Óli Stefán: Finnst hópurinn hafa þroskast gríðarlega Smári Jökull Jónsson skrifar 31. ágúst 2019 18:35 Óli Stefán Flóventsson var sáttur í leikslok. vísir/bára Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA-manna var afskaplega ánægður eftir sigurinn á hans gamla heimavelli í Grindavík í dag. „Í ljósi þess hvernig staðan er í deildinni þá var mjög mikilvægt að ráðast á þessi stig. Þegar við skorum fyrsta markið þá er ég að gera skiptingu til að þétta miðsvæðið og verja stigið. Þetta var því gríðarlega sætt að þetta skyldi detta fyrir okkur í lokin,“ bætti Óli Stefán við en bæði mörk KA í dag komu í uppbótartíma. Fyrra markið kom úr vítaspyrnu en Elfar Árni Aðalsteinsson hafði misnotað vítaspyrnu fyrr í leiknum. „Ein vinna sem við höfum verið í er hvernig við tæklum mótlæti og vonbrigði. Það veit guð að við höfum verið í mótlæti löngum stundum í sumar. Mér finnst hópurinn hafa þroskast gríðarlega og tekist vel á við mótlæti. Þarna kom tímapunktur þar sem við uppskárum úr þeirri vinnu.“ „Mér fannst engan bilbug á okkur að finna eftir vítið, og þrátt fyrir að þeir hafi aðeins pressað og ógnað með löngum boltum þá fannst mér sjá á okkar liði að við ætluðum að selja okkur dýrt,“ sagði Óli Stefán og bætti við að það hefði enginn vafi verið að Elfar Árni færi aftur á punktinn. „Nei, ég treysti þessum strákum alveg 100%. Það sýnir líka sigurvegarinn í honum að taka af skarið og fara aftur. Fótbolti er furðulegur og við höfum farið illa með mörg dauðafæri, ekki bara í dag heldur að undanförnu. Hann tók þetta á sig hann Elfar og kláraði það vel.“ Nökkvi Þeyr Þórisson átti frábæra innkomu fyrir KA-menn, kom inn á 72.mínútu og fiskaði vítið sem Elfar skoraði úr og skoraði svo seinna markið sjálfur. „Það er það sem við viljum fá frá þessum strákum. Ég er búinn að segja ansi oft í sumar að við erum að reyna að marka þessa stefnu og taka þessa stráka og blóðga þá. Nú kom Nökkvi inn og nýtti tækifærið, hann hefur komið inn og staðið sig vel í leikjum í sumar. Hann gerði það svo sannarlega í dag.“ KA-menn eru nú sex stigum á undan Grindavík og fóru þar að auki uppfyrir Víkinga sem eiga reyndar leik til góða. „Við horfum bara í næstu þrjú stig. Þetta er svo stórfurðuleg deild, núna eigum við tvo heimaleiki eftir og einn útileik á móti liðum sem eru í kringum okkur þannig að það eru möguleikar í þessu. Við horfum bara í næstu þrjú stig og teljum svo upp úr hattinum í lokin.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA-manna var afskaplega ánægður eftir sigurinn á hans gamla heimavelli í Grindavík í dag. „Í ljósi þess hvernig staðan er í deildinni þá var mjög mikilvægt að ráðast á þessi stig. Þegar við skorum fyrsta markið þá er ég að gera skiptingu til að þétta miðsvæðið og verja stigið. Þetta var því gríðarlega sætt að þetta skyldi detta fyrir okkur í lokin,“ bætti Óli Stefán við en bæði mörk KA í dag komu í uppbótartíma. Fyrra markið kom úr vítaspyrnu en Elfar Árni Aðalsteinsson hafði misnotað vítaspyrnu fyrr í leiknum. „Ein vinna sem við höfum verið í er hvernig við tæklum mótlæti og vonbrigði. Það veit guð að við höfum verið í mótlæti löngum stundum í sumar. Mér finnst hópurinn hafa þroskast gríðarlega og tekist vel á við mótlæti. Þarna kom tímapunktur þar sem við uppskárum úr þeirri vinnu.“ „Mér fannst engan bilbug á okkur að finna eftir vítið, og þrátt fyrir að þeir hafi aðeins pressað og ógnað með löngum boltum þá fannst mér sjá á okkar liði að við ætluðum að selja okkur dýrt,“ sagði Óli Stefán og bætti við að það hefði enginn vafi verið að Elfar Árni færi aftur á punktinn. „Nei, ég treysti þessum strákum alveg 100%. Það sýnir líka sigurvegarinn í honum að taka af skarið og fara aftur. Fótbolti er furðulegur og við höfum farið illa með mörg dauðafæri, ekki bara í dag heldur að undanförnu. Hann tók þetta á sig hann Elfar og kláraði það vel.“ Nökkvi Þeyr Þórisson átti frábæra innkomu fyrir KA-menn, kom inn á 72.mínútu og fiskaði vítið sem Elfar skoraði úr og skoraði svo seinna markið sjálfur. „Það er það sem við viljum fá frá þessum strákum. Ég er búinn að segja ansi oft í sumar að við erum að reyna að marka þessa stefnu og taka þessa stráka og blóðga þá. Nú kom Nökkvi inn og nýtti tækifærið, hann hefur komið inn og staðið sig vel í leikjum í sumar. Hann gerði það svo sannarlega í dag.“ KA-menn eru nú sex stigum á undan Grindavík og fóru þar að auki uppfyrir Víkinga sem eiga reyndar leik til góða. „Við horfum bara í næstu þrjú stig. Þetta er svo stórfurðuleg deild, núna eigum við tvo heimaleiki eftir og einn útileik á móti liðum sem eru í kringum okkur þannig að það eru möguleikar í þessu. Við horfum bara í næstu þrjú stig og teljum svo upp úr hattinum í lokin.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira