Elsta liðið sem Ísland hefur teflt fram í landsleik og metið gæti fallið aftur á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2019 22:00 Elsta byrjunarlið Íslands. vísir/daníel Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu ferðaðist í gær til Albaníu þar sem liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM 2020 annað kvöld. Flogið var beint með liðið frá Keflavík til Tirana og á besta tíma um miðjan dag þannig að það er ekki hægt að biðja um betra ferðalag til suðaustur Evrópu. Það er líka eins gott að íslensku strákarnir fái tækifæri til að hvíla lúin bein og safna orku fyrir þennan mikilvæga og erfiða útileik. Íslenska liðið er nefnilega að eldast og nær allur hluti liðsins var líka í stórum hlutverkum þegar liðið tryggði sér fyrst sæti í úrslitakeppni stórmóts með frammistöðu sinni í undankeppni síðustu EM fyrir meira en fjórum áðum síðar. 11 af 14 leikmönnum í sigurleiknum á móti Moldóvum á laugardaginn tóku líka þátt í fyrsta leik íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2016 í september 2014 eða allir nema Hjörtur Hermannssson, Arnór Ingi Traustason og Rúnar Már Sigurjónsson. Þegar betur er að gáð þá tefldi Erik Hamrén fram elsta liði í sögu íslenska karlalandsliðsins í sigrinum á Moldóvu á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Meðalaldur íslensku leikmannanna sem tóku þátt í leiknum var 30,8 ár og féll þar með eins og hálfs árs gamalt met frá HM í Rússlandi 2018. Leikmennirnir sem tóku þátt í jafnteflisleiknum fræga á móti Argentínu á HM 2018 voru 30,6 ára að meðaltali. Sá leikur tók líka á og það sást líka í seinni hálfleiknum á næsta leik á móti Nígeríumönnum sem tapaðist 2-0. Nígeríumenn skoruðu bæði mörkin sín í seinni hálfleik. Nú er bara að vona að strákarnir mæti með ferskari fætur í leikinn mikilvæga á móti Albaníu á morgun. Ferðalag íslenska landsliðsins til Albaníu í gær gekk vel og liðið var ekki lengi að fara í gegnum vegabréfsskoðunina. Strákarnir voru því komnir upp á hótel um tíu. Liðið æfir síðan á leikvellinum í dag og leikurinn er síðan annað kvöld. Það gæti síðan metið fallið aftur ef Erik Hamrén notar ekki meira af ungu leikmönnum liðsins.Elstu landsliðin sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta: 30,8 ár - Í sigri á Moldóvu í undankeppni EM 2020 30,6 ár - Í jafntefli á móti Argentínu á HM 2018 30,3 ár - Í sigri á Tyrklandi í undankeppni EM 2020 30,2 ár - Í sigri á Andorra í undankeppni EM 2020 29,9 ár - Í jafntefli á móti Gana í vináttulandsleik 2018 29,9 ár - Í tapi á móti Frakklandi í undankeppni EM 2020 29,8 ár - Í tapi á móti Nígeríu á HM 2018 29,7 ár - Í tapi á móti Sviss í Þjóðadeildinni 2018 29,6 ár - Í sigri á Albaníu í undankeppni EM 2020 EM 2020 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir „Þakklát fyrir að vera uppalinn í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu ferðaðist í gær til Albaníu þar sem liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM 2020 annað kvöld. Flogið var beint með liðið frá Keflavík til Tirana og á besta tíma um miðjan dag þannig að það er ekki hægt að biðja um betra ferðalag til suðaustur Evrópu. Það er líka eins gott að íslensku strákarnir fái tækifæri til að hvíla lúin bein og safna orku fyrir þennan mikilvæga og erfiða útileik. Íslenska liðið er nefnilega að eldast og nær allur hluti liðsins var líka í stórum hlutverkum þegar liðið tryggði sér fyrst sæti í úrslitakeppni stórmóts með frammistöðu sinni í undankeppni síðustu EM fyrir meira en fjórum áðum síðar. 11 af 14 leikmönnum í sigurleiknum á móti Moldóvum á laugardaginn tóku líka þátt í fyrsta leik íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2016 í september 2014 eða allir nema Hjörtur Hermannssson, Arnór Ingi Traustason og Rúnar Már Sigurjónsson. Þegar betur er að gáð þá tefldi Erik Hamrén fram elsta liði í sögu íslenska karlalandsliðsins í sigrinum á Moldóvu á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Meðalaldur íslensku leikmannanna sem tóku þátt í leiknum var 30,8 ár og féll þar með eins og hálfs árs gamalt met frá HM í Rússlandi 2018. Leikmennirnir sem tóku þátt í jafnteflisleiknum fræga á móti Argentínu á HM 2018 voru 30,6 ára að meðaltali. Sá leikur tók líka á og það sást líka í seinni hálfleiknum á næsta leik á móti Nígeríumönnum sem tapaðist 2-0. Nígeríumenn skoruðu bæði mörkin sín í seinni hálfleik. Nú er bara að vona að strákarnir mæti með ferskari fætur í leikinn mikilvæga á móti Albaníu á morgun. Ferðalag íslenska landsliðsins til Albaníu í gær gekk vel og liðið var ekki lengi að fara í gegnum vegabréfsskoðunina. Strákarnir voru því komnir upp á hótel um tíu. Liðið æfir síðan á leikvellinum í dag og leikurinn er síðan annað kvöld. Það gæti síðan metið fallið aftur ef Erik Hamrén notar ekki meira af ungu leikmönnum liðsins.Elstu landsliðin sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta: 30,8 ár - Í sigri á Moldóvu í undankeppni EM 2020 30,6 ár - Í jafntefli á móti Argentínu á HM 2018 30,3 ár - Í sigri á Tyrklandi í undankeppni EM 2020 30,2 ár - Í sigri á Andorra í undankeppni EM 2020 29,9 ár - Í jafntefli á móti Gana í vináttulandsleik 2018 29,9 ár - Í tapi á móti Frakklandi í undankeppni EM 2020 29,8 ár - Í tapi á móti Nígeríu á HM 2018 29,7 ár - Í tapi á móti Sviss í Þjóðadeildinni 2018 29,6 ár - Í sigri á Albaníu í undankeppni EM 2020
EM 2020 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir „Þakklát fyrir að vera uppalinn í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn