Ráðherra stafi ekki sérstök hætta af hótun sem honum barst Birgir Olgeirsson skrifar 6. september 2019 10:41 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/EPA Greining embættis ríkislögreglustjóra hefur leitt í ljós að utanríkisráðherra stafi ekki sérstök hætta af hótun sem honum barst. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis vegna líflátshótana í garð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra. Utanríkisráðuneytið greip til öryggisráðstafana í kjölfar þessara hótana sem Guðlaugi Þór barst á samfélagsmiðlum í tengslum við umræðu um þriðja orkupakkann. Voru þessar hótanir tilkynntar til embættis ríkislögreglustjóra sem setti málið í skoðun. Embættið vildi ekki tjá sig um þessa skoðun þegar Vísir óskaði upplýsinga um framvindu hennar. Var óskað eftir upplýsingum um hvort einhver hefði verið handtekinn eða yfirheyrður í tengslum við rannsóknina. Í svari frá embættinu kom fram að ábendingin frá ráðuneytinu hefði farið í hefðbundinn farveg hjá löggæslusviði embættisins en aðrar upplýsingar voru ekki veittar því þær varða öryggismál æðstu stjórnar ríkisins. Vísir sendi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið þar sem spurt var hvort þessar öryggisráðstafanir væru enn við líði í ráðuneytinu. Svarið barst í morgun en þar segir að samkvæmt greiningu lögreglunnar þyki nú ljóst að ráðherra stafi ekki sérstök hætta af hótun sem honum barst. Þessi skrif á samfélagsmiðlum, sem túlkuð voru sem möguleg hótun, voru sett fram eftir að vefur Fréttatímans hafði velt því hvort Guðlaugur Þór og eiginkona hans muni hagnast um fleiri hundruð milljónir króna vegna þriðja orkupakkans. Guðlaugur Þór hefur margoft útskýrt málið og sagt slíkar fullyrðingar fjarstæðukenndar. Alþingi Lögreglumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra. 30. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Greining embættis ríkislögreglustjóra hefur leitt í ljós að utanríkisráðherra stafi ekki sérstök hætta af hótun sem honum barst. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis vegna líflátshótana í garð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra. Utanríkisráðuneytið greip til öryggisráðstafana í kjölfar þessara hótana sem Guðlaugi Þór barst á samfélagsmiðlum í tengslum við umræðu um þriðja orkupakkann. Voru þessar hótanir tilkynntar til embættis ríkislögreglustjóra sem setti málið í skoðun. Embættið vildi ekki tjá sig um þessa skoðun þegar Vísir óskaði upplýsinga um framvindu hennar. Var óskað eftir upplýsingum um hvort einhver hefði verið handtekinn eða yfirheyrður í tengslum við rannsóknina. Í svari frá embættinu kom fram að ábendingin frá ráðuneytinu hefði farið í hefðbundinn farveg hjá löggæslusviði embættisins en aðrar upplýsingar voru ekki veittar því þær varða öryggismál æðstu stjórnar ríkisins. Vísir sendi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið þar sem spurt var hvort þessar öryggisráðstafanir væru enn við líði í ráðuneytinu. Svarið barst í morgun en þar segir að samkvæmt greiningu lögreglunnar þyki nú ljóst að ráðherra stafi ekki sérstök hætta af hótun sem honum barst. Þessi skrif á samfélagsmiðlum, sem túlkuð voru sem möguleg hótun, voru sett fram eftir að vefur Fréttatímans hafði velt því hvort Guðlaugur Þór og eiginkona hans muni hagnast um fleiri hundruð milljónir króna vegna þriðja orkupakkans. Guðlaugur Þór hefur margoft útskýrt málið og sagt slíkar fullyrðingar fjarstæðukenndar.
Alþingi Lögreglumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra. 30. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra. 30. ágúst 2019 13:15