Tilgangsleysi Hörður Ægisson skrifar 30. ágúst 2019 10:00 Til hvers er rifist? Sú umræða sem nú fer fram á Alþingi um þriðja orkupakkann, sem er eins tilgangslaus og hugsast getur, hefði aldrei átt að verða. Ríkisstjórnin átti síðasta vor að leiða orkupakkann í lög, enda nýtur hann stuðnings mikils meirihluta þingmanna, og snúa sér að öðrum mikilvægari málum. Þess í stað var ákveðið, undir forystu forsætisráðherra, að gefa eftir og fresta málinu fram á haust. Sú ákvörðun var fráleit. Þeim sundurlausa hópi sem hefur séð tækifæri í að gera orkupakkann að pólitísku bitbeini var eftirlátið dagskrárvaldið með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Fyrir formann Vinstri grænna var tilgangurinn, að minnsta kosti út frá flokkspólitískum hagsmunum, mjög augljós – að veikja Sjálfstæðisflokkinn með því að leyfa málinu að dragast enn frekar á langinn. Það hefur tekist. Óskiljanlegt er af hverju forysta Sjálfstæðisflokksins lét þetta yfir sig ganga. Óþarfi er að fjölyrða mikið um innihald orkupakkans. Hann snýst öðrum þræði, rétt eins og fyrri orkulöggjöf ESB sem var fyrst innleidd í íslenskan rétt fyrir um sextán árum, um aukna neytendavernd og virkari samkeppni. Helstu nýmælin lúta að því að Orkustofnun mun verða sjálfstæð stjórnsýslustofnun. Það er jákvætt skref. Orkupakkinn breytir engu um þá staðreynd, sem vart þarf að taka fram, að Ísland mun eftir sem áður ekki tilheyra innri markaði Evrópu með sölu á raforku. Það breytist aðeins með lagningu sæstrengs sem mun þarfnast samþykkis Alþingis. Slíkur strengur til Bretlands gæti skilað miklum þjóðhagslegum ábata fyrir Íslendinga en á allra síðustu árum hefur dregið nokkur úr líkum á því að ráðist verði í þess konar framkvæmd í náinni framtíð. Tíma Alþingis hefur ekki verið vel varið. Í stað umræðu um þriðja orkupakkann færi betur á því að stjórnmálamenn ræddu stefnumótun í orkumálum. Íslendingar eru í einstakri stöðu. Við eigum fyrirtæki í almenningseigu, Landsvirkjun, sem er að selja eina eftirsóttustu vöru í heiminum um þessar mundir – örugga afhendingu á endurnýjanlegri orku. Verðmæti hennar mun aðeins aukast á komandi árum og miklu máli skiptir að það takist að hámarka arð okkar af þeirri auðlind. Íslendingar eru nettó útflytjendur á orku og því höfum við ríka hagsmuni af því að fá sem hæst verð fyrir raforkuna. Rökin eru efnislega þau hin sömu og eiga við um hækkun sjávarafurðaverðs fyrir sjávarútvegsþjóð. Tenging við stærri raforkumarkað, sem yrði að veruleika með lagningu sæstrengs, myndi einnig bæta nýtingu á orkunni, auka orkuöryggi og styrkja samningsstöðu Landsvirkjunar gagnvart erlendum stóriðjufyrirtækjum. Víglínan hefur skýrst að undanförnu. Á milli þeirra sem sjá þau miklu tækifæri sem við stöndum frammi fyrir í orkumálum, sem gætu aukið stórkostlega gjaldeyristekjur þjóðarbúsins, og hinna sem vilja beita orkufyrirtækjunum í þágu atvinnusköpunar. Þeir hinir sömu og andmæla aukinni samkeppni á orkumarkaði, meðal annars sumir forystumenn ASÍ, hafa kosið að gerast hagsmunaverðir alþjóðlegra stórfyrirtækja út af áhyggjum um að þau séu að greiða of hátt raforkuverð til íslenskra skattgreiðenda. Sá málflutningur hefur verið þeim til minnkunar. Vonandi mun umræðan færast á hærra plan eftir að þriðji orkupakkinn verður leiddur í lög. Líkurnar á því eru samt litlar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Sjá meira
Til hvers er rifist? Sú umræða sem nú fer fram á Alþingi um þriðja orkupakkann, sem er eins tilgangslaus og hugsast getur, hefði aldrei átt að verða. Ríkisstjórnin átti síðasta vor að leiða orkupakkann í lög, enda nýtur hann stuðnings mikils meirihluta þingmanna, og snúa sér að öðrum mikilvægari málum. Þess í stað var ákveðið, undir forystu forsætisráðherra, að gefa eftir og fresta málinu fram á haust. Sú ákvörðun var fráleit. Þeim sundurlausa hópi sem hefur séð tækifæri í að gera orkupakkann að pólitísku bitbeini var eftirlátið dagskrárvaldið með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Fyrir formann Vinstri grænna var tilgangurinn, að minnsta kosti út frá flokkspólitískum hagsmunum, mjög augljós – að veikja Sjálfstæðisflokkinn með því að leyfa málinu að dragast enn frekar á langinn. Það hefur tekist. Óskiljanlegt er af hverju forysta Sjálfstæðisflokksins lét þetta yfir sig ganga. Óþarfi er að fjölyrða mikið um innihald orkupakkans. Hann snýst öðrum þræði, rétt eins og fyrri orkulöggjöf ESB sem var fyrst innleidd í íslenskan rétt fyrir um sextán árum, um aukna neytendavernd og virkari samkeppni. Helstu nýmælin lúta að því að Orkustofnun mun verða sjálfstæð stjórnsýslustofnun. Það er jákvætt skref. Orkupakkinn breytir engu um þá staðreynd, sem vart þarf að taka fram, að Ísland mun eftir sem áður ekki tilheyra innri markaði Evrópu með sölu á raforku. Það breytist aðeins með lagningu sæstrengs sem mun þarfnast samþykkis Alþingis. Slíkur strengur til Bretlands gæti skilað miklum þjóðhagslegum ábata fyrir Íslendinga en á allra síðustu árum hefur dregið nokkur úr líkum á því að ráðist verði í þess konar framkvæmd í náinni framtíð. Tíma Alþingis hefur ekki verið vel varið. Í stað umræðu um þriðja orkupakkann færi betur á því að stjórnmálamenn ræddu stefnumótun í orkumálum. Íslendingar eru í einstakri stöðu. Við eigum fyrirtæki í almenningseigu, Landsvirkjun, sem er að selja eina eftirsóttustu vöru í heiminum um þessar mundir – örugga afhendingu á endurnýjanlegri orku. Verðmæti hennar mun aðeins aukast á komandi árum og miklu máli skiptir að það takist að hámarka arð okkar af þeirri auðlind. Íslendingar eru nettó útflytjendur á orku og því höfum við ríka hagsmuni af því að fá sem hæst verð fyrir raforkuna. Rökin eru efnislega þau hin sömu og eiga við um hækkun sjávarafurðaverðs fyrir sjávarútvegsþjóð. Tenging við stærri raforkumarkað, sem yrði að veruleika með lagningu sæstrengs, myndi einnig bæta nýtingu á orkunni, auka orkuöryggi og styrkja samningsstöðu Landsvirkjunar gagnvart erlendum stóriðjufyrirtækjum. Víglínan hefur skýrst að undanförnu. Á milli þeirra sem sjá þau miklu tækifæri sem við stöndum frammi fyrir í orkumálum, sem gætu aukið stórkostlega gjaldeyristekjur þjóðarbúsins, og hinna sem vilja beita orkufyrirtækjunum í þágu atvinnusköpunar. Þeir hinir sömu og andmæla aukinni samkeppni á orkumarkaði, meðal annars sumir forystumenn ASÍ, hafa kosið að gerast hagsmunaverðir alþjóðlegra stórfyrirtækja út af áhyggjum um að þau séu að greiða of hátt raforkuverð til íslenskra skattgreiðenda. Sá málflutningur hefur verið þeim til minnkunar. Vonandi mun umræðan færast á hærra plan eftir að þriðji orkupakkinn verður leiddur í lög. Líkurnar á því eru samt litlar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun