Handtakan á Hinsegin dögum til skoðunar hjá nefnd um eftirlit með lögreglu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 19:30 Atvik sem átti sér stað í miðborg Reykjavíkur á Hinsegin dögum síðustu helgi þegar ung kona var handtekin er til skoðunar hjá nefnd um eftirlit með lögreglu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sat fyrir svörum á fundi mannréttinda-, nýsköðpunar og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar í dag. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður ráðsins óskaði eftir fundinum með lögreglu. „Lögreglan er eini aðilinn í okkar samfélagi sem að hefur einkarétt á valdbeitingu og þess vegna er svo mikilvægt að það ríki traust til lögreglunnar hvað þessa valdbeitingu varðar. Að það sé góð umgjörð, að verklagi sé fylgt og að verklagið sé gagnsætt. Að fólk viti hvað má og hvað má ekki,“ segir Dóra. „Kveikjan að því þessi dagskrárliður var tekinn fyrir voru mál sem hafa komið upp undanfarið þar sem að spurningar hafa vaknað um réttmæti aðgerða lögreglu,“ bætir hún við. Lögreglan hefur til að mynda sætt nokkurri gagnrýni í sumar vegna vinnubragða lögreglu, við líkamsleit á gestum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að færri fíkniefnamál hafi komið upp á hátíðinni í ár en í fyrra. Bætt hafi verið í löggæsluna í ár, fyrst og fremst vegna kvartana frá íbúum. „Þær leitir sem fóru fram fóru fram með fíkniefnahundi sem við fengum lánaðan, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rekur ekki eigin hundadeild. Þannig að það er bara verið að fara yfir það og eins og alltaf er þegar fólk telur á sér brotið þá getur það leitað til utanaðkomandi nefndar eða héraðssaksóknara, sem síðan skoðar og fer yfir allt sem við höfum gert,“ segir Sigríður Björk. Þá hefur lögregla sætt gagnrýni vegna handtöku ungrar konu á Hinsegin dögum. „Það var ein handtaka og við höfum sjálf aflað alls myndefnis og skýrslna og sent til nefndar um eftirlit með lögreglu og beðið þá um að fara yfir málið,“ segir Sigríður Björk. „Eðli málsins samkvæmt get ég ekki tjáð mig um einstök mál á meðan að þau eru til skoðunar hjá utanaðkomandi aðilum.“ Aðspurð segir hún að enginn starfsmaður lögreglunnar hafi verið sendur í leyfi á meðan málið er til skoðunar. „Það hefur ekki verið talið tilefni til þess,“ segir Sigríður Björk. Hinsegin Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Atvik sem átti sér stað í miðborg Reykjavíkur á Hinsegin dögum síðustu helgi þegar ung kona var handtekin er til skoðunar hjá nefnd um eftirlit með lögreglu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sat fyrir svörum á fundi mannréttinda-, nýsköðpunar og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar í dag. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður ráðsins óskaði eftir fundinum með lögreglu. „Lögreglan er eini aðilinn í okkar samfélagi sem að hefur einkarétt á valdbeitingu og þess vegna er svo mikilvægt að það ríki traust til lögreglunnar hvað þessa valdbeitingu varðar. Að það sé góð umgjörð, að verklagi sé fylgt og að verklagið sé gagnsætt. Að fólk viti hvað má og hvað má ekki,“ segir Dóra. „Kveikjan að því þessi dagskrárliður var tekinn fyrir voru mál sem hafa komið upp undanfarið þar sem að spurningar hafa vaknað um réttmæti aðgerða lögreglu,“ bætir hún við. Lögreglan hefur til að mynda sætt nokkurri gagnrýni í sumar vegna vinnubragða lögreglu, við líkamsleit á gestum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að færri fíkniefnamál hafi komið upp á hátíðinni í ár en í fyrra. Bætt hafi verið í löggæsluna í ár, fyrst og fremst vegna kvartana frá íbúum. „Þær leitir sem fóru fram fóru fram með fíkniefnahundi sem við fengum lánaðan, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rekur ekki eigin hundadeild. Þannig að það er bara verið að fara yfir það og eins og alltaf er þegar fólk telur á sér brotið þá getur það leitað til utanaðkomandi nefndar eða héraðssaksóknara, sem síðan skoðar og fer yfir allt sem við höfum gert,“ segir Sigríður Björk. Þá hefur lögregla sætt gagnrýni vegna handtöku ungrar konu á Hinsegin dögum. „Það var ein handtaka og við höfum sjálf aflað alls myndefnis og skýrslna og sent til nefndar um eftirlit með lögreglu og beðið þá um að fara yfir málið,“ segir Sigríður Björk. „Eðli málsins samkvæmt get ég ekki tjáð mig um einstök mál á meðan að þau eru til skoðunar hjá utanaðkomandi aðilum.“ Aðspurð segir hún að enginn starfsmaður lögreglunnar hafi verið sendur í leyfi á meðan málið er til skoðunar. „Það hefur ekki verið talið tilefni til þess,“ segir Sigríður Björk.
Hinsegin Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent