Máttur lyginnar Sif Sigmarsdóttir skrifar 31. ágúst 2019 08:30 Ísland dróst óvænt inn í Brexit hringavitleysuna í vikunni. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gerir sér nú dælt við Donald Trump í von um fríverslunarsamning við Bandaríkin þegar Bretar segja skilið við Evrópusambandið. Boris tjáði Trump að mikilvægt væri að matvælaeftirlit Bandaríkjanna stæði ekki í vegi fyrir viðskiptum landanna með óþarfa skriffinnsku. Nefndi hann sem dæmi grísabökuna Melton Mowbray sem flutt væri greiðlega alla leiðina til Íslands og Taílands en vegna takmarkana matvælaeftirlitsins fengist hún ekki í Bandaríkjunum. Ekki leið á löngu uns í ljós kom að Boris fór með fleipur. Framleiðendur bökunnar könnuðust hvorki við að hafa selt hana til Íslands né til Taílands. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Boris Johnson hagræðir sannleikanum og hunsar staðreyndir til hagsbóta pólitískum áróðri sínum. Þungamiðja kosningabaráttu Borisar um embætti forsætisráðherra sem fram fór í sumar var andúð hans á Evrópusambandinu. Á síðasta framboðsfundi baráttunnar stóð Boris keikur á sviði ExCel ráðstefnusalarins í London og veifaði vakúmpakkaðri síld, saltaðri og reyktri. „Áratugum saman hefur reykta síldin okkar verið send svona í pósti,“ sagði hann um pakkann sem að sögn barst honum frá bálreiðum breskum fisksala. „En nú hefur flutningskostnaðurinn margfaldast eftir að skriffinnar í Brussel kröfðust þess að hvert flak hvíldi á kodda úr plasti fylltum ís. Þessi heilbrigðisreglugerð er tilgangslaus, kostnaðarsöm og óumhverfisvæn.“ Þrumuræða Borisar uppskar ákaft lófatak og húrrahróp. Sagan var góð. Hún sýndi skýrt og skorinort fram á íþyngjandi tilgangsleysi Evrópusambandsins. Það var aðeins einn hængur á. Sagan var ekki sönn. Ekki ein einasta reglugerð Evrópusambandsins skikkaði aðildarríkin til að flytja þurrkaða síld á ískoddum. Reglugerðin reyndist þvert á móti heimasmíðuð. Það voru Bretar sjálfir sem gerðu kröfuna um koddana.Falskar minningar Við lifum á öld lyginnar. Falsfréttir hafa áhrif á heimsmynd fólks og kosningahegðun. Rannsókn sem birt var í nýjasta hefti tímaritsins Psychological Science staðfestir mátt lyginnar. Í rannsókninni sem gerð var við Háskólann í Cork á Írlandi voru rúmlega þrjú þúsund þátttakendum sýndar fréttir. Sumar voru sannar, aðrar voru uppspuni þeirra sem stýrðu rannsókninni. Í ljós kom að ef falsfrétt samræmist stjórnmálaskoðun fólks er það líklegra til að trúa fréttinni, muna eftir henni og neita að láta af trúnaði á hana jafnvel þótt því sé sagt að hún sé ósönn. En ekki nóg með það. Rannsóknin leiddi Í ljós að falsfréttir geta einnig framkallað falskar minningar. Helmingur þátttakenda í rannsókninni sagðist muna eftir að hafa lesið upplognu fréttirnar. Margir þrættu meira að segja fyrir að um tilbúning væri að ræða eftir að þeim var sagt að fréttirnar hefðu verið helber skáldskapur, saminn fyrir rannsóknina.Dulkóðuð lygi Í breskri ensku er til slangur sem kallast „Cockney rím“. Á það upptök sín í austurhluta Lundúna en talið er að það hafi orðið til í kringum 1840. Slangrið er eins konar dulmál. Eitt orð er leyst af hólmi með tveimur orðum sem ríma við það sem þau komu í staðinn fyrir. „Money“ er „bees and honey“; „wife“ er „trouble and strife” – og svo framvegis. Talið er að slangrið hafi orðið til meðal kaupmanna á útimörkuðum Austur-Lundúna sem töluðu dulmál sín á milli er þeir stunduðu verðsamráð frammi fyrir viðskiptavinum. Aðrir segja að glæpamenn hafi fundið upp slangrið til að snúa á lögregluna. Enska orðið yfir lygar er „lies“. Til er „Cockney“ slangur yfir „lies“: „Porkie pies“ – eða eins og það útleggst á íslensku: Grísabökur. Rétt eins og margir stjórnmálamenn samtímans notar Boris Johnson lygar sér til framdráttar. Því rannsóknir sýna að „porkie pies“ svínvirka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Ísland dróst óvænt inn í Brexit hringavitleysuna í vikunni. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gerir sér nú dælt við Donald Trump í von um fríverslunarsamning við Bandaríkin þegar Bretar segja skilið við Evrópusambandið. Boris tjáði Trump að mikilvægt væri að matvælaeftirlit Bandaríkjanna stæði ekki í vegi fyrir viðskiptum landanna með óþarfa skriffinnsku. Nefndi hann sem dæmi grísabökuna Melton Mowbray sem flutt væri greiðlega alla leiðina til Íslands og Taílands en vegna takmarkana matvælaeftirlitsins fengist hún ekki í Bandaríkjunum. Ekki leið á löngu uns í ljós kom að Boris fór með fleipur. Framleiðendur bökunnar könnuðust hvorki við að hafa selt hana til Íslands né til Taílands. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Boris Johnson hagræðir sannleikanum og hunsar staðreyndir til hagsbóta pólitískum áróðri sínum. Þungamiðja kosningabaráttu Borisar um embætti forsætisráðherra sem fram fór í sumar var andúð hans á Evrópusambandinu. Á síðasta framboðsfundi baráttunnar stóð Boris keikur á sviði ExCel ráðstefnusalarins í London og veifaði vakúmpakkaðri síld, saltaðri og reyktri. „Áratugum saman hefur reykta síldin okkar verið send svona í pósti,“ sagði hann um pakkann sem að sögn barst honum frá bálreiðum breskum fisksala. „En nú hefur flutningskostnaðurinn margfaldast eftir að skriffinnar í Brussel kröfðust þess að hvert flak hvíldi á kodda úr plasti fylltum ís. Þessi heilbrigðisreglugerð er tilgangslaus, kostnaðarsöm og óumhverfisvæn.“ Þrumuræða Borisar uppskar ákaft lófatak og húrrahróp. Sagan var góð. Hún sýndi skýrt og skorinort fram á íþyngjandi tilgangsleysi Evrópusambandsins. Það var aðeins einn hængur á. Sagan var ekki sönn. Ekki ein einasta reglugerð Evrópusambandsins skikkaði aðildarríkin til að flytja þurrkaða síld á ískoddum. Reglugerðin reyndist þvert á móti heimasmíðuð. Það voru Bretar sjálfir sem gerðu kröfuna um koddana.Falskar minningar Við lifum á öld lyginnar. Falsfréttir hafa áhrif á heimsmynd fólks og kosningahegðun. Rannsókn sem birt var í nýjasta hefti tímaritsins Psychological Science staðfestir mátt lyginnar. Í rannsókninni sem gerð var við Háskólann í Cork á Írlandi voru rúmlega þrjú þúsund þátttakendum sýndar fréttir. Sumar voru sannar, aðrar voru uppspuni þeirra sem stýrðu rannsókninni. Í ljós kom að ef falsfrétt samræmist stjórnmálaskoðun fólks er það líklegra til að trúa fréttinni, muna eftir henni og neita að láta af trúnaði á hana jafnvel þótt því sé sagt að hún sé ósönn. En ekki nóg með það. Rannsóknin leiddi Í ljós að falsfréttir geta einnig framkallað falskar minningar. Helmingur þátttakenda í rannsókninni sagðist muna eftir að hafa lesið upplognu fréttirnar. Margir þrættu meira að segja fyrir að um tilbúning væri að ræða eftir að þeim var sagt að fréttirnar hefðu verið helber skáldskapur, saminn fyrir rannsóknina.Dulkóðuð lygi Í breskri ensku er til slangur sem kallast „Cockney rím“. Á það upptök sín í austurhluta Lundúna en talið er að það hafi orðið til í kringum 1840. Slangrið er eins konar dulmál. Eitt orð er leyst af hólmi með tveimur orðum sem ríma við það sem þau komu í staðinn fyrir. „Money“ er „bees and honey“; „wife“ er „trouble and strife” – og svo framvegis. Talið er að slangrið hafi orðið til meðal kaupmanna á útimörkuðum Austur-Lundúna sem töluðu dulmál sín á milli er þeir stunduðu verðsamráð frammi fyrir viðskiptavinum. Aðrir segja að glæpamenn hafi fundið upp slangrið til að snúa á lögregluna. Enska orðið yfir lygar er „lies“. Til er „Cockney“ slangur yfir „lies“: „Porkie pies“ – eða eins og það útleggst á íslensku: Grísabökur. Rétt eins og margir stjórnmálamenn samtímans notar Boris Johnson lygar sér til framdráttar. Því rannsóknir sýna að „porkie pies“ svínvirka.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun