Fórust hér 600 hreindýrakálfar úr hungri og vosbúð síðasta vetur? Ole Anton Bieltvedt skrifar 6. september 2019 10:00 Skv. gagni með yfirskriftinni „Vetrarafkoma íslenskra hreindýrakálfa“, sem Náttúrustofa Austurlands (NA) sendi umhverfisráðherra 17. júlí sl., var meðaldánartíðni hreindýrakálfa, veturinn 2018-2019, 21%. Dánartíðnin var frá 9% upp í 45%, eftir svæðum. Er 45% talan ógnvekjandi; annar hvor kálfur fórst. Skv. talningu NA í október 2018, sem NA staðfesti við okkur í Jarðarvinum 9. ágúst sl., voru hreindýrakýr þá 2.255 dýr, en, þar sem um 1.060 kýr höfðu verið drepnar í ágúst/september, líka 2018, voru kýrnar, sem áttu kálfa vorið 2018, 3.315 kýr. Geldishlufall hreindýrakúa á Íslandi er 10-15%. Ef reiknað er með, að 15% kúnna 3.315, sem báru kálf vorið 2018, hafi verið geldar, fæddust 2.800 kálfar það vor. Ofannefnt þýðir, að um 600 hreindýrakálfar hafi farizt - væntanlega mest úr hungri og vosbúð - síðasta vetur í íslenzkum hreindýrahögum. Frá 1. ágúst 2018 til 15. september 2018 heimilaði umhverfisráðherra dráp á 1.061 kú. Voru yngstu kálfar rétt 8 vikna, þegar drápið á mæðrum þeirra hófst. Er sjálfgefið, að mestur hluti kálfanna 600, sem fórust síðasta vetur, hafi verið móðurlausir og vanbúnir til að standa á eigin fótum, þó að tíðarfar síðasta vetur hafi verið gott. Móðurlausir kálfar lenda neðst í „virðingarröð“ dýranna, þannig, að þeir komast síðast í æti í krafsholum, þeim er ýtt út í jaðar hópsins, þar sem skjól er minnst og kuldi og næðingur mestur; í raun eru þeim flestar bjargir bannaðar, eftir að móðirin hefur verið drepin frá þeim, þó að missir móðurmjólkur og -umönnunnar vegi þyngst. Á dögunum var það heimsfrétt, að 200 hreindýr drápust á Svalbarða. Ástæðan þar var loftslagsbreytingar og hitasveiflur, sem þeim tengjast. Haustið 2018 kom þar hlýindakafli og svo hörkufrost ofan í það. Lagðist klakabrynja yfir beitiland dýranna, sem þau komust ekki í gegnum. Því fór, sem fór. Hörmungarsaga, sem vakti athygli víða um heim. Á Svalbarða eru þó um 22.000 hreindýr. Drápust þannig með þessum hörmulega hætti „aðeins“ um 1% dýranna. Hér var engum loftslagsbreytingum eða klakabrynjum fyrir að fara, heldur fórust 21% kálfanna, 600 burðalitlir kálfar á fyrsta vetri, af mannavöldum; skeytingarleysi, vanrækslu og virðingarleysi stjórnvalda gagnvart lífríkinu og náttúrunni. Hér voru líka lög um dýravelferð, nr. 55/2013, fótum troðin. Þar segir m.a.: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt“. Þetta eru fín lög, sem veiðimenn, stjórnvöld, landeigendur og aðrir hagsmunaaðilar hafa þó virt að vettugu árum saman og komizt upp með. Hvernig má þetta vera? Þeir, sem eru ráðgjafar við veiðar og eftirlits-aðilar með framkvæmd laganna, NA og Umhverfisstofnun (UST), hafa af því stórfellda fjárhagslega hagsmuni, að sem mest sé drepið af dýrunum. Skiptast tekjur af veiðum á þessa aðila svo og á bændur og landeigendur á Austfjörðum. 2013 fékk NA 8,5 milljónir króna af leyfisgjöldum, UST 20,3 milljónir og bændur, landeigendur og sveitarfélög á Austfjörðum 106,8 milljónir króna. Eitt eru stórfelldar beinar tekjur NA og UST af drápinu, annað, að hinar miklu tekjur bænda, landeigenda og sveitarfélaga, um 1.000 aðilar, mynda geysisterkan hagsmuna- og þrýstihóp um sem mestar veiðar. Verða þá lög um velferð dýra og réttindi málleysingjanna léttvæg. Við bætist sterkur og miskunnarlaus þrýstihópur veiðimanna, allt að 4.000 manns, sem litla eða enga virðingu eða tilfinningar bera fyrir saklausum og varnarlausum dýrunum - ef svo væri, lægju þeir ekki í því að limlesta þau og drepa; að gamni sínu -, en margir þeirra eru „hvítflibbar“ og háttsettir og áhrifaríkir í þessu þjóðfélagi. Hreindýr tilheyra flokki hjartardýra. Hér má drepa hreindýrakýr frá 1. ágúst, þegar yngstu kálfar eru 8 vikna. Í Noregi má ekki drepa hreindýrakýr fyrr en frá 20. ágúst, en, þar sem kálfar fæðast fyrr í Noregi – þar vorar fyrr – eru kálfar þar minnst 12 vikna, þegar dráp mæðra þeirra hefst. Í Svíþjóð má ekki drepa skyldar kýr – líka af hjartarættinni – fyrr en 3. september (elgir) og 1. október (dádýr). Kálfar þessara nátengdu dýra eru því yngstir 14 vikna og 18 vikna, þegar dráp mæðra þeirra má hefjast. Til að samræma veiðitíma hreindýrakúa, því sem minnst er á hinum Norðurlöndunum og draga úr því að hreindýrakálfar hér farist í stórum stíl – með kvalafullum og hörmulegum hætti - þyrfti að lengja griðatíma hreindýrakálfa hér til a.m.k. 27. ágúst. Hvernig má það vera, að við Íslendingar skulum láta líf og velferð dýranna okkar – íslenzka lífríkisins – okkur svona lítlu varða? Ef á þessu drápi væri raunveruleg þörf, dýranna vegna eða afkomu manna vegna, mætti skilja þetta, en, þessar veiðar eru að mestu sport og skemmtun veiðimanna. Auðvitað reyna veiðimenn að réttlæta veiðar m.a. með þeirri fullyrðingu, að drepa verði dýrin, annars myndi beitiland skorta og dýrin farast í stórum stíl. Hreindýr eru hér alls 6-7.000. Fé á fjalli 600.000. Hestar, margir villtir á hálendinu, 80.000. Hreindýr eru um 1% af grasbítum landsins. Á Svalbarða, þar sem beitilönd eru miklu minni, en hér, eru 22.000 hreindýr, sem hafa komizt bærilega af, þó að slys hafi orðið í fyrra. Í Svíþjóð eru allt að 400.000 elgir, sem eru miklu stærri og þurftarmeiri dýr. Tal veiðimanna um þörfina á drápi dýranna, dýranna vegna, er því fyrirsláttur einn og tilraun til að réttlæta þeirra ljóta leik að lífi saklausra og varnarlausra lífvera og þeirra lágkúrulega sport og sjúku skemmtun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skotveiði Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Skv. gagni með yfirskriftinni „Vetrarafkoma íslenskra hreindýrakálfa“, sem Náttúrustofa Austurlands (NA) sendi umhverfisráðherra 17. júlí sl., var meðaldánartíðni hreindýrakálfa, veturinn 2018-2019, 21%. Dánartíðnin var frá 9% upp í 45%, eftir svæðum. Er 45% talan ógnvekjandi; annar hvor kálfur fórst. Skv. talningu NA í október 2018, sem NA staðfesti við okkur í Jarðarvinum 9. ágúst sl., voru hreindýrakýr þá 2.255 dýr, en, þar sem um 1.060 kýr höfðu verið drepnar í ágúst/september, líka 2018, voru kýrnar, sem áttu kálfa vorið 2018, 3.315 kýr. Geldishlufall hreindýrakúa á Íslandi er 10-15%. Ef reiknað er með, að 15% kúnna 3.315, sem báru kálf vorið 2018, hafi verið geldar, fæddust 2.800 kálfar það vor. Ofannefnt þýðir, að um 600 hreindýrakálfar hafi farizt - væntanlega mest úr hungri og vosbúð - síðasta vetur í íslenzkum hreindýrahögum. Frá 1. ágúst 2018 til 15. september 2018 heimilaði umhverfisráðherra dráp á 1.061 kú. Voru yngstu kálfar rétt 8 vikna, þegar drápið á mæðrum þeirra hófst. Er sjálfgefið, að mestur hluti kálfanna 600, sem fórust síðasta vetur, hafi verið móðurlausir og vanbúnir til að standa á eigin fótum, þó að tíðarfar síðasta vetur hafi verið gott. Móðurlausir kálfar lenda neðst í „virðingarröð“ dýranna, þannig, að þeir komast síðast í æti í krafsholum, þeim er ýtt út í jaðar hópsins, þar sem skjól er minnst og kuldi og næðingur mestur; í raun eru þeim flestar bjargir bannaðar, eftir að móðirin hefur verið drepin frá þeim, þó að missir móðurmjólkur og -umönnunnar vegi þyngst. Á dögunum var það heimsfrétt, að 200 hreindýr drápust á Svalbarða. Ástæðan þar var loftslagsbreytingar og hitasveiflur, sem þeim tengjast. Haustið 2018 kom þar hlýindakafli og svo hörkufrost ofan í það. Lagðist klakabrynja yfir beitiland dýranna, sem þau komust ekki í gegnum. Því fór, sem fór. Hörmungarsaga, sem vakti athygli víða um heim. Á Svalbarða eru þó um 22.000 hreindýr. Drápust þannig með þessum hörmulega hætti „aðeins“ um 1% dýranna. Hér var engum loftslagsbreytingum eða klakabrynjum fyrir að fara, heldur fórust 21% kálfanna, 600 burðalitlir kálfar á fyrsta vetri, af mannavöldum; skeytingarleysi, vanrækslu og virðingarleysi stjórnvalda gagnvart lífríkinu og náttúrunni. Hér voru líka lög um dýravelferð, nr. 55/2013, fótum troðin. Þar segir m.a.: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt“. Þetta eru fín lög, sem veiðimenn, stjórnvöld, landeigendur og aðrir hagsmunaaðilar hafa þó virt að vettugu árum saman og komizt upp með. Hvernig má þetta vera? Þeir, sem eru ráðgjafar við veiðar og eftirlits-aðilar með framkvæmd laganna, NA og Umhverfisstofnun (UST), hafa af því stórfellda fjárhagslega hagsmuni, að sem mest sé drepið af dýrunum. Skiptast tekjur af veiðum á þessa aðila svo og á bændur og landeigendur á Austfjörðum. 2013 fékk NA 8,5 milljónir króna af leyfisgjöldum, UST 20,3 milljónir og bændur, landeigendur og sveitarfélög á Austfjörðum 106,8 milljónir króna. Eitt eru stórfelldar beinar tekjur NA og UST af drápinu, annað, að hinar miklu tekjur bænda, landeigenda og sveitarfélaga, um 1.000 aðilar, mynda geysisterkan hagsmuna- og þrýstihóp um sem mestar veiðar. Verða þá lög um velferð dýra og réttindi málleysingjanna léttvæg. Við bætist sterkur og miskunnarlaus þrýstihópur veiðimanna, allt að 4.000 manns, sem litla eða enga virðingu eða tilfinningar bera fyrir saklausum og varnarlausum dýrunum - ef svo væri, lægju þeir ekki í því að limlesta þau og drepa; að gamni sínu -, en margir þeirra eru „hvítflibbar“ og háttsettir og áhrifaríkir í þessu þjóðfélagi. Hreindýr tilheyra flokki hjartardýra. Hér má drepa hreindýrakýr frá 1. ágúst, þegar yngstu kálfar eru 8 vikna. Í Noregi má ekki drepa hreindýrakýr fyrr en frá 20. ágúst, en, þar sem kálfar fæðast fyrr í Noregi – þar vorar fyrr – eru kálfar þar minnst 12 vikna, þegar dráp mæðra þeirra hefst. Í Svíþjóð má ekki drepa skyldar kýr – líka af hjartarættinni – fyrr en 3. september (elgir) og 1. október (dádýr). Kálfar þessara nátengdu dýra eru því yngstir 14 vikna og 18 vikna, þegar dráp mæðra þeirra má hefjast. Til að samræma veiðitíma hreindýrakúa, því sem minnst er á hinum Norðurlöndunum og draga úr því að hreindýrakálfar hér farist í stórum stíl – með kvalafullum og hörmulegum hætti - þyrfti að lengja griðatíma hreindýrakálfa hér til a.m.k. 27. ágúst. Hvernig má það vera, að við Íslendingar skulum láta líf og velferð dýranna okkar – íslenzka lífríkisins – okkur svona lítlu varða? Ef á þessu drápi væri raunveruleg þörf, dýranna vegna eða afkomu manna vegna, mætti skilja þetta, en, þessar veiðar eru að mestu sport og skemmtun veiðimanna. Auðvitað reyna veiðimenn að réttlæta veiðar m.a. með þeirri fullyrðingu, að drepa verði dýrin, annars myndi beitiland skorta og dýrin farast í stórum stíl. Hreindýr eru hér alls 6-7.000. Fé á fjalli 600.000. Hestar, margir villtir á hálendinu, 80.000. Hreindýr eru um 1% af grasbítum landsins. Á Svalbarða, þar sem beitilönd eru miklu minni, en hér, eru 22.000 hreindýr, sem hafa komizt bærilega af, þó að slys hafi orðið í fyrra. Í Svíþjóð eru allt að 400.000 elgir, sem eru miklu stærri og þurftarmeiri dýr. Tal veiðimanna um þörfina á drápi dýranna, dýranna vegna, er því fyrirsláttur einn og tilraun til að réttlæta þeirra ljóta leik að lífi saklausra og varnarlausra lífvera og þeirra lágkúrulega sport og sjúku skemmtun.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar