Eggnám síðustu kvennashyrninganna gekk vel Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 22:42 Mæðgurnar Najin og Fatu ásamt kvendýri af Suður-Afrísku hvítnashyrninga ætt. getty/Jan Husar Hópur dýralækna hafa náð að nema 10 egg örugglega úr tveimur kvendýrum norður-hvíta nashyrningsins í Kenía. Kvendýrin tvö eru þau síðustu af sinni tegund. Svona aðgerð hefur aldrei áður verið framkvæmd. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Vonast er til að hægt verði að frjóvga eggin með frosnu sæði sem tekið var frá hvítum nashyrningi af þessari tegund sem nú er dáinn. Síðasta karldýrið, sem hét Súdan, dó í mars 2018. Tegundinni hefur nánast verið útrýmt vegna veiðiþjófnaðar og búsvæðaleysis. Tegund hvítra nashyrninga skiptist í tvo flokka, tegund sem heldur sig í Norður-Afríku og svo tegund sem heldur til í Suður-Afríku. Tegundin í suðrinu er ekki jafn illa sett og sú í norðri. Þeir sem stóðu að aðgerðinni voru Ol Pejeta verndarsvæðið, Leibniz Institute for Zoo & Wildlife Research, Dvur Králové dýragarðurinn í Tékklandi og Kenya Wildlife Service. „Við erum hæstánægð að þetta samstarf hafi fært okkur nær því að koma í veg fyrir útrýmingu norður-hvítu nashyrninganna,“ sagði John Waweru, framkvæmdarstjóri KWS. „Þetta snertir hjörtu okkar sérstaklega vegna dauða Súdans, síðasta karldýrsins, sem dó í hárri elli á síðasta ári í Kenía.“ Nashyrningarnir tveir sem enn lifa, móðir og dóttir hennar sem heita Najin og Fatu, búa á Ol Pejeta verndarsvæðinu í miðju Kenía og eru þær vaktaðar allan sólarhringinn. Verðir þeirra bera vopn. Vegna erfðagalla getur hvorug þeirra gengið með afkvæmi. Gert er ráð fyrir að fósturvísi verði komið fyrir í staðgöngumóður af tegund suður-hvítra nashyrninga í náinni framtíð. Tæknin, sem var beitt í aðgerðinni, hefur verið þróuð á undanförnum árum en er ekki fullkomlega örugg. Hætta er á að þótt að fósturvísum verði komið fyrir í legi annarra kvendýra muni meðganga ekki verða löng. Dýr Kenía Tengdar fréttir Evrópskir nashyrningar snúa aftur til heimahaganna Fimm svartir nashyrningar eru nú á leið frá Evrópu, þar sem þeir hafa lifað í búrum allt sitt líf, til þjóðgarðs í Rúanda. 23. júní 2019 16:05 Lögðu hald á 168 kíló af nashyrningahornum Komið var í veg fyrir tvær umfangsmiklar smygltilraunir í Asíu í dag. 14. mars 2017 18:59 Drápu nashyrning í dýragarði í Frakklandi Veiðiþjófar brutust inn í dýragarðinn og skutu nashyrninginn þremur skotum í höfuðið. 7. mars 2017 21:31 Tíundi nashyrningurinn dauður í kjölfar flutninga Ellefu svartir nashyrningar voru í fyrra fluttir í þjóðgarð í Kenía en aðeins einn þeirra hefur lifað flutningana af. 26. júlí 2018 15:43 Saga hornin af nashyrningum þeim til varnar Starfsmenn dýragarðs í Tékklandi taka enga áhættu. 21. mars 2017 15:51 Síðasta karldýr Súmötru nashyrninga dáið Síðasti karlkyns Súmötru nashyrningurinn í Malasíu er dáinn. Náttúruverndarsinnar segja þessar fréttir eiga að vekja fólk til umhugsunar og hvetja það til að vernda náttúrulífið. 28. maí 2019 23:01 Íslenskt flugfélag flutti evrópska nashyrninga til heimahaganna Íslenska fragtflugfélagið Air Atlanta Icelandic flutti fimm svarta nashyrninga frá Evrópu til nýju heimkynna þeirra í þjóðgarði í Rúanda. 24. júní 2019 23:34 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Hópur dýralækna hafa náð að nema 10 egg örugglega úr tveimur kvendýrum norður-hvíta nashyrningsins í Kenía. Kvendýrin tvö eru þau síðustu af sinni tegund. Svona aðgerð hefur aldrei áður verið framkvæmd. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Vonast er til að hægt verði að frjóvga eggin með frosnu sæði sem tekið var frá hvítum nashyrningi af þessari tegund sem nú er dáinn. Síðasta karldýrið, sem hét Súdan, dó í mars 2018. Tegundinni hefur nánast verið útrýmt vegna veiðiþjófnaðar og búsvæðaleysis. Tegund hvítra nashyrninga skiptist í tvo flokka, tegund sem heldur sig í Norður-Afríku og svo tegund sem heldur til í Suður-Afríku. Tegundin í suðrinu er ekki jafn illa sett og sú í norðri. Þeir sem stóðu að aðgerðinni voru Ol Pejeta verndarsvæðið, Leibniz Institute for Zoo & Wildlife Research, Dvur Králové dýragarðurinn í Tékklandi og Kenya Wildlife Service. „Við erum hæstánægð að þetta samstarf hafi fært okkur nær því að koma í veg fyrir útrýmingu norður-hvítu nashyrninganna,“ sagði John Waweru, framkvæmdarstjóri KWS. „Þetta snertir hjörtu okkar sérstaklega vegna dauða Súdans, síðasta karldýrsins, sem dó í hárri elli á síðasta ári í Kenía.“ Nashyrningarnir tveir sem enn lifa, móðir og dóttir hennar sem heita Najin og Fatu, búa á Ol Pejeta verndarsvæðinu í miðju Kenía og eru þær vaktaðar allan sólarhringinn. Verðir þeirra bera vopn. Vegna erfðagalla getur hvorug þeirra gengið með afkvæmi. Gert er ráð fyrir að fósturvísi verði komið fyrir í staðgöngumóður af tegund suður-hvítra nashyrninga í náinni framtíð. Tæknin, sem var beitt í aðgerðinni, hefur verið þróuð á undanförnum árum en er ekki fullkomlega örugg. Hætta er á að þótt að fósturvísum verði komið fyrir í legi annarra kvendýra muni meðganga ekki verða löng.
Dýr Kenía Tengdar fréttir Evrópskir nashyrningar snúa aftur til heimahaganna Fimm svartir nashyrningar eru nú á leið frá Evrópu, þar sem þeir hafa lifað í búrum allt sitt líf, til þjóðgarðs í Rúanda. 23. júní 2019 16:05 Lögðu hald á 168 kíló af nashyrningahornum Komið var í veg fyrir tvær umfangsmiklar smygltilraunir í Asíu í dag. 14. mars 2017 18:59 Drápu nashyrning í dýragarði í Frakklandi Veiðiþjófar brutust inn í dýragarðinn og skutu nashyrninginn þremur skotum í höfuðið. 7. mars 2017 21:31 Tíundi nashyrningurinn dauður í kjölfar flutninga Ellefu svartir nashyrningar voru í fyrra fluttir í þjóðgarð í Kenía en aðeins einn þeirra hefur lifað flutningana af. 26. júlí 2018 15:43 Saga hornin af nashyrningum þeim til varnar Starfsmenn dýragarðs í Tékklandi taka enga áhættu. 21. mars 2017 15:51 Síðasta karldýr Súmötru nashyrninga dáið Síðasti karlkyns Súmötru nashyrningurinn í Malasíu er dáinn. Náttúruverndarsinnar segja þessar fréttir eiga að vekja fólk til umhugsunar og hvetja það til að vernda náttúrulífið. 28. maí 2019 23:01 Íslenskt flugfélag flutti evrópska nashyrninga til heimahaganna Íslenska fragtflugfélagið Air Atlanta Icelandic flutti fimm svarta nashyrninga frá Evrópu til nýju heimkynna þeirra í þjóðgarði í Rúanda. 24. júní 2019 23:34 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Evrópskir nashyrningar snúa aftur til heimahaganna Fimm svartir nashyrningar eru nú á leið frá Evrópu, þar sem þeir hafa lifað í búrum allt sitt líf, til þjóðgarðs í Rúanda. 23. júní 2019 16:05
Lögðu hald á 168 kíló af nashyrningahornum Komið var í veg fyrir tvær umfangsmiklar smygltilraunir í Asíu í dag. 14. mars 2017 18:59
Drápu nashyrning í dýragarði í Frakklandi Veiðiþjófar brutust inn í dýragarðinn og skutu nashyrninginn þremur skotum í höfuðið. 7. mars 2017 21:31
Tíundi nashyrningurinn dauður í kjölfar flutninga Ellefu svartir nashyrningar voru í fyrra fluttir í þjóðgarð í Kenía en aðeins einn þeirra hefur lifað flutningana af. 26. júlí 2018 15:43
Saga hornin af nashyrningum þeim til varnar Starfsmenn dýragarðs í Tékklandi taka enga áhættu. 21. mars 2017 15:51
Síðasta karldýr Súmötru nashyrninga dáið Síðasti karlkyns Súmötru nashyrningurinn í Malasíu er dáinn. Náttúruverndarsinnar segja þessar fréttir eiga að vekja fólk til umhugsunar og hvetja það til að vernda náttúrulífið. 28. maí 2019 23:01
Íslenskt flugfélag flutti evrópska nashyrninga til heimahaganna Íslenska fragtflugfélagið Air Atlanta Icelandic flutti fimm svarta nashyrninga frá Evrópu til nýju heimkynna þeirra í þjóðgarði í Rúanda. 24. júní 2019 23:34