Fórnarlamb nauðgarans Brocks Turners stígur fram undir nafni í fyrsta skipti Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2019 22:23 Chanel Miller í viðtali við sjónvarpsþáttinn 60 Minutes. Viðtalið verður sýnt á sjónvarpsstöðinni CBS sunnudaginn 22. september. Skjáskot/CBS Fórnarlamb nauðgarans Brocks Turners steig fram undir nafni í fyrsta skipti í dag. Konan, hin 27 ára Chanel Miller, hyggur á útgáfu bókar um málið en hefur aldrei komið fram undir nafni þar til nú. Vitnisburður Miller við réttarhöldin yfir Turner vakti heimsathygli árið 2016. Turner var dæmdur í sex mánaða fangelsi það ár fyrir að hafa nauðgað Miller meðvitundarlausri á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í Kaliforníu í janúar 2015. Turner afplánaði helming dómsins, eða þrjá mánuði, fyrir nauðgunina.Sjá einnig: Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Miller, sem hingað til var þekkt undir dulnefninu Emily Doe, las upp tilfinningaríka yfirlýsingu í réttarsal áður en dómur var kveðinn upp yfir Turner á sínum tíma. Þar ávarpaði hún Turner beint og lýsti upplifun sinni af nauðguninni í smáatriðum.Brock Turner. Mál hans vakti mikla reiði í Bandaríkjunum, og um heim allan, eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp árið 2016.Vísir/Getty„Ef þú heldur að mér hafi verið hlíft, að ég komi út úr þessu ómeidd og haldi til móts við sólarlagið núna á meðan þú þjáist sem mest þá skjátlast þér. Enginn vinnur. Við höfum öll verið eyðilögð yfir þessu, við höfum öll verið að reyna að finna einhverja merkingu í allri þessari þjáningu,“ segir m.a. í bréfinu. „Þinn skaði var áþreifanlegur; sviptur titlum, gráðum og skólavist. Minn skaði var innra með mér, ósýnilegur, ég tek hann með mér þar sem ég fer. Vegna þín fannst mér ég einskis virði. Þú hafðir af mér einkalíf mitt, tíma minn, öryggi mitt, nándina, sjálfstraust mitt og mína eigin rödd, þangað til í dag.“ Bréfið var birt í heild sinni á vef Buzzfeed og fór eins og eldur í sinu um netheima. Hér að neðan má hlýða á brot úr upplestri Miller á bréfinu. Bók um ævi Miller, þar sem einblínt verður á nauðgunina og áhrif hennar, kemur út síðar í mánuðinum og ber heitið Know My Name, eða Þekktu nafn mitt upp á íslensku.Mál Turners vakti mikla athygli og reiði í Bandaríkjunum eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en hámarksrefsing fyrir glæpinn er 14 ára fangelsi. Aaron Persky, dómarinn í málinu, taldi hins vegar viðeigandi að dæma Turner í aðeins sex mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna. Persky bar því fyrir sig að þyngri dómur hefði alvarlegar afleiðingar fyrir Turner. Þá leit dómarinn til þess að sakaskrá Turners var hrein auk þess sem hann var ungur að aldri. Mörgum þótti þessi röksemdafærsla Perskys lýsandi fyrir almenna linkind í garð þeirra sem beita kynferðisofbeldi. Persky var settur af sem dómari í fyrra. Viðbrögð aðstandenda Turners vöktu einnig athygli á sínum tíma. Faðir Turners sendi til að mynda bréf til dómarans og sagði að það væri ekki viðeigandi refsing að senda son sinn í fangelsi fyrir eitthvað sem „aðeins tók tuttugu mínútur.“ Þá virtist Turner sjálfur ekki sjá eftir glæpnum ef marka má yfirlýsingu sem hann sendi frá sér eftir að hann var dæmdur. Lögmenn Turners áfrýjuðu dómnum seint árið 2017. Við réttarhöld í Kaliforníu í fyrra fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við en beiðninni var hafnað. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Stanford-nauðgarinn áfrýjar: „Það sem gerðist er ekki glæpur“ Brock Turner sat þrjá mánuði í fangelsi fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar árið 2015. 2. desember 2017 21:26 Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Lögmenn Brock Turners, sem kallaður hefur verið Stanford-nauðgarinn, áfrýjuðu dómnum yfir honum seint á síðasta ári. Við réttarhöld í Kaliforníu í gær fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við. 25. júlí 2018 23:15 Höfnuðu beiðni um áfrýjun byggðri á „utanklæðakynlífi“ Dómstóll í Kaliforníu hefur hafnað beiðni Brocks Turners um áfrýjun dóms sem hann hlaut fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám í janúar árið 2015. 