Hver níðist á neytendum? Ólafur Arnarson skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Sigmar Vilhjálmsson, nýr talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda, gagnrýndi á dögunum harðlega innflytjendur á landbúnaðarafurðum. Honum finnst skrítið að verið sé að flytja inn vörur í „sama gæðaflokki“ og við Íslendingar getum framleitt sjálfir. Hver metur þessi gæði? Á að setja á fót Gæðaráð ríkisins sem ákveður hvað má flytja inn og hvað ekki? Á að banna allan innflutning á Parma-skinku ef Ali býður upp á vöru með sama nafni? Er þetta örugglega sama varan? Er ekki betra að láta neytendur um að meta gæði vörunnar? Þá sakar Sigmar innflytjendur um að hirða sjálfir allan ábata af tollfrjálsum innflutningi matvæla í stað þess að láta ábatann renna til neytenda. Innflytjendur flytji inn lélega vöru og það sé innanlandsframleiðslan sem haldi uppi gæðum á matvælum. Hann segir innflytjendur ávaxta kaupa annars flokks vöru og selja á fyrsta flokks verði því ávextir séu ekki framleiddir hér á landi. En hverjir níðast svona á íslenskum neytendum? Jú, í ljós kemur að félagsmenn í FESK flytja inn tæp 90 prósent tollkvótans af svínakjöti og helming kvótans af alifuglakjöti. Það eru sem sagt hans eigin félagsmenn sem níðast á neytendum. Og hverjir flytja inn ávextina? Einn stærsti innflytjandinn er Mata, systurfélag kjúklingaframleiðandans Matfugls og svínakjötsframleiðandans Síldar og Fisks (Ali) og aðili að FESK. Mata fær kaldar kveðjur frá eigin talsmanni. Í framhaldi af þessu væri líka áhugavert að fá svör við því hvers vegna fyrirtæki innan FESK hafa ekki látið neytendur njóta endurgreiðslna frá ríkinu á ólögmætum gjöldum sem innheimt voru vegna útboða á tollkvótum á árunum 2009-2013. Í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar um að gjaldtaka vegna útboða tollkvóta væri ólögleg endurgreiddi ríkið innflytjendum næstum 800 milljónir árið 2016. Drjúgur hluti þeirrar fjárhæðar rann til fyrirtækja innan FESK. Í hvaða vasa fóru þeir peningar? Ekki til neytenda, svo mikið er víst.Höfundur er hagfræðingur og fv. formaður Neytendasamtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Ólafur Arnarson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson, nýr talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda, gagnrýndi á dögunum harðlega innflytjendur á landbúnaðarafurðum. Honum finnst skrítið að verið sé að flytja inn vörur í „sama gæðaflokki“ og við Íslendingar getum framleitt sjálfir. Hver metur þessi gæði? Á að setja á fót Gæðaráð ríkisins sem ákveður hvað má flytja inn og hvað ekki? Á að banna allan innflutning á Parma-skinku ef Ali býður upp á vöru með sama nafni? Er þetta örugglega sama varan? Er ekki betra að láta neytendur um að meta gæði vörunnar? Þá sakar Sigmar innflytjendur um að hirða sjálfir allan ábata af tollfrjálsum innflutningi matvæla í stað þess að láta ábatann renna til neytenda. Innflytjendur flytji inn lélega vöru og það sé innanlandsframleiðslan sem haldi uppi gæðum á matvælum. Hann segir innflytjendur ávaxta kaupa annars flokks vöru og selja á fyrsta flokks verði því ávextir séu ekki framleiddir hér á landi. En hverjir níðast svona á íslenskum neytendum? Jú, í ljós kemur að félagsmenn í FESK flytja inn tæp 90 prósent tollkvótans af svínakjöti og helming kvótans af alifuglakjöti. Það eru sem sagt hans eigin félagsmenn sem níðast á neytendum. Og hverjir flytja inn ávextina? Einn stærsti innflytjandinn er Mata, systurfélag kjúklingaframleiðandans Matfugls og svínakjötsframleiðandans Síldar og Fisks (Ali) og aðili að FESK. Mata fær kaldar kveðjur frá eigin talsmanni. Í framhaldi af þessu væri líka áhugavert að fá svör við því hvers vegna fyrirtæki innan FESK hafa ekki látið neytendur njóta endurgreiðslna frá ríkinu á ólögmætum gjöldum sem innheimt voru vegna útboða á tollkvótum á árunum 2009-2013. Í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar um að gjaldtaka vegna útboða tollkvóta væri ólögleg endurgreiddi ríkið innflytjendum næstum 800 milljónir árið 2016. Drjúgur hluti þeirrar fjárhæðar rann til fyrirtækja innan FESK. Í hvaða vasa fóru þeir peningar? Ekki til neytenda, svo mikið er víst.Höfundur er hagfræðingur og fv. formaður Neytendasamtakanna
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar