Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2019 16:43 Mike Pence ávarpaði fjölþjóðlegt lið blaðamanna fyrir utan Höfða eftir fundi hans með utanríkisráðherra og fulltrúum atvinnulífsins. Vísir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. Landið hafi aldrei verið mikilvægara í varnar- og hernaðarlegum skilningi. Hann var þó ekki tilbúinn að tjá sig um framtíðarveru Bandaríkjahers á Íslandi, þau mál yrðu nánar rædd á fundi hans og forsætisráðherra í kvöld. Pence ræddi við fjölmiðlamenn fyrir utan Höfða og voru honum varnarmál ofarlega í huga. Hann segist þakklátur Íslendingum fyrir margt, ekki síst fyrir náið og gott samstarf Bandaríkjanna og Íslands allt frá sjálfstæði þess síðarnefnda árið 1944.Klippa: Pence ræðir við fréttamenn fyrir utan Höfða Aukinheldur þakkar hann Íslendingum fyrir að hafa ekki tekið þátt í Belti og braut, innviðauppbyggingarverkefni Kínverja. Pence hvatti Íslendinga jafnframt til að forðast kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei, sem hann sagði þurfa að afhenda kínverskum stjórnvöldum upplýsingar um notendur sína. Það væri ekki í anda þess frjálsa samfélags sem Bandaríkin og Íslendingar vilja vera.Sjá einnig: Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Pence segist vilja styrkja efnahagslegt- og hernaðarlegt (e. strategic) samband ríkjanna enn frekar, ekki síst til að sporna gegn framgöngu Kína og Rússlands á norðurhveli. Ísland hefði í því ljósi aldrei verið mikilvægara með tilliti til varnarmála. Aðspurður var Mike Pence þó ekki tilbúinn að svara því hvort hann hefði í hyggju að auka veru Bandaríkjahers á Ísland eða hvort það hefðu verið mistök að loka herstöðinni í Keflavík árið 2006. Þessi mál yrðu rædd á fundi hans og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra síðar í dag. Hann lagði þó áherslu á hernaðarlegt mikilvægi Íslands og sagði að það væri einarður vilji Bandaríkjanna að tryggja öryggi á norðurslóðum með margvíslegum framlögum - án þess þó að útlista þau nánar.Sjá einnig:Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Nú heldur Mike Pence á fund með forsætisráðherra á varnarsvæðinu í Keflavík. Áfram verður fylgst með heimsókn Pence í beinni á Vísi en ávarp hans í heild sinni má sjá að ofan. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Huawei Kína Tengdar fréttir Bandaríkin breiða úr sér í Evrópu Silja Bára Ómarsdóttir telur að öryggis-og varnarmálin verði ofarlega á baugi á fundum varaforsetans með íslenskum ráðamönnum í dag. 4. september 2019 12:26 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Umstangið í kringum komu Pence í myndum Það er óhætt að segja að koma varaforsetahjónanna Mike og Karen Pence fari varla framhjá nokkrum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 4. september 2019 14:20 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. Landið hafi aldrei verið mikilvægara í varnar- og hernaðarlegum skilningi. Hann var þó ekki tilbúinn að tjá sig um framtíðarveru Bandaríkjahers á Íslandi, þau mál yrðu nánar rædd á fundi hans og forsætisráðherra í kvöld. Pence ræddi við fjölmiðlamenn fyrir utan Höfða og voru honum varnarmál ofarlega í huga. Hann segist þakklátur Íslendingum fyrir margt, ekki síst fyrir náið og gott samstarf Bandaríkjanna og Íslands allt frá sjálfstæði þess síðarnefnda árið 1944.Klippa: Pence ræðir við fréttamenn fyrir utan Höfða Aukinheldur þakkar hann Íslendingum fyrir að hafa ekki tekið þátt í Belti og braut, innviðauppbyggingarverkefni Kínverja. Pence hvatti Íslendinga jafnframt til að forðast kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei, sem hann sagði þurfa að afhenda kínverskum stjórnvöldum upplýsingar um notendur sína. Það væri ekki í anda þess frjálsa samfélags sem Bandaríkin og Íslendingar vilja vera.Sjá einnig: Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Pence segist vilja styrkja efnahagslegt- og hernaðarlegt (e. strategic) samband ríkjanna enn frekar, ekki síst til að sporna gegn framgöngu Kína og Rússlands á norðurhveli. Ísland hefði í því ljósi aldrei verið mikilvægara með tilliti til varnarmála. Aðspurður var Mike Pence þó ekki tilbúinn að svara því hvort hann hefði í hyggju að auka veru Bandaríkjahers á Ísland eða hvort það hefðu verið mistök að loka herstöðinni í Keflavík árið 2006. Þessi mál yrðu rædd á fundi hans og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra síðar í dag. Hann lagði þó áherslu á hernaðarlegt mikilvægi Íslands og sagði að það væri einarður vilji Bandaríkjanna að tryggja öryggi á norðurslóðum með margvíslegum framlögum - án þess þó að útlista þau nánar.Sjá einnig:Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Nú heldur Mike Pence á fund með forsætisráðherra á varnarsvæðinu í Keflavík. Áfram verður fylgst með heimsókn Pence í beinni á Vísi en ávarp hans í heild sinni má sjá að ofan.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Huawei Kína Tengdar fréttir Bandaríkin breiða úr sér í Evrópu Silja Bára Ómarsdóttir telur að öryggis-og varnarmálin verði ofarlega á baugi á fundum varaforsetans með íslenskum ráðamönnum í dag. 4. september 2019 12:26 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Umstangið í kringum komu Pence í myndum Það er óhætt að segja að koma varaforsetahjónanna Mike og Karen Pence fari varla framhjá nokkrum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 4. september 2019 14:20 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Bandaríkin breiða úr sér í Evrópu Silja Bára Ómarsdóttir telur að öryggis-og varnarmálin verði ofarlega á baugi á fundum varaforsetans með íslenskum ráðamönnum í dag. 4. september 2019 12:26
Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23
Umstangið í kringum komu Pence í myndum Það er óhætt að segja að koma varaforsetahjónanna Mike og Karen Pence fari varla framhjá nokkrum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 4. september 2019 14:20