Útlensk Ísey ódýrari en íslensk Ísey Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. ágúst 2019 10:45 Vörumerkið Ísey hefur verið í mikilli útrás á síðustu árum, það má til að mynda fá í Japan. Mjólkursamsalan Ísey skyr er ódýrara í Finnlandi og Bretlandi en á Íslandi. Skyrið er framleitt á Jótlandi í Danmörku og síðan selt áfram til annarra landa. Það sé þó engu að síður selt á svipuðu verðbili á Íslandi og annars staðar í Evrópu að sögn Mjólkursamsölunnar. Íslendingar í útlöndum reka reglulega augun í Ísey skyr í hillum stórverslana. Vörumerkið hefur í mikilli útrás á síðustu árum og er það nú fáanlegt um allan heim; jafnt í Bandaríkjunum, Evrópu og í Japan.Sjá einnig: Skyr MS í 5.500 bandarískum verslunum Það er þó ekki síst verðið á skyrinu sem hefur vakið athygli Íslendinga. Þannig benti lögfræðingurinn María Rún Bjarnadóttir á það í vor að 170 grömm af Ísey skyri kosti þar 99 pens sem samsvarar um 150 krónum. Skáldkonan Þórdís Gísladóttir vakti síðan athygli á því í dag að svipaða sögu sé að segja frá Finnlandi. Þar megi kaupa 170 grömm af Ísey skyri á 99 evru sent, sem jafngildir um 137 íslenskum krónum.Ég get keypt Ísey skyr í Finnlandi á 40% lægra verði en á Íslandi. pic.twitter.com/EbdlrtInp0 — Þórdís Gísladóttir (@thordisg) August 22, 2019 Sambærilegt Ísey skyr er hins vegar dýrara á Íslandi. Þannig kostar 170 gramma skyrdós 175 krónur í Bónus, í Krónunni er hún á 178 krónur og sama dós 189 krónur í Nettó, eins og sjá má hér að neðan.170 gramma skyrdósir í kæli í Nettó á Akureyri.Vísir/tptÍsey ótengt Íslandi Sunna Gunnars Marteinsdóttir, samskiptastjóri Mjólkursamsölunnar, segir mikilvægt að huga að því að MS selji í heildsölu og að „frjáls verðlagning er á matvörumarkaðinum hér og annars staðar.“ Skyrið sem selt er í Bretlandi og Finnlandi sé þannig framleitt í Danmörku og því ekki „tengt íslensku landbúnaðarkerfi“ eins og látið sé í veðri vaka í færslunum hér að ofan. Aukinheldur sé verðbilið sem Ísey skyr er selt á er „svipað hérna á Íslandi og erlendis.“ Sunna nefnir í því samhengi að verðbil á Ísey skyr í Finnlandi sé alla jafna frá 136 krónum til 275 króna, eftir því hvaða tegund er keypt og í hvaða búð er verslað. Það sé ekki mjög ósvipað á Íslandi, þar sem verðbilið er frá 125 krónum upp í 309 krónur.Mjólkursamsalan kynnti Ísey til leiks sumarið 2017.„Að þessu sögðu er svo ágætt að minna á að íslenskur mjólkuriðnaður er lítill en með meiri stærð kemur meiri hagkvæmni. Til samanburðar á fyrirtækjum milli landa veltir MS 28 milljörðum árlega meðan aðrir mjólkurframleiðendur eru víða að velta 500-2000 milljörðum,“ segir Sunna. Þá hafa Samtök atvinnulífsins bent á að fleira þurfi að taka með í reikninginn þegar borið er saman vöruverð á milli landa. Þannig skipti kaupgeta miklu máli, hversu lengi Íslendingar eru að vinna fyrir matarkörfunni, samanborið við aðrar þjóðir. „Samkvæmt upplýsingum OECD var meðaltímakaup eftir tekjuskatt 55% hærra á Íslandi en í Finnlandi og verðlag á mat og drykkjarvöru 30% hærra skv. upplýsingum hagstofu ESB. Kaupmáttur launa gagnvart mat- og drykkjarvörum var þannig 20% hærri á Íslandi en í Finnlandi,“ segir í úttekt SA frá því í upphafi árs.Í ljósi hærra tímakaups á Íslandi en í Finnlandi tók það meðal Íslending 8 klukkustundir að vinna fyrir mánaðarlegum útgjöldum til mat- og drykkjarvara en það tók Finnann 9,5 klukkustundir að vinna fyrir sömu vörukörfu. Landbúnaður Neytendur Samkeppnismál Skattar og tollar Tengdar fréttir Mikill munur á verði matvöru netverslana Verulegur verðmunur getur verið á milli netverslana með matvöru samkvæmt verðathugun Fréttablaðsins. Þrjú fyrirtæki sérhæfa sig helst í matvöru á netinu. Framkvæmdastjóri Bónuss segist ekki geta farið í netverslun sem sakir standa. 26. apríl 2019 06:00 Ísey Skyr verði fáanlegt í tugþúsundum japanskra verslana Forstjóri hins japanska Nippon Luna og forstjóri Mjólkursamsölunnar hafa undirritað viljayfirlýsingu um frekara samstarf í Asíu. 12. apríl 2019 15:44 Skyr MS í 5.500 bandarískum verslunum Forstjóri Mjólkursamsölunnar segir að sala fyrirtækisins sé undir væntingum og að áhrif Costco séu talsverð. Fyrirtækið ætlar inn á nýja markaði og alla leið til Asíu. 22. nóvember 2017 07:00 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Ísey skyr er ódýrara í Finnlandi og Bretlandi en á Íslandi. Skyrið er framleitt á Jótlandi í Danmörku og síðan selt áfram til annarra landa. Það sé þó engu að síður selt á svipuðu verðbili á Íslandi og annars staðar í Evrópu að sögn Mjólkursamsölunnar. Íslendingar í útlöndum reka reglulega augun í Ísey skyr í hillum stórverslana. Vörumerkið hefur í mikilli útrás á síðustu árum og er það nú fáanlegt um allan heim; jafnt í Bandaríkjunum, Evrópu og í Japan.Sjá einnig: Skyr MS í 5.500 bandarískum verslunum Það er þó ekki síst verðið á skyrinu sem hefur vakið athygli Íslendinga. Þannig benti lögfræðingurinn María Rún Bjarnadóttir á það í vor að 170 grömm af Ísey skyri kosti þar 99 pens sem samsvarar um 150 krónum. Skáldkonan Þórdís Gísladóttir vakti síðan athygli á því í dag að svipaða sögu sé að segja frá Finnlandi. Þar megi kaupa 170 grömm af Ísey skyri á 99 evru sent, sem jafngildir um 137 íslenskum krónum.Ég get keypt Ísey skyr í Finnlandi á 40% lægra verði en á Íslandi. pic.twitter.com/EbdlrtInp0 — Þórdís Gísladóttir (@thordisg) August 22, 2019 Sambærilegt Ísey skyr er hins vegar dýrara á Íslandi. Þannig kostar 170 gramma skyrdós 175 krónur í Bónus, í Krónunni er hún á 178 krónur og sama dós 189 krónur í Nettó, eins og sjá má hér að neðan.170 gramma skyrdósir í kæli í Nettó á Akureyri.Vísir/tptÍsey ótengt Íslandi Sunna Gunnars Marteinsdóttir, samskiptastjóri Mjólkursamsölunnar, segir mikilvægt að huga að því að MS selji í heildsölu og að „frjáls verðlagning er á matvörumarkaðinum hér og annars staðar.“ Skyrið sem selt er í Bretlandi og Finnlandi sé þannig framleitt í Danmörku og því ekki „tengt íslensku landbúnaðarkerfi“ eins og látið sé í veðri vaka í færslunum hér að ofan. Aukinheldur sé verðbilið sem Ísey skyr er selt á er „svipað hérna á Íslandi og erlendis.“ Sunna nefnir í því samhengi að verðbil á Ísey skyr í Finnlandi sé alla jafna frá 136 krónum til 275 króna, eftir því hvaða tegund er keypt og í hvaða búð er verslað. Það sé ekki mjög ósvipað á Íslandi, þar sem verðbilið er frá 125 krónum upp í 309 krónur.Mjólkursamsalan kynnti Ísey til leiks sumarið 2017.„Að þessu sögðu er svo ágætt að minna á að íslenskur mjólkuriðnaður er lítill en með meiri stærð kemur meiri hagkvæmni. Til samanburðar á fyrirtækjum milli landa veltir MS 28 milljörðum árlega meðan aðrir mjólkurframleiðendur eru víða að velta 500-2000 milljörðum,“ segir Sunna. Þá hafa Samtök atvinnulífsins bent á að fleira þurfi að taka með í reikninginn þegar borið er saman vöruverð á milli landa. Þannig skipti kaupgeta miklu máli, hversu lengi Íslendingar eru að vinna fyrir matarkörfunni, samanborið við aðrar þjóðir. „Samkvæmt upplýsingum OECD var meðaltímakaup eftir tekjuskatt 55% hærra á Íslandi en í Finnlandi og verðlag á mat og drykkjarvöru 30% hærra skv. upplýsingum hagstofu ESB. Kaupmáttur launa gagnvart mat- og drykkjarvörum var þannig 20% hærri á Íslandi en í Finnlandi,“ segir í úttekt SA frá því í upphafi árs.Í ljósi hærra tímakaups á Íslandi en í Finnlandi tók það meðal Íslending 8 klukkustundir að vinna fyrir mánaðarlegum útgjöldum til mat- og drykkjarvara en það tók Finnann 9,5 klukkustundir að vinna fyrir sömu vörukörfu.
Landbúnaður Neytendur Samkeppnismál Skattar og tollar Tengdar fréttir Mikill munur á verði matvöru netverslana Verulegur verðmunur getur verið á milli netverslana með matvöru samkvæmt verðathugun Fréttablaðsins. Þrjú fyrirtæki sérhæfa sig helst í matvöru á netinu. Framkvæmdastjóri Bónuss segist ekki geta farið í netverslun sem sakir standa. 26. apríl 2019 06:00 Ísey Skyr verði fáanlegt í tugþúsundum japanskra verslana Forstjóri hins japanska Nippon Luna og forstjóri Mjólkursamsölunnar hafa undirritað viljayfirlýsingu um frekara samstarf í Asíu. 12. apríl 2019 15:44 Skyr MS í 5.500 bandarískum verslunum Forstjóri Mjólkursamsölunnar segir að sala fyrirtækisins sé undir væntingum og að áhrif Costco séu talsverð. Fyrirtækið ætlar inn á nýja markaði og alla leið til Asíu. 22. nóvember 2017 07:00 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Mikill munur á verði matvöru netverslana Verulegur verðmunur getur verið á milli netverslana með matvöru samkvæmt verðathugun Fréttablaðsins. Þrjú fyrirtæki sérhæfa sig helst í matvöru á netinu. Framkvæmdastjóri Bónuss segist ekki geta farið í netverslun sem sakir standa. 26. apríl 2019 06:00
Ísey Skyr verði fáanlegt í tugþúsundum japanskra verslana Forstjóri hins japanska Nippon Luna og forstjóri Mjólkursamsölunnar hafa undirritað viljayfirlýsingu um frekara samstarf í Asíu. 12. apríl 2019 15:44
Skyr MS í 5.500 bandarískum verslunum Forstjóri Mjólkursamsölunnar segir að sala fyrirtækisins sé undir væntingum og að áhrif Costco séu talsverð. Fyrirtækið ætlar inn á nýja markaði og alla leið til Asíu. 22. nóvember 2017 07:00