9. ágúst 2018 12:43 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Fórnarlamb nauðgarans Brocks Turners steig fram undir nafni í fyrsta skipti í dag. Konan, hin 27 ára Chanel Miller, hyggur á útgáfu bókar um málið en hefur aldrei komið fram undir nafni þar til nú. Vitnisburður Miller við réttarhöldin yfir Turner vakti heimsathygli árið 2016. Turner var dæmdur í sex mánaða fangelsi það ár fyrir að hafa nauðgað Miller meðvitundarlausri á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í Kaliforníu í janúar 2015. Turner afplánaði helming dómsins, eða þrjá mánuði, fyrir nauðgunina.Sjá einnig: Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Miller, sem hingað til var þekkt undir dulnefninu Emily Doe, las upp tilfinningaríka yfirlýsingu í réttarsal áður en dómur var kveðinn upp yfir Turner á sínum tíma. Þar ávarpaði hún Turner beint og lýsti upplifun sinni af nauðguninni í smáatriðum.Brock Turner. Mál hans vakti mikla reiði í Bandaríkjunum, og um heim allan, eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp árið 2016.Vísir/Getty„Ef þú heldur að mér hafi verið hlíft, að ég komi út úr þessu ómeidd og haldi til móts við sólarlagið núna á meðan þú þjáist sem mest þá skjátlast þér. Enginn vinnur. Við höfum öll verið eyðilögð yfir þessu, við höfum öll verið að reyna að finna einhverja merkingu í allri þessari þjáningu,“ segir m.a. í bréfinu. „Þinn skaði var áþreifanlegur; sviptur titlum, gráðum og skólavist. Minn skaði var innra með mér, ósýnilegur, ég tek hann með mér þar sem ég fer. Vegna þín fannst mér ég einskis virði. Þú hafðir af mér einkalíf mitt, tíma minn, öryggi mitt, nándina, sjálfstraust mitt og mína eigin rödd, þangað til í dag.“ Bréfið var birt í heild sinni á vef Buzzfeed og fór eins og eldur í sinu um netheima. Hér að neðan má hlýða á brot úr upplestri Miller á bréfinu. Bók um ævi Miller, þar sem einblínt verður á nauðgunina og áhrif hennar, kemur út síðar í mánuðinum og ber heitið Know My Name, eða Þekktu nafn mitt upp á íslensku.Mál Turners vakti mikla athygli og reiði í Bandaríkjunum eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en hámarksrefsing fyrir glæpinn er 14 ára fangelsi. Aaron Persky, dómarinn í málinu, taldi hins vegar viðeigandi að dæma Turner í aðeins sex mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna. Persky bar því fyrir sig að þyngri dómur hefði alvarlegar afleiðingar fyrir Turner. Þá leit dómarinn til þess að sakaskrá Turners var hrein auk þess sem hann var ungur að aldri. Mörgum þótti þessi röksemdafærsla Perskys lýsandi fyrir almenna linkind í garð þeirra sem beita kynferðisofbeldi. Persky var settur af sem dómari í fyrra. Viðbrögð aðstandenda Turners vöktu einnig athygli á sínum tíma. Faðir Turners sendi til að mynda bréf til dómarans og sagði að það væri ekki viðeigandi refsing að senda son sinn í fangelsi fyrir eitthvað sem „aðeins tók tuttugu mínútur.“ Þá virtist Turner sjálfur ekki sjá eftir glæpnum ef marka má yfirlýsingu sem hann sendi frá sér eftir að hann var dæmdur. Lögmenn Turners áfrýjuðu dómnum seint árið 2017. Við réttarhöld í Kaliforníu í fyrra fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við en beiðninni var hafnað.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Stanford-nauðgarinn áfrýjar: „Það sem gerðist er ekki glæpur“ Brock Turner sat þrjá mánuði í fangelsi fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar árið 2015. 2. desember 2017 21:26 Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Lögmenn Brock Turners, sem kallaður hefur verið Stanford-nauðgarinn, áfrýjuðu dómnum yfir honum seint á síðasta ári. Við réttarhöld í Kaliforníu í gær fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við. 25. júlí 2018 23:15 Höfnuðu beiðni um áfrýjun byggðri á „utanklæðakynlífi“ Dómstóll í Kaliforníu hefur hafnað beiðni Brocks Turners um áfrýjun dóms sem hann hlaut fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám í janúar árið 2015. 9. ágúst 2018 12:43 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Stanford-nauðgarinn áfrýjar: „Það sem gerðist er ekki glæpur“ Brock Turner sat þrjá mánuði í fangelsi fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar árið 2015. 2. desember 2017 21:26
Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Lögmenn Brock Turners, sem kallaður hefur verið Stanford-nauðgarinn, áfrýjuðu dómnum yfir honum seint á síðasta ári. Við réttarhöld í Kaliforníu í gær fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við. 25. júlí 2018 23:15
Höfnuðu beiðni um áfrýjun byggðri á „utanklæðakynlífi“ Dómstóll í Kaliforníu hefur hafnað beiðni Brocks Turners um áfrýjun dóms sem hann hlaut fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám í janúar árið 2015. 9. ágúst 2018 12:43