Valsmenn vilja lengja tímabilið og taka upp úrslitakeppni eins og í Danmörku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. september 2019 13:29 Valur er í 5. sæti Pepsi Max-deildar karla. vísir/bára Knattspyrnudeild Vals vill breyta fyrirkomulagi efstu deildar karla. Valsmenn leggja til að tekin verði upp úrslitakeppni þar sem sex efstu liðin berjast um Íslandsmeistaratitilinn og sex neðstu um að forðast fall í Inkasso-deildina. Í yfirlýsingu frá Val kemur fram að lengja þurfi tímabilið á Íslandi til að fjölga alvöru leikjum. „Það er mat Vals að skoða þurfi breytingar á deildarkeppninni frekar. Þróunin á undanförnum árum er sú að nú er þjálfurum og leikmönnum greidd laun í 10-12 mánuði á ári en á sama tíma stendur íslandsmótið aðeins yfir í rétt rúma 5 mánuði,“ segir í yfirlýsingunni. „Ef íslensk lið ætla að ná betri árangri í Evrópukeppnum í framtíðinni þá þarf að gera mikið meiri kröfur, fjölga gæða leikjum og lengja tímabilið.“ Valsmenn segja að nokkrir möguleikar séu í stöðunni. Hægt sé að fjölga liðum í efstu deild um tvö eða fækka liðum um tvö og leika þrefalda umferð. Einnig megi skoða að gera meira úr Lengjubikarnum og auka vægi hans. Að mati Vals er samt heillavænlegast að taka upp svipað fyrirkomulag og er í Danmörku. Liðin í deildinni verði því enn tólf og tvöföld umferð leikin. Að 22 umferðum loknum verði svo farið í úrslitakeppni þar sem liðin leika öll tíu leiki og leikirnir verði því í heildina 32. Deildin myndi þá hefjast í byrjun apríl og ljúka í kringum 10. október. Yfirlýsingu Vals má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Knattspyrnudeild Vals vill breyta fyrirkomulagi efstu deildar karla. Valsmenn leggja til að tekin verði upp úrslitakeppni þar sem sex efstu liðin berjast um Íslandsmeistaratitilinn og sex neðstu um að forðast fall í Inkasso-deildina. Í yfirlýsingu frá Val kemur fram að lengja þurfi tímabilið á Íslandi til að fjölga alvöru leikjum. „Það er mat Vals að skoða þurfi breytingar á deildarkeppninni frekar. Þróunin á undanförnum árum er sú að nú er þjálfurum og leikmönnum greidd laun í 10-12 mánuði á ári en á sama tíma stendur íslandsmótið aðeins yfir í rétt rúma 5 mánuði,“ segir í yfirlýsingunni. „Ef íslensk lið ætla að ná betri árangri í Evrópukeppnum í framtíðinni þá þarf að gera mikið meiri kröfur, fjölga gæða leikjum og lengja tímabilið.“ Valsmenn segja að nokkrir möguleikar séu í stöðunni. Hægt sé að fjölga liðum í efstu deild um tvö eða fækka liðum um tvö og leika þrefalda umferð. Einnig megi skoða að gera meira úr Lengjubikarnum og auka vægi hans. Að mati Vals er samt heillavænlegast að taka upp svipað fyrirkomulag og er í Danmörku. Liðin í deildinni verði því enn tólf og tvöföld umferð leikin. Að 22 umferðum loknum verði svo farið í úrslitakeppni þar sem liðin leika öll tíu leiki og leikirnir verði því í heildina 32. Deildin myndi þá hefjast í byrjun apríl og ljúka í kringum 10. október. Yfirlýsingu Vals má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira