Hefur litlar áhyggjur af því að ákvarðanir hans muni sprengja ríkisstjórnina Birgir Olgeirsson skrifar 6. september 2019 12:05 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. FBL/Anton Brink Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra hefur litlar áhyggjur af því að ákvarðanir hans um friðlýsingar muni valda stjórnarslitum. Segir Guðmundur að ákvarðanir hans séu byggðar á lögum og fullyrðingar Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, séu á misskilningi byggðar. Jón Gunnarsson ritaði grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun þar sem hann var afar harðorður í garð Guðmundar Inga. Sagði hann aðferðafræði Guðmundar við friðlýsingar ekki standa skoðum og hann fari ekki eftir lögum í þeirri útfærslu sem hann boðar. „Ég get ekki séð að við þingmenn Sjálfstæðisflokksins getum stutt stjórnarsamstarf sem fer fram með þessum hætti. Það er best að gera grein fyrir því strax,“ segir Jón. „Þetta er náttúrlega misskilningur það hefur verið farið að sjálfsögðu að lögum. Það er engum blöðum um það að flétta. Við erum að fara að lögum og þeim lögskýringargögnum sem eru þar að baki,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við Vísi. „Bæði mat verkefnisstjórnar og faghópa miðað auðvitað við þetta. Ég vil líka taka fram að sumar af þessum tillögum sem við höfum verið að senda út í samráð hafa tekið einhverjum breytingum líka í samráðsferlinu þar sem bent var á eitthvað sem betur mætti fara eins og alltaf er,“ bætir Guðmundur Ingi. Spurður hvort hann ætli sér að ræða málið við Jón segist Guðmundur ekki búinn að íhuga það eins og er. Hann hefur engar áhyggjur af því að þetta mál muni sprengja ríkisstjórnarsamstarfið. „Svo erum við að fá nýjan liðsmann í ríkisstjórnina, unga og kraftmikla konu, sem ég hlakka til að eiga samstarf við,“ segir Guðmundur Ingi og á þar við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýskipaðan dómsmálaráðherra. Alþingi Orkumál Umhverfismál Vinstri græn Tengdar fréttir Jón hótar stjórnarslitum vegna ákvarðana umhverfisráðherra Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks er harðorður í garð Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 6. september 2019 07:33 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra hefur litlar áhyggjur af því að ákvarðanir hans um friðlýsingar muni valda stjórnarslitum. Segir Guðmundur að ákvarðanir hans séu byggðar á lögum og fullyrðingar Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, séu á misskilningi byggðar. Jón Gunnarsson ritaði grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun þar sem hann var afar harðorður í garð Guðmundar Inga. Sagði hann aðferðafræði Guðmundar við friðlýsingar ekki standa skoðum og hann fari ekki eftir lögum í þeirri útfærslu sem hann boðar. „Ég get ekki séð að við þingmenn Sjálfstæðisflokksins getum stutt stjórnarsamstarf sem fer fram með þessum hætti. Það er best að gera grein fyrir því strax,“ segir Jón. „Þetta er náttúrlega misskilningur það hefur verið farið að sjálfsögðu að lögum. Það er engum blöðum um það að flétta. Við erum að fara að lögum og þeim lögskýringargögnum sem eru þar að baki,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við Vísi. „Bæði mat verkefnisstjórnar og faghópa miðað auðvitað við þetta. Ég vil líka taka fram að sumar af þessum tillögum sem við höfum verið að senda út í samráð hafa tekið einhverjum breytingum líka í samráðsferlinu þar sem bent var á eitthvað sem betur mætti fara eins og alltaf er,“ bætir Guðmundur Ingi. Spurður hvort hann ætli sér að ræða málið við Jón segist Guðmundur ekki búinn að íhuga það eins og er. Hann hefur engar áhyggjur af því að þetta mál muni sprengja ríkisstjórnarsamstarfið. „Svo erum við að fá nýjan liðsmann í ríkisstjórnina, unga og kraftmikla konu, sem ég hlakka til að eiga samstarf við,“ segir Guðmundur Ingi og á þar við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýskipaðan dómsmálaráðherra.
Alþingi Orkumál Umhverfismál Vinstri græn Tengdar fréttir Jón hótar stjórnarslitum vegna ákvarðana umhverfisráðherra Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks er harðorður í garð Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 6. september 2019 07:33 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sjá meira
Jón hótar stjórnarslitum vegna ákvarðana umhverfisráðherra Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks er harðorður í garð Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 6. september 2019 07:33