Hefja kornskurð óvenju snemma undir Eyjafjöllum eftir frábært hlýindasumar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. ágúst 2019 22:40 Kornskurðarvélin á ökrum Þorvaldseyrar í dag. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Kornuppskera stefnir í að verða óvenju góð sunnanlands í ár en kornskurður hófst í dag á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, tveimur til þremur vikum fyrr en venjulega. Stór hluti uppskerunnar fer í ölgerð og bakarí. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Kornakrarnir undir Eyjafjöllum eru orðnir bleikir, - enn eitt dæmið um óvenju hagstætt tíðarfar í sumar. Bændurnir á Þorvaldseyri, Ólafur Eggertsson og Páll Eggert, sonur hans, ræstu kornskurðarvélina í dag en þeir hafa oft ekki hafið kornslátt fyrr en komið er fram undir miðjan september. „En það er bara búið að vera svo frábært sumar og mikil hlýindi, eins og er í dag. Hérna er sextán stigi hiti og vindur. Kornið þornar bara á stráinu og það er kjörið að taka kornið á þessu stigi,“ segir Ólafur og minnist þess raunar að hafa áður byrjað kornskurð í endaðan ágúst.Bleikir akrar Þorvaldseyrar í dag. Eyjafjallajökull í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það hefur gengið á ýmsu í kornræktinni undanfarin ár og eftir lélegt ár í fyrra gleðst bóndinn yfir góðri uppskeru í ár. „Já, þetta er bara alveg toppurinn að lifa við svona. Að fá svona góð ár inn á milli. Og það er ekkert skemmtilegra en að vinna á kornakri í góðu veðri, eins og er í dag. Sjá hvernig vélin veður í gegnum akurinn og hirðir kornið í tank. Og það fer upp á vagn og síðan heim í kornhlöðu.“ Og það eru ekki bara kýrnar sem fá að njóta byggsins sem fóðurs heldur einnig mannfólkið. „Við erum að selja svona helminginn af korninu okkar til brugggerðar í Ölgerðinni. Og svo fer töluvert í mjöl líka, sem bakarí kaupa af okkur og baka úr þessu brauð og flatkökur og fleira," segir Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri. Hér má sjá viðtalið við hann í fréttum Stöðvar 2: Landbúnaður Rangárþing eystra Tengdar fréttir Repjuolía á íslenska skipaflotann Fyrsta tilraunaræktun á repju til olíuframleiðslu á Íslandi hófst 2009 á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum og hefur sú tilraun gefist vel. 19. maí 2019 19:15 Kornrækt til brauð- og ölgerðar eykst með nýrri þurrkunarstöð Sérhæfð kornþurrkunarstöð á Þorvaldseyri eykur matvælaöryggi í kornbúskap. 1. september 2016 19:45 Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11. nóvember 2010 18:51 Sjáið hvað það er dásamlegt að askan gerði jörðina frjósamari Sumarið er alger toppur, segir bóndinn á Þorvaldseyri, sem þakkar bæði góðri tíð og öskunni úr Eyjafjallajökli það að kornskurður hófst í ár allt að þremur vikum fyrr en venjulega. 24. ágúst 2016 19:45 Álskip og repjurækt kolefnislosi flotann Repjuolía og álskip samhliða rafvæðingu ættu að verða næstu skref Íslendinga til að minnka kolefnislosun skipaflotans, að mati ráðgjafahóps. 16. desember 2015 19:00 Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar almennilegar uppstyttur. 14. júní 2018 22:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Kornuppskera stefnir í að verða óvenju góð sunnanlands í ár en kornskurður hófst í dag á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, tveimur til þremur vikum fyrr en venjulega. Stór hluti uppskerunnar fer í ölgerð og bakarí. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Kornakrarnir undir Eyjafjöllum eru orðnir bleikir, - enn eitt dæmið um óvenju hagstætt tíðarfar í sumar. Bændurnir á Þorvaldseyri, Ólafur Eggertsson og Páll Eggert, sonur hans, ræstu kornskurðarvélina í dag en þeir hafa oft ekki hafið kornslátt fyrr en komið er fram undir miðjan september. „En það er bara búið að vera svo frábært sumar og mikil hlýindi, eins og er í dag. Hérna er sextán stigi hiti og vindur. Kornið þornar bara á stráinu og það er kjörið að taka kornið á þessu stigi,“ segir Ólafur og minnist þess raunar að hafa áður byrjað kornskurð í endaðan ágúst.Bleikir akrar Þorvaldseyrar í dag. Eyjafjallajökull í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það hefur gengið á ýmsu í kornræktinni undanfarin ár og eftir lélegt ár í fyrra gleðst bóndinn yfir góðri uppskeru í ár. „Já, þetta er bara alveg toppurinn að lifa við svona. Að fá svona góð ár inn á milli. Og það er ekkert skemmtilegra en að vinna á kornakri í góðu veðri, eins og er í dag. Sjá hvernig vélin veður í gegnum akurinn og hirðir kornið í tank. Og það fer upp á vagn og síðan heim í kornhlöðu.“ Og það eru ekki bara kýrnar sem fá að njóta byggsins sem fóðurs heldur einnig mannfólkið. „Við erum að selja svona helminginn af korninu okkar til brugggerðar í Ölgerðinni. Og svo fer töluvert í mjöl líka, sem bakarí kaupa af okkur og baka úr þessu brauð og flatkökur og fleira," segir Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri. Hér má sjá viðtalið við hann í fréttum Stöðvar 2:
Landbúnaður Rangárþing eystra Tengdar fréttir Repjuolía á íslenska skipaflotann Fyrsta tilraunaræktun á repju til olíuframleiðslu á Íslandi hófst 2009 á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum og hefur sú tilraun gefist vel. 19. maí 2019 19:15 Kornrækt til brauð- og ölgerðar eykst með nýrri þurrkunarstöð Sérhæfð kornþurrkunarstöð á Þorvaldseyri eykur matvælaöryggi í kornbúskap. 1. september 2016 19:45 Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11. nóvember 2010 18:51 Sjáið hvað það er dásamlegt að askan gerði jörðina frjósamari Sumarið er alger toppur, segir bóndinn á Þorvaldseyri, sem þakkar bæði góðri tíð og öskunni úr Eyjafjallajökli það að kornskurður hófst í ár allt að þremur vikum fyrr en venjulega. 24. ágúst 2016 19:45 Álskip og repjurækt kolefnislosi flotann Repjuolía og álskip samhliða rafvæðingu ættu að verða næstu skref Íslendinga til að minnka kolefnislosun skipaflotans, að mati ráðgjafahóps. 16. desember 2015 19:00 Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar almennilegar uppstyttur. 14. júní 2018 22:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Repjuolía á íslenska skipaflotann Fyrsta tilraunaræktun á repju til olíuframleiðslu á Íslandi hófst 2009 á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum og hefur sú tilraun gefist vel. 19. maí 2019 19:15
Kornrækt til brauð- og ölgerðar eykst með nýrri þurrkunarstöð Sérhæfð kornþurrkunarstöð á Þorvaldseyri eykur matvælaöryggi í kornbúskap. 1. september 2016 19:45
Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11. nóvember 2010 18:51
Sjáið hvað það er dásamlegt að askan gerði jörðina frjósamari Sumarið er alger toppur, segir bóndinn á Þorvaldseyri, sem þakkar bæði góðri tíð og öskunni úr Eyjafjallajökli það að kornskurður hófst í ár allt að þremur vikum fyrr en venjulega. 24. ágúst 2016 19:45
Álskip og repjurækt kolefnislosi flotann Repjuolía og álskip samhliða rafvæðingu ættu að verða næstu skref Íslendinga til að minnka kolefnislosun skipaflotans, að mati ráðgjafahóps. 16. desember 2015 19:00
Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar almennilegar uppstyttur. 14. júní 2018 22:00