtækjum og líka hugsanlega að við höfum fleri myndavélar sem sýna ferðir almennings,“ segir Ólafur Helgi. Þá kemur fram í skýrslunni að umferðarlagabrot hafi aukist talsvert á milli ára. Árið 2017 voru skráð umferarlagabrot 1.977 en í fyrra voru þau 2.574. Hlutfall þeirra sem aka undir áhrifum ólöglegra fíknefniefna jókst mest en 193 voru teknir fyrir fíkiefnaakstur árið 2017 en 311 manns í fyrra. Ólafur Helgi segir að mikið hafi verið lagt í umferðareftirlit hjá embættinu. „Hins vegar er því ekki að neita að þegar maður horfir á þessar tölur og sér að akstur undir áhrifum fíkniefna er orðinn mun meiri en akstur undir áhrifum áfengis þá auðvitað vekur það upp ákveðinn ótta af því að það sé afleiðing af aukinni fíkniefnaneyslu í samfélaginu,“ segir Ólafur Helgi. Þá kemur fram í skýrslunni að tuttugu og einum hafi tekist að fara með ólöglegum hætti um ytri landamæri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og er hlutfallið hærra en það var á síðasta ári. Grindavík Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Vogar Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
Fjörutíu og tvö kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum á síðasta ári, þar af átta nauðganir. Þetta eru næstum helmingi fleiri kynferðisbrot en árið á undan. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur að það sé aukning í brotaflokknum. Þá kunni að vera að fólk treysti sér frekar til að kæra. Árið 2017 voru 25 kynferðisbrotamál rannsökuð hjá lögreglunnu á Suðurnesjum. Í nýbirtri árskýrslu embættissins fyrir árið 2018 kemur fram að 42 kynferðisbrotamál hafi verið tilkynnt á árinu og eru það næstum helmingi fleiri brot en árið 2017. „Skýringin kann hugsanlega að liggja í því að það sé aukning í brotaflokknum. Og hugsanlega að fólk treysti sér frekar að kæra. Ég geri ráð fyrir því að fyrri skýringin sé því miður líklegri,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum.Í ársskýrslunni segir að rafræn gagnavarsla nýtist vel við að upplýsa kynferðisbrotamál. „Við höfum auðvitað betri aðgang að tæknilegri upplýsigum heldur en var á árum áður. Bæði upplýsingar sem hægt er er að nálgast úr símtækjum og líka hugsanlega að við höfum fleri myndavélar sem sýna ferðir almennings,“ segir Ólafur Helgi. Þá kemur fram í skýrslunni að umferðarlagabrot hafi aukist talsvert á milli ára. Árið 2017 voru skráð umferarlagabrot 1.977 en í fyrra voru þau 2.574. Hlutfall þeirra sem aka undir áhrifum ólöglegra fíknefniefna jókst mest en 193 voru teknir fyrir fíkiefnaakstur árið 2017 en 311 manns í fyrra. Ólafur Helgi segir að mikið hafi verið lagt í umferðareftirlit hjá embættinu. „Hins vegar er því ekki að neita að þegar maður horfir á þessar tölur og sér að akstur undir áhrifum fíkniefna er orðinn mun meiri en akstur undir áhrifum áfengis þá auðvitað vekur það upp ákveðinn ótta af því að það sé afleiðing af aukinni fíkniefnaneyslu í samfélaginu,“ segir Ólafur Helgi. Þá kemur fram í skýrslunni að tuttugu og einum hafi tekist að fara með ólöglegum hætti um ytri landamæri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og er hlutfallið hærra en það var á síðasta ári.
Grindavík Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Vogar Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira