Stanford-nauðgarinn áfrýjar: „Það sem gerðist er ekki glæpur“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2017 21:26 Brock Turner. Mál Turners vakti mikla athygli og reiði í Bandaríkjunum eftir að dómurinn yfir honum var kveðinn upp. Vísir/AFP Brock Turner, sem dæmdur var í sex mánaða fangelsi í fyrra fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar árið 2015, hefur áfrýjað dómnum. Hann fer einnig fram á endurupptöku málsins, að því er fram kemur í frétt CNN. Lögmenn Turners áfrýjuðu dómnum á föstudag. Þeir segja réttarhöldin óréttlát og að Turner hafi verið hlunnfarinn um sanngjarna málsmeðferð.Sjá einnig: Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Mál Turners vakti mikla athygli og reiði í Bandaríkjunum eftir að dómurinn var kveðinn upp. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en hámarksrefsing fyrir glæpinn er 14 ára fangelsi. Dómari taldi hins vegar viðeigandi að dæma Turner í aðeins sex mánaða fangelsi og svo þrjú ár á skilorði þar sem hann taldi þyngri dómur myndi hafa alvarlega afleiðingar fyrir Turner. Þá leit dómarinn til þess að hann hafði hreina sakaskrá og ungs aldurs hans. Turner afplánaði aðeins helming dómsins eða þrjá mánuði.Hnýta í orðalag saksóknara Lögfræðingar Turners gagnrýna orðalag sem saksóknari beitti við réttarhöldin og er farið fram á endurupptöku málsins á grundvelli þess. Saksóknari sagði árásina hafa átt sér stað „á bak við ruslagám“ en lögfræðingarnir halda því hins vegar fram að þolandinn hafi fundist „á algjörlega opnu svæði.“ Með orðalagi sínu segja lögfræðingarnir að saksóknari hafi gert kviðdóminn afhuga framburði Turners. Lykilvitini í málinu á sínum tíma voru tveir sænskir stúdentar sem komu auga á Brock Turner á bak við ruslagam þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu, þolandanum. Bréf sem þolandinn las upp í dómsal þegar dómur var kveðinn upp vakti mikla athygli en hún ávarpaði Turner beint og sagði hann meðal annars hafa svipt hana einkalífi hennar, tíma hennar, öryggi og sjálfstrausti. „Ekki nálægt því að vera glæpur“ Þá segir einnig í áfrýjuninni að Turner hafi ekki fengið sanngjarna málsmeðferð vegna þess að ekki var hlustað á framburð vitna sem hefðu getað vottað fyrir manngæsku hans. „Það sem við erum að segja er að það sem gerðist er ekki glæpur,“ sagði lögfræðingur Turners, John Tompkins, í samtali við KNTV. „Þetta gerðist en það var ekki nálægt því að vera glæpur.“ Viðbrögð aðstandenda Turner vöktu einnig athygli á sínum tíma. Faðir Turners sendi til að mynda bréf til dómarans og sagði að það væri ekki viðeigandi refsing að senda son hans í fangelsi fyrir eitthvað sem aðeins tók 20 mínútur. Þá virtist Turner sjálfur ekki sjá eftir glæpnum ef marka má yfirlýsingu sem hann sendi frá sér eftir að hann var dæmdur. Tengdar fréttir Mótmælt fyrir utan heimili Stanford-nauðgarans Losnaði úr fangelsi í gær. 3. september 2016 23:14 Sleppur með lágmarksrefsingu fyrir nauðgun: „Mjög pirraður út í helvítis tíkina“ Austin James Wilkerson 22 ára nemi í University of Colorado í Bandaríkjunum var í liðinni viku fundinn sekur um að nauðga 19 ára stúlku í mars 2014. 17. ágúst 2016 15:21 Sakar Stanford-háskóla um að hafa ítrekað hunsað kvartanir kvenna um kynferðisbrot Stanford-háskóli í Bandaríkjunum hunsaði kvartanir um kynferðisbrot, vísaði frá einstaklingum sem settu fram ásakanir um kynferðisbrot og refsaði ekki nemanda sem þekktur var fyrir að brjóta gegn konum. 8. desember 2016 14:26 Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42 Stanford-nauðgarinn losnar úr fangelsi á morgun Brock Turner fyrrverandi nemandi Stanford-háskóla sem sakfelldur var fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni, losnar úr fangelsi á morgun eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af sex mánaða dómi sem hann fékk þar sem hann hefur hagað sér vel innan veggja fangelsins. 1. september 2016 10:56 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Brock Turner, sem dæmdur var í sex mánaða fangelsi í fyrra fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar árið 2015, hefur áfrýjað dómnum. Hann fer einnig fram á endurupptöku málsins, að því er fram kemur í frétt CNN. Lögmenn Turners áfrýjuðu dómnum á föstudag. Þeir segja réttarhöldin óréttlát og að Turner hafi verið hlunnfarinn um sanngjarna málsmeðferð.Sjá einnig: Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Mál Turners vakti mikla athygli og reiði í Bandaríkjunum eftir að dómurinn var kveðinn upp. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en hámarksrefsing fyrir glæpinn er 14 ára fangelsi. Dómari taldi hins vegar viðeigandi að dæma Turner í aðeins sex mánaða fangelsi og svo þrjú ár á skilorði þar sem hann taldi þyngri dómur myndi hafa alvarlega afleiðingar fyrir Turner. Þá leit dómarinn til þess að hann hafði hreina sakaskrá og ungs aldurs hans. Turner afplánaði aðeins helming dómsins eða þrjá mánuði.Hnýta í orðalag saksóknara Lögfræðingar Turners gagnrýna orðalag sem saksóknari beitti við réttarhöldin og er farið fram á endurupptöku málsins á grundvelli þess. Saksóknari sagði árásina hafa átt sér stað „á bak við ruslagám“ en lögfræðingarnir halda því hins vegar fram að þolandinn hafi fundist „á algjörlega opnu svæði.“ Með orðalagi sínu segja lögfræðingarnir að saksóknari hafi gert kviðdóminn afhuga framburði Turners. Lykilvitini í málinu á sínum tíma voru tveir sænskir stúdentar sem komu auga á Brock Turner á bak við ruslagam þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu, þolandanum. Bréf sem þolandinn las upp í dómsal þegar dómur var kveðinn upp vakti mikla athygli en hún ávarpaði Turner beint og sagði hann meðal annars hafa svipt hana einkalífi hennar, tíma hennar, öryggi og sjálfstrausti. „Ekki nálægt því að vera glæpur“ Þá segir einnig í áfrýjuninni að Turner hafi ekki fengið sanngjarna málsmeðferð vegna þess að ekki var hlustað á framburð vitna sem hefðu getað vottað fyrir manngæsku hans. „Það sem við erum að segja er að það sem gerðist er ekki glæpur,“ sagði lögfræðingur Turners, John Tompkins, í samtali við KNTV. „Þetta gerðist en það var ekki nálægt því að vera glæpur.“ Viðbrögð aðstandenda Turner vöktu einnig athygli á sínum tíma. Faðir Turners sendi til að mynda bréf til dómarans og sagði að það væri ekki viðeigandi refsing að senda son hans í fangelsi fyrir eitthvað sem aðeins tók 20 mínútur. Þá virtist Turner sjálfur ekki sjá eftir glæpnum ef marka má yfirlýsingu sem hann sendi frá sér eftir að hann var dæmdur.
Tengdar fréttir Mótmælt fyrir utan heimili Stanford-nauðgarans Losnaði úr fangelsi í gær. 3. september 2016 23:14 Sleppur með lágmarksrefsingu fyrir nauðgun: „Mjög pirraður út í helvítis tíkina“ Austin James Wilkerson 22 ára nemi í University of Colorado í Bandaríkjunum var í liðinni viku fundinn sekur um að nauðga 19 ára stúlku í mars 2014. 17. ágúst 2016 15:21 Sakar Stanford-háskóla um að hafa ítrekað hunsað kvartanir kvenna um kynferðisbrot Stanford-háskóli í Bandaríkjunum hunsaði kvartanir um kynferðisbrot, vísaði frá einstaklingum sem settu fram ásakanir um kynferðisbrot og refsaði ekki nemanda sem þekktur var fyrir að brjóta gegn konum. 8. desember 2016 14:26 Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42 Stanford-nauðgarinn losnar úr fangelsi á morgun Brock Turner fyrrverandi nemandi Stanford-háskóla sem sakfelldur var fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni, losnar úr fangelsi á morgun eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af sex mánaða dómi sem hann fékk þar sem hann hefur hagað sér vel innan veggja fangelsins. 1. september 2016 10:56 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Sleppur með lágmarksrefsingu fyrir nauðgun: „Mjög pirraður út í helvítis tíkina“ Austin James Wilkerson 22 ára nemi í University of Colorado í Bandaríkjunum var í liðinni viku fundinn sekur um að nauðga 19 ára stúlku í mars 2014. 17. ágúst 2016 15:21
Sakar Stanford-háskóla um að hafa ítrekað hunsað kvartanir kvenna um kynferðisbrot Stanford-háskóli í Bandaríkjunum hunsaði kvartanir um kynferðisbrot, vísaði frá einstaklingum sem settu fram ásakanir um kynferðisbrot og refsaði ekki nemanda sem þekktur var fyrir að brjóta gegn konum. 8. desember 2016 14:26
Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42
Stanford-nauðgarinn losnar úr fangelsi á morgun Brock Turner fyrrverandi nemandi Stanford-háskóla sem sakfelldur var fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni, losnar úr fangelsi á morgun eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af sex mánaða dómi sem hann fékk þar sem hann hefur hagað sér vel innan veggja fangelsins. 1. september 2016 10:56