Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans töpuðu fyrir þýsku meisturunum í Flensburg, 24-21, er liðin mættust í þýska boltanum í dag.
Meistararnir voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en þeir leiddu með sex mörkum eftir hann, 14-8.
Eftirleikurinn auðveldur en Flensburg er með sjö stig eftir þrjá leiki. Erlangen er hins vegar með tvö stig af sex mögulegum.
Leipzig, með Viggó Kristjánsson, innan borðs tapaði sínum fyrsta leik á leiktíðinni er þeir steinlágu fyrir Ludwigshafen, 34-27.
Leipzig er með sex stig af átta mögulegum í fjórða sæti deildarinnar en þetta var fyrsti sigur Ludwigshafen.
