Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. september 2019 11:07 Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni. Háskóli Íslands Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. Stöðugt komi betur í ljós hversu skaðlegar rafrettur geti verið þeim sem nota. Eini tilgangur rafretta væri að selja þeim sem vilji hætta að reykja. Ekki markaðssetja fyrir börn og unglinga eins og sælgæti í sjoppu. „Í góðri trú - enda búið að básúna að þær séu skaðlausar. Þar hafa gírugir hagsmunaðilar verið í fararbroddi en þvi miður líka sumir læknar og samtök þeirra.“ Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að rafrettur gætu verið orsök alvarlegs lungnasjúkdóms sem hefur greinst í hundruðum rafreykingamanna undanfarið og dregið fimm til dauða. Engar ákveðnar rafrettur hafa enn verið tengdar við sjúkdóminn. Washington Post segir að grunur sé um 450 tilfelli í 33 ríkjum og einu landsvæði Bandaríkjanna. Fimm séu látnir af völdum sjúkdómsins dularfulla og eitt til viðbótar sé rannsakað vegna mögulegra tengsla við rafrettureykingar. Tómas vísar því í umfjöllun eins virtasta læknatímarits í heimi, New England Journal of Medicine, sem varaði við alvarlegum fylgikvillum rafrettna í síðasta tölublaði. „Í kjölfarið hafa eftirlitsstofnanir í Bandaríkjunum sent út viðvaranir. Því miður erum við sennilega aðeins að sjá toppinn á ísjakanum. Ljóst er að sporna þarf strax við útbreiðslu rafettna og veips, rannsaka þær betur og gera lyfseðilsskyldar,“ segir Tómas. „Þær yrðu þá eingöngu ætlaðar þeim sem ætla að hætta að reykja, en ekki markaðssettar fyrir börn og og unglinga eins og hvert annað sælgæti sem selt er úti í sjoppu. Hér ættum við Íslendingar að vera í fararbroddi en ekki eftirbátar.“ Töluverð umræða hefur skapast við innlegg Tómasar á Facebook-síðu hans sem sjá má hér að neðan. Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Læknaslagur á Facebook um veipur og rafrettur Lækna-Tómas og Guðmundur Karl kljást um rafrettur eða veipur. 21. janúar 2019 15:03 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. Stöðugt komi betur í ljós hversu skaðlegar rafrettur geti verið þeim sem nota. Eini tilgangur rafretta væri að selja þeim sem vilji hætta að reykja. Ekki markaðssetja fyrir börn og unglinga eins og sælgæti í sjoppu. „Í góðri trú - enda búið að básúna að þær séu skaðlausar. Þar hafa gírugir hagsmunaðilar verið í fararbroddi en þvi miður líka sumir læknar og samtök þeirra.“ Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að rafrettur gætu verið orsök alvarlegs lungnasjúkdóms sem hefur greinst í hundruðum rafreykingamanna undanfarið og dregið fimm til dauða. Engar ákveðnar rafrettur hafa enn verið tengdar við sjúkdóminn. Washington Post segir að grunur sé um 450 tilfelli í 33 ríkjum og einu landsvæði Bandaríkjanna. Fimm séu látnir af völdum sjúkdómsins dularfulla og eitt til viðbótar sé rannsakað vegna mögulegra tengsla við rafrettureykingar. Tómas vísar því í umfjöllun eins virtasta læknatímarits í heimi, New England Journal of Medicine, sem varaði við alvarlegum fylgikvillum rafrettna í síðasta tölublaði. „Í kjölfarið hafa eftirlitsstofnanir í Bandaríkjunum sent út viðvaranir. Því miður erum við sennilega aðeins að sjá toppinn á ísjakanum. Ljóst er að sporna þarf strax við útbreiðslu rafettna og veips, rannsaka þær betur og gera lyfseðilsskyldar,“ segir Tómas. „Þær yrðu þá eingöngu ætlaðar þeim sem ætla að hætta að reykja, en ekki markaðssettar fyrir börn og og unglinga eins og hvert annað sælgæti sem selt er úti í sjoppu. Hér ættum við Íslendingar að vera í fararbroddi en ekki eftirbátar.“ Töluverð umræða hefur skapast við innlegg Tómasar á Facebook-síðu hans sem sjá má hér að neðan.
Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Læknaslagur á Facebook um veipur og rafrettur Lækna-Tómas og Guðmundur Karl kljást um rafrettur eða veipur. 21. janúar 2019 15:03 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Læknaslagur á Facebook um veipur og rafrettur Lækna-Tómas og Guðmundur Karl kljást um rafrettur eða veipur. 21. janúar 2019 15:03