Fulltrúi ríkisins blessaði 150 milljóna starfslok Hörður Ægisson skrifar 21. ágúst 2019 08:15 Höskuldur Ólafsson lét af störfum sem bankastjóri Arion banka í apríl síðastliðnum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka gerði engar athugasemdir við þær breytingar sem gerðar voru á ráðningarsamningi Höskuldar Ólafssonar, þáverandi bankastjóra, um mitt ár 2017 og samþykktar af stjórn bankans. Þær breytingar, sem tengdust annars vegar uppsagnarfresti og hins vegar samningi um starfslok, þýddu að bankinn þurfti að gjaldfæra hjá sér samtals 150 milljóna króna kostnað vegna launa og launatengdra gjalda þegar Höskuldur lét af störfum í apríl á þessu ári. Höskuldur hefur neitað því að hann hafi verið rekinn heldur hafi hann sagt starfi sínu lausu. Samkvæmt heimildum Markaðarins voru fyrrnefndar breytingar á ráðningarsamningi Höskuldar samþykktar samhljóða af öllum stjórnarmönnum bankans. Fulltrúi Bankasýslunnar í stjórn Arion banka á þessum tíma var Kirstín Þ. Flygenring en stofnunin hélt þá utan um þrettán prósenta hlut ríkisins í bankanum. Sá hlutur var síðan seldur til Kaupþings, sem þá var stærsti hluthafi bankans, í ársbyrjun 2018 fyrir um 23,4 milljarða króna. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lét hafa það eftir sér í fjölmiðlum í lok síðustu viku, spurður um starfslokasamning Höskuldar, að fyrir honum liti þetta út „sem ótrúlegt bruðl“. Í svari til Markaðarins segir Arion banki að breyting á ráðningarsamningi Höskuldar hafi verið gerð þegar alþjóðlegt hlutafjárútboð og skráning bankans á markað á Íslandi og í Svíþjóð var í undirbúningi. Þetta hafi verið gert í kjölfar þess að þáverandi stjórnarformaður bankans, Monica Caneman, hafi stigið til hliðar. „Markmiðið var að tryggja að bankinn nyti starfskrafta Höskuldar fram að hlutafjárútboði og skráningu og í framhaldi af henni. Fyrir lá að það hefði einfaldlega skaðað og tafið útboðs- og skráningarferli bankans ef mannabreytingar yrðu bæði á stöðu stjórnarformanns og bankastjóra svo skömmu fyrir fyrirhugaða skráningu. Miklir hagsmunir voru í húfi og mat sú stjórn sem þá sat það afar mikilvægt að tryggja nauðsynlegan stöðugleika með því að gera breytingar á ráðningarsamningi bankastjóra,“ segir í svari Arion. Starfslok Höskuldar hafi verið að fullu í samræmi við þann samning sem gerður var við hann árið 2017 og samanstóð af uppsagnarfresti og samningi um starfslok. Bankinn viðurkennir að kjörin hafi „vissulega [verið] óvenjuleg en aðstæður voru óvenjulegar í ljósi skráningar bankans á markað og mikilvægis þess að stöðugleiki ríkti í þessum æðstu stjórnunarstöðum bankans á þeim tíma.“ Ekkert varð hins vegar af fyrirhuguðum áformum um útboð og skráningu Arion banka haustið 2017 þegar ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var slitið um miðjan september. Bankinn var að lokum skráður á hlutabréfamarkað í kauphöllunum á Íslandi og í Svíþjóð í júní ári síðar. Laun Höskuldar á árinu 2018 námu samtals 67,5 milljónum króna auk árangurstengdra greiðslna að fjárhæð 7,2 milljónir. Þær greiðslur komu hins vegar til vegna rekstrarárangurs á árinu 2017. Hagnaður bankans á síðasta ári dróst saman um nærri helming og nam tæplega 7,8 milljörðum. Arðsemi Arion banka á eigið fé var aðeins 3,7 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Stjórnsýsla Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka gerði engar athugasemdir við þær breytingar sem gerðar voru á ráðningarsamningi Höskuldar Ólafssonar, þáverandi bankastjóra, um mitt ár 2017 og samþykktar af stjórn bankans. Þær breytingar, sem tengdust annars vegar uppsagnarfresti og hins vegar samningi um starfslok, þýddu að bankinn þurfti að gjaldfæra hjá sér samtals 150 milljóna króna kostnað vegna launa og launatengdra gjalda þegar Höskuldur lét af störfum í apríl á þessu ári. Höskuldur hefur neitað því að hann hafi verið rekinn heldur hafi hann sagt starfi sínu lausu. Samkvæmt heimildum Markaðarins voru fyrrnefndar breytingar á ráðningarsamningi Höskuldar samþykktar samhljóða af öllum stjórnarmönnum bankans. Fulltrúi Bankasýslunnar í stjórn Arion banka á þessum tíma var Kirstín Þ. Flygenring en stofnunin hélt þá utan um þrettán prósenta hlut ríkisins í bankanum. Sá hlutur var síðan seldur til Kaupþings, sem þá var stærsti hluthafi bankans, í ársbyrjun 2018 fyrir um 23,4 milljarða króna. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lét hafa það eftir sér í fjölmiðlum í lok síðustu viku, spurður um starfslokasamning Höskuldar, að fyrir honum liti þetta út „sem ótrúlegt bruðl“. Í svari til Markaðarins segir Arion banki að breyting á ráðningarsamningi Höskuldar hafi verið gerð þegar alþjóðlegt hlutafjárútboð og skráning bankans á markað á Íslandi og í Svíþjóð var í undirbúningi. Þetta hafi verið gert í kjölfar þess að þáverandi stjórnarformaður bankans, Monica Caneman, hafi stigið til hliðar. „Markmiðið var að tryggja að bankinn nyti starfskrafta Höskuldar fram að hlutafjárútboði og skráningu og í framhaldi af henni. Fyrir lá að það hefði einfaldlega skaðað og tafið útboðs- og skráningarferli bankans ef mannabreytingar yrðu bæði á stöðu stjórnarformanns og bankastjóra svo skömmu fyrir fyrirhugaða skráningu. Miklir hagsmunir voru í húfi og mat sú stjórn sem þá sat það afar mikilvægt að tryggja nauðsynlegan stöðugleika með því að gera breytingar á ráðningarsamningi bankastjóra,“ segir í svari Arion. Starfslok Höskuldar hafi verið að fullu í samræmi við þann samning sem gerður var við hann árið 2017 og samanstóð af uppsagnarfresti og samningi um starfslok. Bankinn viðurkennir að kjörin hafi „vissulega [verið] óvenjuleg en aðstæður voru óvenjulegar í ljósi skráningar bankans á markað og mikilvægis þess að stöðugleiki ríkti í þessum æðstu stjórnunarstöðum bankans á þeim tíma.“ Ekkert varð hins vegar af fyrirhuguðum áformum um útboð og skráningu Arion banka haustið 2017 þegar ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var slitið um miðjan september. Bankinn var að lokum skráður á hlutabréfamarkað í kauphöllunum á Íslandi og í Svíþjóð í júní ári síðar. Laun Höskuldar á árinu 2018 námu samtals 67,5 milljónum króna auk árangurstengdra greiðslna að fjárhæð 7,2 milljónir. Þær greiðslur komu hins vegar til vegna rekstrarárangurs á árinu 2017. Hagnaður bankans á síðasta ári dróst saman um nærri helming og nam tæplega 7,8 milljörðum. Arðsemi Arion banka á eigið fé var aðeins 3,7 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Stjórnsýsla Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira