Ofmátu tekjur og vanmátu kostnað en sjá fram á betri vetur Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2019 16:30 Höfuðstöðvar Sýnar standa við Suðurlandsbraut 8. Sýn Dagurinn var fjarskiptafyrirtækinu Sýn erfiður í Kauphöllinni. Hlutabréfverð í félaginu hafði lækkað um rúmlega 8 prósent áður en markaðurinn lokaði, í 126 milljón króna viðskiptum. Ætla má að lækkun dagsins megi rekja beint til breyttra afkomuhorfa Sýnar, sem félagið greindi Kauphöllinni frá á öðrum tímanum. Fyrri horfur voru að sögn forsvarsmanna of bjartsýnar. Þannig hafi tekjur af fjölmiðlum og fjarskiptum verið ofáætlaðar um tæpar 400 milljónir og kostnaður við útsendingar miðla vanáætlaður um 160 milljónir. Áætlanir forsvarsmanna Sýnar benda nú til að EBITDA ársins, framlegð fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, verði um 5,6 milljarðar króna - en ekki á bilinu 6 til 6,5 milljarðar eins og fyrri spár gerðu ráð fyrir. „Framkvæmdastjórn er búin að breyta uppgjörum deilda og skerpa á innri ferlum sem mun skila sér í áreiðanlegri spám héðan í frá. Sömuleiðis hafa aðgerðir sem gripið var til í rekstrinum í sumar lækkað kostnaðarstig fyrirtækisins umtalsvert til framtíðar,“ segir í tilkynningu Sýnar til Kauphallarinnar. Þar segir jafnframt að Sýn muni birta uppgjör fyrri hluta ársins þann 28. ágúst næstkomandi og verður það kynnt morguninn eftir.Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, segir botninum hafa verið náð. Nú liggi leiðin aðeins upp á við.Vísir/VilhelmLágpunktinum náð Í pósti til starfsmanna Sýnar skrifar Heiðar Guðjónsson, forstjóri félagsins, að hann telji Sýn hafa náð lágpunkti í rekstri á ársfjórðungnum sem er að ljúka. Það hefur til að mynda birst í uppsögnum að undanförnu; fyrst á fimm millistjórnendum í lok maí og svo á 13 starfsmönnum um miðjan ágúst.Nú liggi leiðin hins vegar upp á við, til að mynda sé kostnaðarsömu sameiningarferli Vodafone og ljósvakamiðla 365 formlega lokið. „Vinna sumarsins við endurskoðun á innri ferlum, spám og uppgjörum, ásamt skipulagsbreytingum mun skila sér í betri rekstri strax í vetur,“ skrifar Heiðar. „Ég horfi því bjartsýnn fram á veturinn því með samstilltu átaki getum við gert gríðarlega vel og haft gaman af um leið - viðskiptavinum okkar til heilla.“ Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjarskipti Fjölmiðlar Markaðir Tækni Tengdar fréttir Fimm millistjórnendum sagt upp hjá Sýn Skipulagsbreytingar hjá Sýn komust til framkvæmda í morgun. 28. maí 2019 11:48 Þrettán uppsagnir hjá Sýn Heiðar Guðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, segir uppsagnirnar vera hluta af skipulagsbreytingum vegna sameiningar Vodafone og 365. 15. ágúst 2019 17:08 Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. 15. maí 2019 16:49 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Dagurinn var fjarskiptafyrirtækinu Sýn erfiður í Kauphöllinni. Hlutabréfverð í félaginu hafði lækkað um rúmlega 8 prósent áður en markaðurinn lokaði, í 126 milljón króna viðskiptum. Ætla má að lækkun dagsins megi rekja beint til breyttra afkomuhorfa Sýnar, sem félagið greindi Kauphöllinni frá á öðrum tímanum. Fyrri horfur voru að sögn forsvarsmanna of bjartsýnar. Þannig hafi tekjur af fjölmiðlum og fjarskiptum verið ofáætlaðar um tæpar 400 milljónir og kostnaður við útsendingar miðla vanáætlaður um 160 milljónir. Áætlanir forsvarsmanna Sýnar benda nú til að EBITDA ársins, framlegð fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, verði um 5,6 milljarðar króna - en ekki á bilinu 6 til 6,5 milljarðar eins og fyrri spár gerðu ráð fyrir. „Framkvæmdastjórn er búin að breyta uppgjörum deilda og skerpa á innri ferlum sem mun skila sér í áreiðanlegri spám héðan í frá. Sömuleiðis hafa aðgerðir sem gripið var til í rekstrinum í sumar lækkað kostnaðarstig fyrirtækisins umtalsvert til framtíðar,“ segir í tilkynningu Sýnar til Kauphallarinnar. Þar segir jafnframt að Sýn muni birta uppgjör fyrri hluta ársins þann 28. ágúst næstkomandi og verður það kynnt morguninn eftir.Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, segir botninum hafa verið náð. Nú liggi leiðin aðeins upp á við.Vísir/VilhelmLágpunktinum náð Í pósti til starfsmanna Sýnar skrifar Heiðar Guðjónsson, forstjóri félagsins, að hann telji Sýn hafa náð lágpunkti í rekstri á ársfjórðungnum sem er að ljúka. Það hefur til að mynda birst í uppsögnum að undanförnu; fyrst á fimm millistjórnendum í lok maí og svo á 13 starfsmönnum um miðjan ágúst.Nú liggi leiðin hins vegar upp á við, til að mynda sé kostnaðarsömu sameiningarferli Vodafone og ljósvakamiðla 365 formlega lokið. „Vinna sumarsins við endurskoðun á innri ferlum, spám og uppgjörum, ásamt skipulagsbreytingum mun skila sér í betri rekstri strax í vetur,“ skrifar Heiðar. „Ég horfi því bjartsýnn fram á veturinn því með samstilltu átaki getum við gert gríðarlega vel og haft gaman af um leið - viðskiptavinum okkar til heilla.“ Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjarskipti Fjölmiðlar Markaðir Tækni Tengdar fréttir Fimm millistjórnendum sagt upp hjá Sýn Skipulagsbreytingar hjá Sýn komust til framkvæmda í morgun. 28. maí 2019 11:48 Þrettán uppsagnir hjá Sýn Heiðar Guðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, segir uppsagnirnar vera hluta af skipulagsbreytingum vegna sameiningar Vodafone og 365. 15. ágúst 2019 17:08 Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. 15. maí 2019 16:49 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Fimm millistjórnendum sagt upp hjá Sýn Skipulagsbreytingar hjá Sýn komust til framkvæmda í morgun. 28. maí 2019 11:48
Þrettán uppsagnir hjá Sýn Heiðar Guðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, segir uppsagnirnar vera hluta af skipulagsbreytingum vegna sameiningar Vodafone og 365. 15. ágúst 2019 17:08
Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. 15. maí 2019 16:49